Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Síða 29

Fréttatíminn - 09.05.2014, Síða 29
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR það alveg því það er keppt í því hvernig þú lítur út og það er það sem fólk sér á sjálfan keppnis- daginn. En það sem fólk áttar sig oft ekki á er hversu mikil vinna liggur á bak við útlitið og það er auðvitað verið að keppa í því líka,“ segir Jóna. Ólíkt vaxtarrækt þar sem konur eru berfættar á sviðinu og án annara fylgihluta en bik- inís eiga konur að punta sig upp fyrir fitness. Þær eiga helst að vera með skartgripi, vel farð- aðar, með greitt hár og á háum hælum. Í módelfitnessi er enn meiri áhersla lögð á þennan þátt. „Allt puntið finnst mér eigin- lega vera erfiðasti hlutinn við þetta. Sumum stelpum finnst það alveg æðislegt og upplifa daginn sem einhvern prins- essuleik, en mér finnst þetta bara vera vesen enda hef ég alltaf verið algjör strákastelpa. Það sem mér finnst svo yndis- legt við vaxtarræktina er að þú þarft ekkert að spá í þetta þar.“ Brúnkusprey og sílikon Eitt af því sem vekur forvitni leikmanna þegar kemur að fit- nesskeppnum er hversu brúnir þátttakendurnir eru, en Jóna bendir á að brúnkan hafi sinn tilgang og sé ekki til þess gerð að gera fólk fegurra. „Þetta er sérstök keppnisbrúnka sem er sett á daginn fyrir keppnina með það fyrir augum að láta vöðvana njóta sín betur. Vöðvaskilin njóta sín bara ekki jafn vel á náfölum líkömum. Sílikonbrjóst eru líka mjög algeng í fitnessinu en þau eru þó ekki skylda eins og háu hælarn- ir, förðunin og skartið. „Sílikon- ið hefur aukist í fitnessinu en það hugsa ég að sé vegna sam- félagslegrar pressu. Við konur erum auðvitað jafn misjafnar og við erum margar, sumar halda sínum stóru brjóstum þrátt fyrir allar æfing- arnar á meðan aðrar missa þau alveg. Á grönnum konum þá eru það oft- ast brjóstin sem eru fyrst til að hverfa þegar þær byrja að æfa svona mikið. Brjósta- stærð á ekki að hafa áhrif á stigagjöf en auð- vitað gera brjóst þig kvenlegri og ef þú horfir á heildarútlit manneskju sem er ekki með nein brjóst þá getur það minnkað stigagjöfina. Þess vegna setja konur púða í brjóstahaldarann ef þær eru ekki með sílíkon.“ Jóna er sjálf með sílikon í brjóstunum en lét setja það í áður en hún fór að keppa í fitness. „Ég hef alltaf verið mjög grönn og missti brjóstin við það að eiga börnin mín, þau voru bara orðin að tepokum. Það var reyndar mjög erfið ákvörðun fyrir mig og ég held að ég hafi farið þrisvar í viðtal til lýtalækn- isins áður en ég tók ákvörðun um að þora. Á endanum setti ég B- stærð í og fékk þá aftur brjóst eins og ég var með þegar ég var táningur. Ég vildi ekki hafa þau of stór þar sem ég er mikið í íþróttum og hef gaman af því að hlaupa og vil ekkert hafa þau of mikið fyrir mér,“ segir Jóna og hlær. Guð dæmir ekki Jóna segir óneitanlega margar siðferðislegar spurningar vakna þegar þessir tveir heimar skarist, trúin og vaxtarræktin. Á konan að vera eins og guð skapaði hana? Eða eru inn- grip í náttúruna guði þókn- anleg? „Það eru allskyns inngrip í náttúruna í dag og það er bara gangur lífsins. Fólk má gera það sem því sýnist svo lengi sem það er sátt við sjálft sig og skaðar ekki aðra. Hvort sem það er að taka lyf, fara í lýtað- gerð eða í fóstureyðingu. Ef konur vilja fá sér síli- kon til að verða sáttari við sjálfar sig þá get ég ekki ímyndað mér að guð dæmi þær fyrir það. Það verða allir að fá að lifa í sátt við sjálfa sig. Læknavísindin hafa þróast með okkur og við grípum stöðugt í gang náttúrunnar, jafnvel þegar við notum einfalt lyf eins og pensilín. Hver og einn verður bara að fylgja sinni sannfæringu og við erum ekki í neinni aðstöðu til að dæma fólk án þess að þekkja forsögu þess. Það hefur enginn rétt til þess, ekki einu sinni guð.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hér fagnar fjölskyldan stúdentsprófi Irmu Óskar, sem hefur fetað í fótspor móður sinnar í fitnessinu en hún lenti í öðru sæti í unglingaflokki á Íslandsmeistarmótinu. viðtal 29 Helgin 9.-11. maí 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.