Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 06.06.2014, Blaðsíða 4
 Arkitektúr DeiliskipulAg og byggingAr Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs 11. 8 milljarðar 11,8 milljarðar Handbært fé Fyrstu 4 mánuði 2014 Ríkissjóður veður FöstuDAgur lAugArDAgur sunnuDAgur Hæg breytileg átt eða Hafgola. Hiti 12 til 20 stig. Höfuðborgarsvæðið: Hægviðri eða Hafgola og léttskýjað. breytileg átt eða Hafgola, léttskýjað og 12 til 22 stiga Hiti. Höfuðborgarsvæðið: Hægviðri eða Hafgola og léttskýjað. Hægviðri, og þykknar smám saman upp. áfram Hlýtt í veðri. Höfuðborgarsvæðið: Hægviðri eða Hafgola og skýjað með köflum. má jafnvel tala um hitabylgju um helgina sólríkt og hlýtt um helgina jafnvel svo að við getum talað um hitabylgju. víða við sjávarsíðuna er þó viðbúið að hafgolan kæli niður um miðjan dag og því er hlýjast í innsveitum en við austurströndina má búast við þokulofti. Það er því viðbúið að margir bregði undir sig betri fætinum þessa fyrstu ferðahelgi sum- arsins. 15 16 17 16 16 15 16 17 16 15 14 14 16 14 13 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is Í fréttaskýringu Fréttatímans í síðustu viku kom fram að gamla deiliskipulagið við Aust- urhöfn væri á skjön við breyttar áherslur borgarinnar í dag og þær hugmyndir sem nýtt aðalskipulag vill endurspegla. Arkitektastofan T.ark er hluthafi í fasteignafyrir- tæki sem á eina lóð af fjórum við Austurhöfn. Halldór Eiríksson, arkitekt og einn eiganda T.ark, er ekki sáttur við ummæli sviðs- stjóra umhverfis-og skipulagssviðs borgarinnar um deiliskipulagið og er ekki sammála Hilmari Þ. Birgissyni arkitekt um að óvenju- legt verklag á byggingarreitunum hvetji til hagsmunaárekstra. borgin eigandi lóðanna frá 2009 til 2013 Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri um- hverfis- og skipulagssviðs Reykja- víkurborgar, sagði í greininni að erfitt væri að fella gamalt deili- skipulag úr gildi. Alltaf þurfi að fara í samningaviðræður við lóðar- hafa til að gera breytingar á deili- skipulagi. Það hafi nú verið gert og byggingarmagn í kjölfarið lækkað. Halldór segir þessi ummæli ekki gefa rétta mynd af ástandinu. Borgin, ásamt ríki, hafi verið eini eigandi lóðanna frá hruni, 2009 til 2013. „Þessi gagnrýni stenst enga skoðun því deiliskipulagið við Austurhöfn var gert í samvinnu við Portus, þáverandi fyrirtæki Björgólfs Guðmundssonar, og var samþykkt árið 2006. Þegar Portus fór á hausinn yfirtóku ríkið og borgin fyrirtækið. Svo það voru ríkið og borgin sem áttu þessar lóðir alveg þangað til núna í vetur þegar þær voru seldar, án þess að gera nokkrar breyt- ingar á byggingarmagni eða hæð húsanna. Svo það hefur aldrei neinn lóðareigandi komið að samningum um bygg- ingarmagn á svæðinu. Þetta byggingarmagn er svo sannarlega barn síns tíma en hafi einhver póli- tískur vilji verið til að minnka þetta byggingarmagn þá hefur það vald legið hjá borginni, sérstaklega eftir hrun þegar hún átti helmings hlut af þeim,“ segir Halldór og bendir auk þess á að það hafi verið T.ark sem hafi haft frumkvæðið að lækkun bygginganna við hlið Hörpu, en ekki borgin. aukin ábyrgð arkitekts sem einnig er lóðareigandi Hilmar Þ. Birgisson arkitekt sagði í greininni hluta vandans við Aust- urhöfn mega rekja til óvenjulegs verklags á lóðunum þar sem hönn- uðir bygginganna væru í sumum tilfellum einnig eigendur lóðanna. Halldór er ekki sammála þessari fullyrðingu. „Arkitektar eru eðli málsins samkvæmt fjárhagslega háðir verkefnum sínum, hvort sem þeir eru ráðgjafar eða hluti eigendateymisins. Það að arki- tektinn sé líka verkkaupinn gefur honum einmitt sterkari rödd inn í ákvarðanatöku verksins, til viðbót- ar við hans eigin metnað gagnvart verkinu, og hlutverki hans eins og Hilmar lýsir því. Ég veit ekki til annarra dæma þar sem lóðarhafi hafi óskað eftir því að bygging sé lækkuð,“ segir Halldór. „Þar að auki getur arkitekt í þessari stöðu síður haldið því fram að lóðarhafi hafi þvingað hann sem arkitekt til að gera eitt né neitt. Þessari stöðu fylgir í raun aukin ábyrgð.