Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 6

Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 6
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 HeilsuRÚM á DoRMAveRði KoMDu í DoRMA. við aðstoðum þig við að finna drauma- rúmið þitt! NAtuRe’s Rest heilsurúm 120x200 cM DoRMAveRð 79.900 Dýna, botn og lappir VeRðDæMi NAtuRe’s coMfoRt heilsurúm 160x200 cM DoRMAveRð 149.900 Dýna, botn og lappir VeRðDæMi Ólafur Darri Ólafsson leikari er verndari AHC samtakanna. Sunna Valdís Sigurðardóttir er eini einstaklingurinn á Íslandi sem hefur greinst með sjúkdóminn en aðeins 800 einstaklingar eru greindir í heiminum. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson  Heilbrigðismál sunna Valdís er eini íslendingurinn með aHC Heimildarmynd um Sunnu Valdísi og baráttuna við AHC Ágústa Fanney Snorradóttir kvikmyndagerðarkona vinnur nú að gerð heimildarmyndar um Sunnu Valdísi Sigurðardóttur og baráttu hennar og fjölskyldunnar við AHC-sjúkdóminn, í samstarfi við Sigurð Hólmar Jóhannesson, föður Sunnu Valdísar og formann AHC samtakanna. Ólafur Darri Ólafsson leikari verður sögumaður myndarinnar en hann er jafnframt verndari AHC-samtakanna á Íslandi. a HC sjúkdómurinn (Al-ternating Hemiplegia of Childhood) er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem aðeins 800 einstaklingar eru greindir með í heiminum. Sunna Valdís Sigurðar- dóttir, átta ára stúlka úr Reykjavík, er eini Íslendingurinn sem hefur verið greindur með sjúkdóminn. „Hugmyndin að myndinni kviknaði hjá mér og Sigurði, föður Valdísar Sunnu, fyrir nokkru en við höfðum áður unnið saman að kynningarmyndböndum um sjúkdóminn. Við gerð myndband- anna fengum við að kynnast því hversu öflugt tæki myndefni getur verið í að kynna og vekja athygli á þessu grafalvarlega málefni,“ segir Ágústa Fanney Snorradóttir kvik- myndagerðarkona sem vinnur að heimildarmynd um baráttu Sunnu Valdísar við AHC. Aðeins 800 einstaklingar í heiminum greindir Sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur en aðeins 800 einstaklingar eru greindir með hann í heiminum. Talið er að um 8000 einstaklingar beri hann án þess að vita af því. Sjúkdómurinn lýsir sér með lömun- arköstum þar sem einstaklingur- inn lamast öðru megin líkamans. Einnig fylgja köstunum krampar í útlimum, augntif og flogaveiki. AHC hefur mikil áhrif á daglegt líf sjúklings þar sem ýmiskonar áreiti kemur köstunum af stað. „Sjúkdóm- urinn er svo sjaldgæfur að við höfum farið einstaklega vel í það hvernig hann lýsir sér. Eftir að við byrjuðum að birta myndbönd á net- inu hafa foreldrar lang- veikra AHC barna haft samband og látið okkur vita að myndböndin hafi orðið til þess að börnin þeirra fengu rétta grein- ingu. Það hefur gefið okkur heilmikinn kraft til þess að halda áfram með verk- efnið og taka það skrefinu lengra. Lækning gæti verið á næsta leiti Ágústa segir ýmislegt nýtt hafa komið í ljós varðandi lækningu við sjúkdómnum hjá vísindamönnum í Bandaríkjunum og að þær fréttir hafi ýtt þeim af stað við gerð heim- ildarmyndar. „Stökkbreytingin í geninu var fundin og allt í einu var komin upp von um lyf við þessum hræðilega sjúkdómi sem dregur börn til dauða. Þegar ég fékk frétt- irnar átti ég ekki orð, það var svo ótrúlegt að heyra að nú sé allt í einu kominn upp smá möguleiki á að hægt verði að stöðva lömunarköst- in, kvalirnar og allt það hrikalega sem sjúkdómurinn veldur,“ segir Ágústa. „Það skortir fjármagn og það er ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að gera heimildar- mynd. Við ætlum okkur að dreifa henni um allan heim, bæði til að kynna sjúkdóminn, finna þá sem hafa verið ranglega greindir, og til þess að vekja athygli á málefninu.