Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 8

Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 8
Fyrsta skóflu- stungan að Norðurljósa- rannsóknar- stöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin á mánudaginn. Ljósmynd/Utan- ríkisráðuneytið.  Háloftafyrirbæri „Galin“ HuGmynd Einars bEn orðin að vErulEika Norðurljósarannsóknar- stöð rís á jörðinni Kárhóli Fyrsta skóflustungan tekin að húsi stöðvarinnar. Það mun hýsa tæki og vinnuaðstöðu fyrir vísindamenn auk gestastofu fyrir ferðamenn. v eit duftsins son nokkra dýrlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Þannig hefjast Norðurljós Einars Benedikts- sonar og kunn er sú saga að skáldið og athafnamaðurinn hafi viljað selja þetta náttúru- undur á myrkum himni. Það þótti framúrstefnulegt en óraunhæft á sínum tíma, en svo er ekki lengur. Ferða- menn streyma til Íslands til að sjá himnana dansa. Nú nægir hins vegar ekki að skoða norðurljósin, þau á líka að rannsaka. Fyrsta skóflustunga að Norðurljósa- rannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal í Þingeyjarsveit var tekin á mánudaginn en upp- bygging stöðvarinnar er liður í samkomulagi milli Rannís og Heimskautastofnunar Kína í Shanghæ, að því er utanríkisráðuneytið greinir frá. Íslensk sjálfseignarstofnun, Aurora Observatory sem stofnuð var á síðasta ári, mun annast uppbyggingu og rekstur allrar aðstöðu á Kárhóli en stofnaðilar eru At- vinnuþróunarfélag Þingey- inga og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuefling Þingeyjarsveitar, Kjarni ehf og Arctic Portal, að því er segir á síðu ráðuneytisins. Byggð verður rúmlega 700 fermetra bygging sem hýsa mun rannsóknartæki og vinnuaðstöðu fyrir vísinda- menn auk gestastofu fyrir ferðamenn með sýningar- rými og litlum ráðstefnusal til kynningar á norðurljósunum og öðrum háloftafyrirbærum. Rannsóknarstarfsemi hófst haustið 2013 en starfsemi stöðvarinnar útvíkkar frekar þær mælingar sem þegar eru stundaðar hér á landi þar sem fyrirhuguð tæki og búnaður geta gefið ítarlegri upplýsing- ar um eiginleika norðurljósa en núverandi búnaður. Ýmsar stofnanir geta tekið þátt í rannsóknum stöðvar- innar, m.a. Veðurstofa Ís- lands, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands og Heimskautastofn- unin, stofnun um jarðvísindi í Kína, vísinda- og tæknihá- skóli Kína auk annarra þar- lendra stofnana. Af þessu tilefni segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á síðu ráðu- neytisins að alþjóðlegt sam- starf íslenskra mennta- og vís- indastofnana sé mikilvægur þáttur í stefnu stjórnvalda um þekkingaruppbyggingu og vísindasamstarf í málefnum norðurslóða. Í framhaldi af skóflustung- unni var haldið tveggja daga málþing á Akureyri, þar sem vísinda- og fræðimenn frá Norðurlöndunum og Kína, auk fulltrúa ríkja Norður- skautsráðsins fjölluðu um málefni norðurslóða. Kastljós Ríkisútvarpsins greindi frá því í október síð- astliðnum að sveitarfélög og opinber fyrirtæki á Norður- landi hefðu gengið inn kaup- samninga fyrirtækis Halldórs Jóhannssonar, talsmanns kínverska fjárfestisins Hu- angs Nubo, á Kárhóli. „Fyrir- tækið hafði keypt jörðina fyrir ári ásamt kínverskri heim- skautastofnun en ekki staðið við greiðslur,“ sagði á vef Ríkisútvarpsins í endursögn af umfjöllun Kastljóss. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Norðurljós yfir Grundarfirði. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages Sumar 18 19. - 24. ágúst Brussel & Brugge Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Brussel er um margt merkileg menningarborg og á sögu allt aftur til 10. aldar. Skoðum glæsilegar byggingar og njótum lífsins á Grand Place torginu. Heimsækjum Brügge sem var löngum ein aðal hafnarborg landsins og njótum náttúrufegurðar við Maas ána, ásamt því að skoða dropasteinshella. Verð: 128.200 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus Allar skoðunarferðir innifaldar! Sp ör e hf . Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir PI PA R\ TB W A -S ÍA Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið Smellugas Einfalt, öruggt og þægilegt! Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar sækir Ísland heim síðar í mánuðinum. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty  stjórnsýsla Góðir GEstir á lEiðinni Viktoria prinsessa í heimsókn Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og eiginmaður hennar, Daníel prins, eru væntanleg hingað til lands í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, dagana 18. og 19. júní. Krónprinsessan og föru- neyti hennar mun eiga samverustund með Ólafi Ragnari og Dorrit Moussa- ieff forsetafrú, fá kynningu á íslensku tónlistarlífi og menningu í Hörpu, heim- sækja Hellisheiðarvirkjun og fyrirtækið Össur auk þess að fara í hvalaskoðun á Húsavík. Þá býður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra þeim til hádegisverðar. Í fréttatilkynningu frá for- setaembættinu kemur fram að á undanförnum árum hafi ríkisarfar Noregs og Danmerkur heimsótt Ísland í boði Ólafs Ragnars. Með þessari heimsókn Viktoríu krónprinsessu hafa því allir ríkisarfar Norðurlanda sótt Ísland heim. 8 fréttir Helgin 6.-8. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.