Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Page 44

Fréttatíminn - 09.05.2014, Page 44
Góð leið til að fá vænan afslátt Gist á splunkunýju hóteli Það er víðar en hér á landi sem hóteleigendur eru stórhuga og reisa nýja gististaði. Hér eru nokkrir nýir af nálinni í borg- unum sem íslenskir túristar venja komur sínar til. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Þ að er ekki óalgengt að hægt sé að fá vænan afslátt á nýjum hótelum. Alla vega rétt á meðan starfsfólkið er að ná áttum í húsinu, iðnaðarmenn ljúka störfum og bókunardeildin lærir á markaðinn. Samkvæmt lauslegri athugun er hægt að gera ágætis kaup á gistingu á þessum fjórum hótelum sem eiga það eitt sameig- inlegt að þar hafa fáir eytt nóttinni. Á ferðavefnum Túristi.is má gera verðsamanburð á gistingu þessum hótelum og fleirum. Rétt við aðallestarstöðina í Kaup- mannahöfn stendur grátt háhýsi, Wake up. Hótelinu var ætlað að svara kalli ferðamanna eftir ódýrri gistingu í höfuðborginni og það virðist hafa gengið eftir því í síðustu viku opnaði nýtt útibú Wake up við Borgergade, stuttan spöl frá Kóngsins nýjatorgi. Sem fyrr er fókusinn er á ódýra gistingu í hjarta borgar- innar. Billegustu herbergin eru á tæpar átta þúsund íslenskar. www.wakepupcopenhagen.dk Wake up við Borgergade í Kaupmannahöfn. Lengi vel var starfræktur stúlknaskóli í virðulegri bygg- ingu rétt við Hötorget í miðborg Stokkhólms. Kynjaskipting í sænskum skólum heyrir hins vegar sögunni til og húsnæðinu hefur verið breytt í lúxus hótel sem ber heitið Miss Clara. Her- bergin eru flest með stórum gluggum og er mælst til þess að gestirnir gefi sér tíma til að setj- ast á púðana í gluggakistunni og horfa út breiðgötuna Sveavägen og kirkju Adolfs Friðriks. Í dag er Miss Clara ódýrasta fimm stjörnu hótelið í Stokkhólmi og kostar nóttin um þrjátíu þúsund krónur. www.missclarahotel.com Miss Clara við Hötorget í miðborg Stokkhólms. Fyrir fimmtán árum síðan var ekki algengt að hótel væru til húsa í hráum byggingum og innréttuðum með notuðum mubblum. Í dag þykir þetta hins vegar móðins, þökk sé stofnanda Ace hótelsins í Seattle. Í haust opnaði fyrsti evrópski gisti- staður Ace í Shoreditch hverfinu í London og þar halda menn tryggð við formúluna sem hefur fengið svo góðan hljómgrunn meðal ferðamanna síðustu ár. Þrátt fyrir rokkaraútlitið þá kostar sitt að búa á Ace hótelinu og nóttin er á um tuttugu og fimm þúsund krónur. www.acehotel.com/london Nýjasti gististaður spænsku hótelkeðjunnar Room Mate heiti Aitana og er til húsa á manngerðri eyju stuttan spöl frá aðallestarstöðina í Amsterdam. Herbergisgluggarnir ná frá hólfi niður í gólf í þessu glerháhýsi og útsýnið því gott, sérstaklega frá efstu hæðunum. Ódýrustu her- bergin eru á um sextán þúsund krónur. www.aitana.room­ matehotels.com Wake Up – ódýrt í miðborgKaupmannahafnar Miss Clara – fimm stjörnur í Stokkhólmi Ace – Vagg og velta í London Room Mate Amsterdam – Herbergisfélagi í Amsterdam Herbergisgluggarnir ná frá hólfi niður í gólf í Room Mate Amsterdam. Ace í Shoreditch hverfinu í London. 44 ferðalög Helgin 9.-11. maí 2014 í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, s ími : 564 5040 HJÓLATÖS KU R DOWNTOWN FARTÖLVU- TASKA ULTIMATE 6 STÝRISTASKA MESSENGER BAKPOKI SÖLUAÐILAR Ellingsen, Fiskislóð 1 Kría Hjól, Grandagarði 7 Markið, Ármúla 40 Útilif, Glæsibæ og Smáralind heimkaup.is Skíðaþjónustan á Akureyri BACK- ROLLER CLASSIC 12”pizza 2/álegg 1050 kr. Nýbýlavegi 32 S:577-5773 Salat með kjúklingi eða roastbeef 990 kr. Bátur mánaðarins 750 kr. 2x16” pizza 2/álegg 2980 kr. rennibraut og boltaland fyrir börnin Staður ölskyldunnar ! Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 60% þolenda segja ekki frá kynferðislegu ofbeldi á þeim tíma sem það á sér stað eða fljótlega á eftir.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.