Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 38
Fleiri framliðnir en frænka V Við hjónin vinnum langan vinnudag – og höfum alltaf gert. Ef maður er að gera eitthvað skemmtilegt er hinn langi vinnu- dagur verjandi. Í meginatriðum er vinnan okkar gefandi. Minn betri helmingur vinnur við eigið fyrirtæki með öðrum úr fjölskyldu sinni. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað en slíkt gerist ekki áreynslu- laust. Allir verða að leggja sig fram. Ég hef hins vegar starfað við blaðamennsku, hóf það starf blautur á bak við eyrun, beint úr skóla. Blaðamennska er fjölbreytt starf – en getur á álagstímum verið krefjandi svo á stresstaugar líkamans reynir. Kosturinn er sá að maður fylgist vel með því sem er að gerast og sér fljótt árangur erfiðisins. Lengst af mínum ferli vann ég við stýri- mennsku á dagblaði sem kom út sex daga vikunnar. Það er ekki ofmælt að í slíku starfi er í mörg horn að líta og puttann þarf að hafa á púlsinum. Sjálfsagt hafa eiginkona og börn verið komin með upp í kok af eilífri fréttahlustun, kvölds og morgna – auk helgarvaktanna – því þá daga þurfti að vinna líka þótt aðrir væru í fríi. Hafandi gengið í gegnum þá reynslu kann ég vel að meta vikublaðstakt eins og þann sem fylgir útgáfu Fréttatímans. Þá er aðeins eitt „deadline“ á viku í stað sex – eða skil eins og það heitir víst á heldur skárra máli. Betri tími gefst því til þess að hugsa og framkvæma, óðagotið er minna, þótt vinna deilist vitanlega á fleiri hendur á dagblaði en vikublaði. Leikar taka ekki verulega að æsast á vikublaði fyrr en daginn fyrir útkomu og einkum á útkomudegi, en áður var þetta samfelldur djöfulmóður – en svo sem indælt stríð þrátt fyrir það. Þótt vikutakturinn sé þægilegri breytir það samt ekki því að vinnudagurinn er enn langur. Mál hafa hins vegar þróast á þann veg hjá okkur Kópavogshjónum að frúin vinnur æ lengri vinnudag eftir því sem tíminn líður. Fyrir utan vinnuna sinnir hún ýmsu öðru, öldruðum föður og barnabörnum, auk alls annars. Þetta vinnuálag hefur það í för með sér að hún á það stöku sinnum til að gleyma sér – hverfa í huganum inn í aðkallandi verkefni sem sinna þarf. Þannig var það til dæmis í síðustu viku. Hún þurfti að hnýta marga enda vegna stuttrar utan- landsferðar síðastliðinn föstudag, daginn fyrir kjördag. Ég hafði nokkrum sinnum minnt hana á að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni sem hún, vel að merkja, keyrir fram hjá daglega. Sýsli komst samt ekki á dagskrá. Ég brá því á það ráð að senda henni tölvupóst til að minna hana á kosningarnar. Þar nefndi ég meðal annars að hægt væri að kjósa fram að kvöldmat á upps- tigningardegi, daginn áður en hún hélt utan. Þann dag vorum við bæði í vinnunni, þótt frídagur væri. Það dugði ekki til. Sýslumaður var búinn að loka þegar við komum heim það kvöld. Utankjörfundarkosningin var fyrir bí. Síðasta hálmstráið var því sendiráð í norrænni borg sem hún heimsótti daginn fyrir kjördag. Þá var loks von til þess að hún hefði tíma fyrir sjálfa sig – og kosn- ingarnar. Það er heldur ekki hægt að sjá allt fyrir ef sækja þarf jarðarför í miðju vinnu- stressinu. Öldruð frænka eiginkonunnar fór nýverið yfir móðuna miklu eftir lang- an en farsælan dag. Það var konu minni bæði ljúft og skylt að fylgja frænkunni síðasta spölinn. Prúðbúin spanaði hún beint úr vinnunni til að sækja föður sinn og hélt síðan rakleiðis til athafnarinnar. Þar sem við hjónin og tengdapabbi erum rótgrónir Kópavogsbúar – og frænkan framliðna auk þess búsett í sama sveitar- félagi – brunaði frúin að sjálfsögðu í Kópavogskirkju. Þau feðgin voru aðeins með seinni skipunum, eins og vill verða hjá þeim sem eru störfum hlaðnir. Þau fóru því hljóðlega þegar þau gengu inn gólfið eftir þétt setinni kirkjunni. Þó náði elskuleg eiginkona mín að grípa með sér útfararskrá til þess að fylgjast mætti með athöfninni, sálmum og minningarorðum. Fljótt á litið þekkti konan engan – en það segir ekki alla sögu í jarðarförum. Þangað koma margir sem einhvern tím- ann hafa átt samfylgd með hinum látna. Það var ekki fyrr en mín ektafrú náði í sviphending að líta yfir útfararskrána að ókunnugleikinn skýrðist. Þarna var verið að jarða allt annan mann en frænkuna góðu – vafalaust vammlausan einstakling – en af karlkyni eins og glöggt mátti sjá af mynd á forsíðu skrárinnar. Nú voru góð ráð dýr. Pabbanum var svipt út úr kirkjunni og farsíminn nýttist vel. Í ljós kom að útför frænkunnar var að hefjast í Fossvogskapellu. Það vill til að það er ekki langt frá Kópavogskirkju í kapelluna svo þangað náðu þau feðgin áður en forspilið hófst. Frænkan fékk því fylgdina. Eftir athöfnina buðu aðstandendur til erfidrykkju í veislusal Hótels Loftleiða, sem nú heitir víst einhverju útlendu nafni. Þangað héldu þau feðgin og var heldur minni fart á þeim en þegar þau brunuðu úr Kópavoginum í átt að Öskjuhlíð. Sér- kennilegt þótti konu minni þó, þegar í erfidrykkjuna kom, að hún þekkti engan, fremur en í útförinni frá Kópavogskirkju. Þegar betur var að gáð var það skiljan- legt. Í stað þess að drekka erfi gömlu frænku voru ættingjar og vinir látins karl- manns samankomnir í salnum og gæddu sér á pönnsum og smurtertum í minn- ingu hans, þó ekki þess sama og kvaddur var í Kópavogskirkju. Öðruvísi hnallþórur og annað kaffi var hins vegar að finna í öðrum sal sama hótels – og þar voru ættmenni frænk- unnar að safnast saman þegar þau feðgin vippuðu sér inn og kysstu aðstandendur – héldu kúlinu, eins og sagt er – létu eins og ekkert hefði í skorist. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 28.05.14 - 03.06.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson Eldað með Ebbu Ebba Guðný Guðmundsdóttir Íslenskir málshættir og snjallyrði Nanna Rögnvaldardóttir valdi Íslensk Orðsnilld Ingibjörg Haraldsdóttir valdi Frosinn: Þrautir Walt Disney Þessi týpa Björg Magnúsdóttir Gæfuspor - gildin í lífinu Gunnar Hersveinn Öngstræti Louise Doughty Stjörnurnar á HM Illugi Jökulsson Íslenskar þjóðsögur 38 viðhorf Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.