Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Page 74

Fréttatíminn - 09.05.2014, Page 74
2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 Það lítur fyrir að þeir komi hingað aftur,“ segir Snorri Þórisson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Framleiðendur bandarísku sjón- varpsþáttanna Game of Thrones hafa enn og aftur sett stefnuna á Ísland. Fram undan eru tökur á fimmtu þáttaröðinni. „Það eru engar dagsetningar komnar á tökurnar en það er verið að stefna að þessu í haust,“ segir Snorri. Þetta verður í fjórða sinn sem tökulið Game of Thrones kemur hingað til lands. Í frétt á RÚV fyrir skemmstu kom fram að framleiðendur þáttanna hafi varið 825 milljónum króna hér á landi. Um þessar mundir er verið að sýna fjórðu þáttaröð Game of Thrones í sjónvarpi. Þætt- irnir hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi sýninga. Um og yfir fimm milljónir horfa á hvern þátt í Bandaríkjunum og allt upp í tæpar sjö milljónir þegar mest lætur. Ekki er langt síðan meðlimir ís- lensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar komu fram í gestahlutverki í þáttunum. -hdm  Sjónvarp pegaSuS undirbýr fjórðu heimSókn krúnuleikanna Tökulið Game of Thrones til Íslands í haust Ísland er fastur viðkomustaður við framleiðslu á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones. Tökur á fimmtu þáttaröðinni fara hér fram í haust. Þ etta er skemmtilegt handrit og ég fæ skemmtilega persónu svo þetta verður mjög gaman,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona. Ágústa Eva mun leika Línu langsokk í nýrri uppfærslu Borg- arleikhússins í haust. Rúmur áratugur er síðan Borgarleik- hússins setti síðast upp þessa sígildu sögu Astrid Lindgren. Þá fór Ilmur Kristjánsdóttir með hlut- verk Línu. Tuttugu árum fyrr lék Sigrún Edda Björnsdóttir Línu eftirminnilega í Þjóðleik- húsinu. „Ég sá aldrei Línu þegar ég var yngri enda fór ég ekki mikið í leikhús,“ segir Ágústa Eva. „En Sigrún Edda var samt mitt „idol“. Ég sá hana í Rympu á ruslahaugun- um og þá var hún geðveik.“ Ágústa Eva segist hafa lesið söguna um Línu langsokk til undirbúnings og getur ekki neitað því að hún samsvari sér aðeins með aðalpersónunni. „Við erum báðar rauðhærðar og flippaðar. Svo þegar ég les handritið finnst mér ótrúlega fyndið að margt sem hún gerir geri ég sjálf. Ég sé sjálfa mig rosa mikið í henni. Við erum báðar svolítið fyrir að koma öllu í uppnám og fylgjum ekki alltaf félagslegum venjum.“ Æfingar eru hafnar á Línu langsokki en stefnt er að frumsýningu 13. septem- ber í haust. Örn Árnason leikur skipstjórann, pabba Línu, og þau Kristín Þóra Haraldsdóttir og Sigurður Þór Óskars- son leika Önnu og Tomma. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir sem er sérstakt ánægjuefni fyrir Ágústu Evu. „Ég byrjaði að leika hjá henni í Leikfélagi Kópavogs fyrir einhverjum tíu eða tólf árum. Þá settum við upp Grimmsævintýrin. Vinnubrögðin verða því kunnugleg og mjög kærkomin. Það er skemmtilegt að koma aftur til hennar.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  leikhúS ÁgúSta eva leikur línu langSokk í borgarleikhúSinu Sé sjálfa mig rosa mikið í Línu langsokki Borgarleikhúsið setur Línu langsokk upp í haust. Ágústa Eva Erlendsdóttir fer með aðalhlut- verkið en meðal annarra leikara eru Örn Árnason og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Ágústa Eva segir að þær Lína eigi það sameiginlegt að fylgja ekki alltaf félagslegum venjum. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur Línu langsokk í uppsetningu Borgarleikhússins í haust. Hún sér sjálfa sig í aðalpersónunni. Ljósmynd/Hari Við erum báðar svo- lítið fyrir að koma öllu í uppnám og fylgjum ekki alltaf félagslegum venjum. Nýtt verk tónlistarmannsins Högna Egilssonar úr Hjaltalín verður opnunarverk Listahátíðar í Reykavík. Verkið verður flutt við Reykjavíkurtjörn fimmtudag- inn 22. maí klukkan 17.30. Verk Högna kallast Turyia og titillinn vísar til hugtaks úr austrænni heimspeki, sem felur í sér kjarna tilverunnar, hið full- komna vitundarstig manneskj- unnar. Verkið hverfist í kringum Tjörnina í Reykjavík en hægt verður að njóta verksins víða í miðborginni þar sem klukkur Hallgrímskirkju og Landakots- kirkju leika stórt hlutverk. Högni mun sjálfur stýra flutn- ingi verksins frá Tjörninni. Meðal annarra athyglisverðra viðburða á Listahátíð er nýtt verk bandaríska myndlistar- mannsins Matthews Barney. Það kallast River of Funda- ment. Um er að ræða mynd sem unnin var í samstarfi við tón- skáldið Jonathan Bepler og tók sjö ár í vinnslu. Hún er róttæk endursköpun á bókinni Ancient Evenings eftir bandaríska rit- höfundinn Norman Mailer, sem út kom árið 1983. Myndin er sex klukkustunda löng og verður sýnd aðeins einu sinni, hinn 27. maí í Laugarásbíói klukkan 17. Hún er bönnuð yngri en 18 ára og er ekki fyrir viðkvæma. Þá er rétt að minnast á sam- starf listamannsins Ragnars Kjartanssonar og Kjartans Sveinssonar tónlistarmanns, Der Klang der Offenbarung des Göttlichen. Því er lýst sem leikhúsi án leikara; verk sem drifið er áfram einvörðungu af magnaðri tónlist Kjartans og sérstæðum sviðs- og leikmyndum. Alls verða þrjár sýningar á verkinu í Borgarleik- húsinu, dagana 28., 29., og 30. maí klukkan 20. Allar nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni listahatid.is. Nýtt verk Högna flutt á Listahátíð Högni Egilsson frumflytur nýtt verk á Listahátíð í Reykjavík síðar í mánuðinum. Ljósmynd/Hari 74 dægurmál Helgin 9.-11. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.