Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Síða 8

Fréttatíminn - 09.05.2014, Síða 8
GREIÐSLUR ÚR LÍFEYRISSPARNAÐI HVAÐ BER AÐ HAFA Í HUGA? Við bjóðum þér á fræðslufund í Arion banka, Borgartúni 19, þriðjudaginn 13. maí kl. 17.30. Fyrirlesari er Helga Sveinbjörnsdóttir, sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Arion banka. Meðal atriða sem farið verður yfir á fundinum: Reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar Skattaleg meðferð lífeyrissparnaðar Samspil útgreiðslna Tryggingastofnunar og lífeyrissjóða Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund og verður boðið upp á léttar veitingar. Allir velkomnir SKRÁNING Á ARIONBANKI.IS M álþing um framfærslu barna sem búa á tveimur heimilum verður haldið í dag, föstudag. Að málþinginu standa fjögur félög sem öll berjast fyrir réttindum barna sem búa á tveimur heimilum en það eru Samtök meðlagsgreiðenda, Félag einstæðra foreldra, Félag stjúp- fjölskyldna og Félag um foreldra- jafnrétti. Þetta er í fyrsta sinn sem félögin fjögur starfa saman. Einstæðir foreldrar fá ekki viðurkenningu í kerfinu Birgir Grímsson, hjá Félagi um foreldrajafnrétti, segir að þegar komi að barnalögum hafi kerfið ekki þróast í samræmi við breyt- ingar í samfélaginu. Hann bendir á að þrátt fyrir nýlegar breytingar á barnalögum, sem allar hafi verið til bóta, sé enn talsverð skekkja í kerfinu. Sem dæmi um skekkju tekur Birgir sjálfan sig sem dæmi en hann er deilir forræði með barnsmóður sinni en er ekki skráður fyrir lögheimili barnanna. „Ég, sem einstætt foreldri sem ekki er skráð fyrir lögheimili barnanna, þarf að borga tvöfaldan kostnað, meðlag og eigin kostnað vegna dvalar barnanna hjá mér aðra hverja viku. Ég fæ engar barnabætur eða neina viðurkenn- ingu frá ríkinu á því að ég taki þátt og sinni mínu forsjárhlut- verki. Sama í hvað samskiptum ég á við aðila í kerfinu eða utan þess, t.d. banka, þá kemur hvergi fram á pappír að ég eigi börn og þurfi að framfleyta þeim þegar þau eru hjá mér. Hvort sem ég þarf að sækja um leigu á húsnæði með fjölda herbergja samkvæmt fjölda minna barna, greiðsluað- lögun, námslán, atvinnuleysis- bætur, styrk eða lán.“ Birgir segir einstætt foreldri í raun alltaf mæta höfnun á sínu hlutverki sem for- eldri og er líkt og fleiri ósáttur við þau skilaboð. Hann vill meina að núverandi kerfi skapi vandamál í stað þess að leysa þau. Það eru börnin sem tapa Guðný Björk Eydal, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, heldur ásamt Hilmari Heimissyni, MA nema, erindi á málþinginu um opinberan stuðn- ing og stöðu foreldra sem ekki búa saman. Guðný tekur undir það að kerfið hafi ekki þróast í samræmi við aðrar breytingar í löggjöf og samfélagi. Hún bendir á að þrátt fyrir sterka áherslu lög- gjafans á rétt barns til umönnunar beggja foreldra sem birtist t.d. í fjölskyldulöggjöfinni og fæðingar- orlofslögum þá hafi engar breyt- ingar orðið á meðlagskerfinu né stuðningi við þá foreldra sem ekki deili lögheimili með barni sínu. Birgir bendir á mikilvægi þess að hugað sé að hagsmunum barna hvað varðar framfærslumálin. „Á endanum eru það auðvitað börnin sem tapa á þessu. Ef að samfélagið lítur framhjá sínu mikilvæga hlut- verki í að passa upp á hagsmuni barna þá endar það með því að börnin fá minni umönnun hjá for- eldrum sem geta ekki veitt þeim tækifæri vegna til dæmis bágrar fjárhagsstöðu. Það barn lendir kannski á glapstigum seinna meir og verður fyrir vikið dýrara fyrir samfélagið.“ Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms-og kirkjumálaráðherra, skipaði á sínum tíma nefnd sem falið var að endurskoða ákvæði barnalaga um framfærslu barna, með það fyrir augum að kanna hvort núgildandi fyrirkomulag þjónaði hagsmunum barna og for- eldra með sanngjörnum hætti. Nefndin skilaði tillögum sínum að umfangsmiklum breytingum á lög- unum með frumvarpi og greina- gerð árið 2010 en það hefur ekki enn verið kynnt á Alþingi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Skilnaðir Málþing uM fraMfærSlu barna SeM búa á tveiMur heiMiluM Mikil skekkja í kerfinu þegar kemur að hagsmunum skilnaðarbarna Engar breytingar hafa orðið á meðlagskerfinu né stuðningi við þá foreldra sem ekki deila lögheimili með barni sínu þrátt fyrir sterka áherslu löggjafans á rétt barns til umönnunar beggja foreldra. Þessi mál og fleiri sem viðkoma réttindum skilnaðar- barna verða rædd á málþingi í Öskju í dag. Birgir Gríms- son, formaður Félags um foreldrajafn- rétti, segist koma alls staðar að lok- uðum dyrum sem einstætt foreldri. Í dag verður haldið málþing í Öskju um framfærslu og réttindi barna sem búa á tveimur heimilum. Að þinginu standa Samtök meðlagsgreiðenda, Félag einstæðra foreldra, Félag stjúpfjölskyldna og Félag um foreldrajafnrétti. Þetta er í fyrsta sinn sem félögin fjögur starfa saman. Mynd Getty Guðný Björk Eydal, prófessor við félagsráðgjaf- ardeild Háskóla Íslands, segir kerfið ekki hafa þróast í samræmi við aðrar breyt- ingar í löggjöf og samfélagi. 8 fréttir Helgin 9.-11. maí 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.