Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Page 18

Fréttatíminn - 09.05.2014, Page 18
Hún hefur líklega hugsað með sér að það mætti eitt- hvað nýta meira þessa stelpu sem alltaf var að kvarta og koma með hugmyndir að umbót- um. É g fór fljótt að flytja fréttir af borgarmálunum eftir að ég byrjaði á fréttastofu Sjónvarps fyrir fjórtán árum. Það var bara á fyrstu vikunum sem vaktstjóri sagði mér, bara í góðlátlegu gríni til að ég áttaði mig betur á aðstæðunum, að það hefði borist símtöl vegna fréttanna minna þar sem ýmist væri verið að kvarta undan nýja Heimdellingnum eða nýju vinstri konunni,“ segir Rakel Þorbergsdóttir, nýr fréttastjóri RÚV. „Ég fór fyrst í flækju og tók þetta aðeins inn á mig en reyndari fréttamenn bentu mér á að það væri bara gott að pólitík- usar bæði til vinstri og hægri væru að kvarta og það þýddi líklega að ég væri að gera eitthvað rétt.“ Við mælum okkur mót á kaffihúsi í nágrenni við Útvarpshúsið í Efsta- leiti og Kaffitár í Kringlunni verður fyrir valinu, snemma um morguninn þegar við reiknum varla við því að þar sé sála. Engu að síður rekumst við á hóp fréttaljósmyndara á Kaffitári sem greinilega fengu sömu hugmynd. Þeir standa upp og óska Rakel til hamingju með stöðuhækkunina enda aðeins um þrjár vikur síðan hún var ráðin. Afi kveikti áhugann Rakel er fædd á Akureyri, er uppal- in bæði þar og í Reykjavík en býr nú í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum, Ragnari Santos sem er framleiðandi á RÚV, og tveimur börnum þeirra. Hún útskrifaðist með BA gráðu í stjór- nmálafræði frá Háskóla Íslands auk diplómagráðu í hagnýtri fjölmiðlum og meistaragráðu í ljósvakafjölmiðlun frá Emerson College í Boston. „Um tví- tugt var ég búin að ákveða að ég vildi starfa við fjölmiðla og ég fór í stjór- nmálafræði því mér fannst það svo góður grunnur. Hagnýta fjölmiðlunin kom svo í beinu framhaldi af því. Fjöl- miðlar fannst mér virka sem fjölbreytt- ur og spennandi vettvangur. Ég er forvitin að eðlisfari, afskaplega félags- lynd og hef gaman af fólki. Föðurafi minn hafði mikinn áhuga á pólitík og við vorum nokkur barnabörnin sem héngum á hverju orði hans. Ég held því að áhugi á pólitík og samfélagsmál- um hafi kviknað þar. Mig langaði þó aldrei að taka sjálf þátt í pólitík heldur finnst gaman að spá í hana og fylgjast með af hliðarlínunni.“ Hún fékk sitt fyrsta starf í fjöl- miðlum sem sumarstarfsmaður á Morgunblaðinu árið 1997 en var boðið að starfa áfram og var hún þar í hálft annað ár, bæði í innlendum fréttum og fólki í fréttum. „Um haustið var Pétur Blöndal fenginn til að taka yfir Fólk í fréttum og við gerðum ýmsar breyt- ingar. Áður höfðu bara verið þýddar erlendar slúðurfréttir en við fórum að taka viðtöl við tónlistarmenn og leikara. Það var gaman að vinna með Pétri í því.“ Eins spennandi og það var að vinna á dagblaði heilluðu ljósvakamiðlarnir Rakel og því hélt hún til Boston til að sérhæfa sig á því sviði. „Þetta var virkilega vel útbúinn skóli. Við héldum úti útvarpsstöð sem var með hlustun í þremur ríkjum Bandaríkjanna og um 300 manns hlustuðu á daglega. Við nemendurnir sáum um að vinna fréttir, vorum með sjónvarpsstúdío og vorum með útsendingar á háskólasvæðinu. Þetta var mjög hagnýt reynsla og allt aðrar aðstæður en hafa verið til staðar í námi hér heima.“ „Hver er Þorbergur?“ Kári Jónasson, þáverandi fréttastjóri, Tilbúin í ólgusjóinn Rakel Þorbergsdóttir ákvað strax um tvítugt að hún vildi starfa við fjölmiðla og hóf því nám í stjórnmála- fræði sem hún taldi góðan grunn. Hún segist vissulega hafa fundið fyrir því að hagsmunaaðilar reyni að hafa áhrif á fréttaflutning en lítur á það sem hlutverk sitt að láta ekki undan slíkum þrýstingi. Rakel segir fréttamenn RÚV framleiða of mikið miðað við hversu fáir þeir eru og hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig breyta megi áherslum og vinnulagi. réði Rakel sem sumstarfsmann á fréttastofu Útvarps árið 1999, hún fór aftur út um veturinn til að klára námið og í ársbyrjun 2000, þegar hún var alkomin heim, réði Bogi Ágústsson hana inn á fréttastofu Sjónvarps þar sem hún hefur verið síðan. „Stundum myndast öðruvísi andrúmsloft á RÚV en öðrum miðlum því maður er að vinna á miðli sem er í eigu almennings og almenn- ingur er duglegur að hringja inn og láta okkur vita ef honum finnst við vera á villigötum en það er líka fólk sem hringir til að hrósa okkur,“ segir Rakel. Þó mikið hafi gustað um frétta- stofu RÚV síðustu misseri er það alls ekkert nýmæli og þegar Rakel hóf þar störf var fréttastof- an af sumum kölluð Bláskjár, með vísan í að þeim fannst hún vera hliðholl Sjálfstæðisflokknum. Um svipað leyti og Rakel var ráðin hafði ennfremur verið fjallað um nýráðningar ungmenna sem tengdust Heimdalli og voru ýmsir með efasemdir um slíkt. „Ég var aðeins búin að vinna þarna í nokkra daga þegar einn af reynsluboltunum gekk þétt upp að mér og spurði: „Hver er Þor- bergur?“ Þetta kom mér algjör- lega í opna skjöldu og ég áttaði mig fyrst ekkert á því hvað hann væri að tala um en skildi síðan að hann var að meina pabba minn. Ég svaraði því eitthvað á þá leið að hann væri bara almúgamaður frá Akureyri, en þarna áttaði ég mig á stemningunni. 18 viðtal Helgin 9.-11. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.