Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Síða 30

Fréttatíminn - 09.05.2014, Síða 30
Stig til ÍSlandS eftir þjóðum frá árinu 2000 Noregur 74 Finnland 56 Danmörk 54 Svíþjóð 50 Ungverjaland 41 Eistland 37 Malta 36 Lettland 26 Bretland 20 Sviss 20 Írland 19 Ísrael 19 Portúgal 19 Slóvenía 17 Þýskaland 14 Holland 13 Litháen 13 Belgía 11 Kýpur 11 Rúmenía 10 Spánn 10 Tyrkland 10 Andorra 8 Króatía 8 Grikkland 7 Hvíta Rússland 7 Albanía 6 Slóvakía 6 Armenía 5 Búlgaría 5 Ítalía 5 Mónakó 5 Rússland 5 Svartfjallaland 5 Úkraína 4 Moldóva 3 Tékkland 3 Makedónía 2 Bosnía & Herzegóvína 1 Frakkland 1 Georgía 1 Aserbaídsjan 0 Austurríki 0 San Marínó 0 Serbía 0 Ísland er uppáhald Ungverja í Eurovision Á hverju ári þegar þjóðin sest fyrir framan sjónvarps-skjáina og horfir af mikilli þjóðrækni á landa sína taka þátt í Eurovision koma upp umræður um hvort stigagjöfin sé nú sanngjörn. Við erum alltaf með besta lagið en vinnum aldrei! Kjósa austantjalds- þjóðirnar ekki bara aðrar austan- tjaldsþjóðir og Norðurlandabúar frændur sína? Af hverju fáum við aldrei stig frá Austurríkismönnum og hvað hafa Frakkar á móti okkur? Danski Eurovisionáhugamaður- inn og tölfræðispekúlantinn, lög- fræðingurinn Lars Bo, spurði sjálf- an sig sömu spurninga (kannski ekki þessara um Ísland... en allavega) og ákvað að leggjast yfir stigagjöfina í Eurovision frá árinu 2000 og leyfði Fréttatímanum að njóta góðs af grúski sínu. Lars Bo komst að því að flest lönd í keppninni gefa nágranna- þjóðum sínum hlut- fallslega flest stig að jafnaði. Hins vegar sé grundvallarmunur á því hvernig stigagjöf sé háttað í Vestur- Evrópu og Austur- Evrópu. Þjóðir í Vestur-Evrópu virðast ósjaldan eiga uppáhalds- lag sem kemur frá landi í Austur- Evrópu á meðan Austur- Evrópu- lönd haldi frekar með lönd- um úr Austur- Evrópu. Tölfræðin sýnir svart á hvítu að nágrannaþjóðirnar kjósa næstum alltaf hvor aðra – og gefa hvor annarri yfirleitt mörg stig. Dæmi um þetta er Bosnía & Her- zegóvína. Ef settur er upp topp-10 listi yfir þær þjóðir sem B&H hefur gefið flest stig má sjá fjölmargar ná- grannaþjóðir. Hið sama gildir hins vegar einnig um Vestur-Evrópu- lönd. Á topp-10 lista Noregs, til að mynda, má sjá Danmörku, Svíþjóð, Ísland, Bosníu & Herzegóvínu, Tyrkland, Serbíu, Þýskaland, Finn- land, Rúmeníu og Lettland. Þegar skoðað er hvaða þjóðir hafa gefið Íslendingum hvað flest stig má sjá að við skorum nokkuð hátt á topp-10 lista nágranna okkar. Við erum hins vegar í efsta sæti hjá aðeins einni þjóð, sem er ekki einu sinni nágranni okkar, Ungverjum, sem halda greinilega mest af öllum þjóðum með Íslendingum. Frá alda- mótum höfum við fengið alls 41 stig frá Ungverjum (næsta á eftir hefur fengið 29) og erum því uppá- haldssönglagaland- ið þeirra Ungverja. Við verðum bara að vona að þeir bregðist okkur ekki á laugar- daginn. Norðurlanda- þjóðirnar hafa samt sem áður gefið okk- ur fleiri stig en Ungverjar. Þeir hafa einfaldlega gefið öðrum þjóðum en okkur enn fleiri stig. Flest stigin höfum við fengið frá frændum vorum, Norðmönnum, alls 74. Ef rýnt er í topp-10 lista þjóðanna með tilliti til þess hvað þær gefa okkur Íslendingum mörg stig má sjá að Norðurlandaþjóðirnar eru okkur sannarlega hliðhollar. Við erum í einu af fimm efstu sætunum hjá þeim öllum en auk þess erum við í uppáhaldi hjá Eystrasaltsþjóð- unum, Eistlandi og Lettlandi, auk þess sem smáríkið Malta virðist halda nokkuð með okkur. Þegar skoðað er hvaða þjóðum Íslendingar gefa stig kemur svo sem ekkert á óvart. Danir, Norð- menn, Svíar og Finnar raða sér í efstu fjögur sætin á topp-10 listan- um okkar. Þá koma Eistar, Frakkar, Rússar, Úkraínumenn, Grikkir og Ungverjar. Ef við skoðum hins vegar stiga- hallann, ef svo má að orði komast, þá má sjá að Danir eru stórskuld- ugir okkur Íslendingum. Við höfum gefið þeim 112 stig ein þeir okkur aðeins 54. Skuldin nemur alls 58 stigum. Við erum nokkurn veginn í jafnvægi við Norðmenn (skuldum þeim eitt stig) en Svíar skulda okkur 15 stig. Við skuld- um frændum okkar Finnum hins vegar heil 19 stig og þurfum við því fleiri en eina Eurovisionkeppni til að jafna það út. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Íslendingar hafa fengið flest stig frá Norðmönnum í Eurovisionkeppninni frá aldamótum en Ungverjar elska okkur meira en aðrar þjóðir. Danir skulda okkur hvorki meira né minna en 58 stig en við skuldum hins vegar Finnum 19 ef rýnt er í stigagjöfina í Eurovision á árunum 2000-2013. Aðeins fjórar þjóðir hafa aldrei á tímabilinu gefið okkur stig, þar á meðal Austurríkismenn. ÍSland á topp-10 liSta Ungverjaland 1 Svíþjóð 4 Eistland 7 Noregur 3 Lettland 10 Finnland 5 Malta 9 Danmörk 3 topp-10 liSti ÍSlandS 1 Danmörk 2 Noregur 3 Svíþjóð 4 Finnland 5 Eistland 6 Frakkland 7 Rússland 8 Úkraína 9 Grikkland 10 Ungverjaland Norðmenn eru líklegir til að fá fullt af stigum frá Íslendingum í ár sem önnur ár. Austurríkismenn hafa ekki gefið Íslandi eitt einasta stig í Eurovision frá aldamótum. Við höfum hins vegar gefið þeim 19 stig – spurning hvernig staðan verður eftir keppnina í ár. 30 úttekt Helgin 9.-11. maí 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.