“ framtíðarsýn t-ark Á reitnum sem T-ark hannar og byggir á mun rísa hótel og íbúðar- hús sem eiga að tengja Hörpu við borgina. „Við viljum ekki að Harpa standi eins og eyland í borginni og við erum að reyna að nálgast borgina með því að trappa stærðina niður frá Hörpu, en stærðin er ekki meiri en svo að hótelið við Hörpu verður í hliðstæðri hæð og Hótel Borg. En þetta deiliskipulag heldur svo auð- vitað áfram í öðrum reitum, hinum megin við Geirsgötuna, sem ég veit ekki hvernig mun líta út,“ segir Halldór sem er ekki hrifinn af því að byggja í gömlum stíl. „Fyrir kosningar voru einhverj- ir að tala um timburhúsabyggð á hafnarbakkanum. Þá stæði Harpa eins og kastali yfir Þyrni- rósardal sem aldrei var. Svo má ekki gleyma Tollhúsinu, Hafnar- húsinu og Seðlabankanum. Það er búið að rjúfa tengslin við Kvosina frá hafnarbakkanum á þessu svæði fyrir löngu og það er líka hluti af okkar sögu. Auðvitað á að vernda og gera upp gömul hús en þú byggir ekki gömul hús. Það er mjög rómantískt að búa til þá- tíðina og Jónas frá Hriflu var mjög duglegur við það í sinni sögu- skoðun en mér finnst ekki að við eigum að fara þá leið. Við teljum að arkitektúrinn eigi ávallt að endurspegla sinn tíma.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Byggingar við Austurhöfn munu endurspegla nútímann Halldór eiríksson arkitekt hjá t.ark, sem á hlut í einni lóð af fjórum við austurhöfn, segir borgina ekki gefa rétta mynd af ástandinu við höfnina. Það séu ekki núverandi lóðaeigendur sem hafi hindrað breytingar á deiliskipulagi heldur borgin sjálf, sem átti lóðirnar frá hruni og þar til nýlega. Halldór eiríksson, arkitekt hjá t-ark. „Það er búið að rjúfa tengslin við kvosina frá hafnarbakk- anum á þessu svæði fyrir löngu og það er líka hluti af okkar sögu. auðvitað á að vernda og gera upp gömul hús en þú byggir ekki gömul hús,“ segir Halldór eiríksson, arkitekt hjá t- ark, sem á hlut í reitnum við hlið Hörpu. nýtt borgarsögusafn vígt reykvíkingar hafa eignast nýtt safn sem fengið hefur nafnið borgarsögusafn reykjavíkur en undir það heyra söfnin og sýningarnar: Árbæjarsafn, landnámssýningin aðalstræti, ljósmyndasafn reykjavíkur, sjóminjasafnið í reykjavík og viðey. tilgangur og markmið borgar- sögusafns reykjavíkur er að varðveita og rannsaka menningarminjar í reykjavík og miðla þekkingu um sögu og lífskjör íbúanna frá upphafi byggðar til nútímans. starf safnsins miðar að því að glæða áhuga, skilning og virðingu fyrir sögu höfuðborgarinnar og að tryggja að allir hafi aðgang að menningararfi hennar, að því er fram kemur í tilkynningu. -sda greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 liggur fyrir og var handbært fé frá rekstri jákvætt um 11,8 milljarða króna en var neikvætt um tæpa 4 milljarða króna á sama tímabili árið 2013, að því er fram kemur á síðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. inn- heimtar tekjur hækkuðu um 30,1 milljarð króna milli ára en greidd gjöld jukust um 16,5 milljarða króna. greiðslu- uppgjörið gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. -jh vöruskipti í maí hagstæð um 2,4 milljarða samkvæmt bráðabirgða- tölum fyrir maí var útflutningur 50,3 milljarðar króna og innflutningur tæpir 48 milljarðar króna. vöru- skiptin í maí voru því hag- stæð um tæpa 2,4 milljarða króna, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. *ATH. takmarkað magn á einstökum vörum. sala@nyherji.is // 569 7700 Bleksprautuprentarar, fjölnotaprentarar, laserprentarar, ljósritunarvélar og teikningaprentarar. Prentaradagar Allt að 40% afsláttur* 4 fréttir Helgin 6.-8. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.