“ Ætlar að hjálpa til við að finna lækningu Ágústa segist vera að læra heilmikið í öllu ferlinu og að það hafi verið virkilega gefandi að leggja þessu málefni lið. „Þegar Siggi og fjöl- skylda höfðu fyrst samband við mig fyrir nokkrum árum varðandi myndbandsgerð fyrir samtökin, þá tók ég það verkefni að mér án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Ég var í kvikmyndagerðarnámi í Los Angeles og í frítíma mínum klippti ég til myndbönd fyrir samtökin. Ég fékk sent myndefni allsstaðar að úr heiminum af mismunandi börnum í hræðilegum köstum. Það gat verið mjög erfitt að fara í gegnum efnið, börnin voru öll sárkvalin, umvafin vanmáttugum fjölskyldum sem gátu ekkert gert til að stöðva köstin sem vörðu stundum í nokkra daga. Þetta tók heilmikið á og var meira en nóg til þess að ég ákvað að ég skyldi gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til við að finna lækningu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ágústa Fanney Snorra- dóttir kvikmyndagerðar- kona.  Fasteignir íbúðamarkaður HöFuðborgarsVæðis HeFur náð sér Fermetraverð hæst í miðborg og Sjálandshverfi Staðan á íbúðamarkaði markar endur- reisn en hann hefur náð sér næstum að fullu frá 2008, að því er fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics sem Ís- landsbanki lét vinna. „Byggingariðnaður- inn hefur tekið við sér og er mikið um íbúðir í smíðum og nýjar íbúðir seljast ágætlega,“ segir í tilkynningu bankans. Þar kemur fram að þótt íbúðamarkað- urinn sé í jafnvægi miðað við hlutfall íbúðaverðs og launa séu líkur til þess að íbúðaverð hækki meira á þessu ári. Því ráði væntingar um aukinn kaupmátt, stöðugt verðlag og svipað vaxtastig. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu tók vel við sér á árinu 2013 og hækkaði um 6,8% að nafnverði en um tæplega 8% í fjöl- býli. „Í Grandahverfi í vesturbæ Reykja- víkur hækkaði íbúðaverð um 13% á árinu 2013 og um sömu hlutfallstölu í Fossvog- inum (í Löndunum) samkvæmt skýrslu Reykjavík Economics. Hæsta verð á fermetra var, eins og undanfarin ár, í mið- borg Reykjavíkur (innan Hringbrautar og Snorrabrautar), eða 336 þúsund krónur,“ en áréttað er að þetta sé meðal- tal og að eignir séu mjög ólíkar í miðbæ Reykjavíkur. „Næst dýrasti fermetrinn á höfuðborgarsvæðinu var í Sjálandshverf- inu í Garðabæ, eða 318 þúsund krónur að meðaltali. Næsthæsta verðið utan Reykja- víkur er í Akralandinu í Garðabæ, sem er nokkurn veginn á pari við Seltjarnarnes.“ Í skýrslunni kemur fram að í dag sé hækkunin aðeins meiri en kaupmáttar- aukning og sé það áhyggjuefni. „Hlutfall launa og íbúðaverðs er í jafnvægi m.v. 20 ára meðaltal,“ segir enn fremur, „og því má álykta að raunhækkunin sé drifin áfram af auknum kaupmætti en ekki bólumyndun, eins og á árunum 2004 til 2007. M.v. vísitölu raunverðs íbúðarhús- næðis er íbúðaverð svipað í febrúar 2014 og í nóvember 2004, sem markaði upphaf síðustu fasteignabólu.“ Íbúðamarkaður á höfuðborgarsvæðinu er í jafnvægi. 6 fréttir Helgin 16.-18. maí 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.