Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 18

Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 18
Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja K raftaverk Skafkorti› Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð þannig persónulegt heimskort. 82 X 58 cm • Kr. 3.290 T ólf þúsund börn á Ís- landi búa við fátækt, samkvæmt skýrslu sem Barnaheill - Save the Children á Íslandi hefur gert í samstarfi við Save the Children samtökin í Evrópu, en skýrslan er niðurstaða rannsóknar á aðstæðum barna í álfunni. Skýrslan sýnir auk þess að fátækt og ójöfnuður hefur aukist frá hruni á Íslandi. Hættan á fátækt og Tólf þúsund börn á Íslandi búa við fátækt Til eru þau börn á Íslandi sem aldrei fá nýjan fatnað, erfa alla sína skó, geta ekki stundað tómstundir, forðast að mæta í afmæli og fá sjálf aldrei afmælisgjafir. Fátæk börn eru í mikilli hættu á að einangrast félagslega. Frístundakortið er ekki nógu vel nýtt af fólki sem þarf mest á því að halda. félagslegri einangrun hefur aukist um 2,8% frá 2008 til 2012 og á nú við um 12.00 börn, eða 16% barna þjóðarinnar. 9,3% þjóðarinnar undir lág- tekjumörkum árið 2013 Þessi 12.000 börn koma frá heim- ilum sem falla undir skilgreiningar Hagstofu Íslands á fátækt. Sam- kvæmt Hagstofu Íslands þurfa landsmenn að uppfylla eitt eða fleiri af eftirtöldum skilyrðum til að falla undir þá skilgreiningu að vera fátækur: vera undir lágtekju- mörkum, búa á heimilum þar sem atvinnuþátttaka er mjög lítil eða búa við verulegan skort á efnis- legum gæðum. Árið 2013 voru 9,3% þjóðarinnar undir lágtekjumörkum en lágtekju- markið var þá 170.600 kr. Sam- svarandi fjárhæð fyrir heimili þar sem bjuggu tveir fullorðnir og tvö börn yngri en 14 ára var 358.400 kr. á mánuði. Hlutfallið hefur lengst af verið stöðugt, eða um 9-10%. Sama ár bjuggu rúm 7% lands- manna á heimilum þar sem vinnu- hlutfall var lágt og tæp 2% lands- manna bjuggu við verulegan skort á efnislegum gæðum. Þeir sem teljast búa við verulegan skort á efnislegum gæðum hafa búið við eitthvað af eftirfarandi: lent í van- skilum með lán, ekki haft efni á fríi með fjölskyldunni, ekki haft efni á kjöt-, fisk-, eða grænmetismáltið annan hvern dag, hafa ekki getað mætt óvæntum útgjöldum, ekki haft efni á heimasíma eða farsíma, sjónvarpstæki, þvottavél, bíl eða húshitun. Skólastjórnendur verða ekki varir við aukinn skort hjá börnum Skólastjórnendur sem Fréttatím- inn hafði samband við voru allir sammála um það að þeir yrðu 18 fréttaskýring Helgin 16.-18. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.