Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 32

Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 32
É g man þegar ég var sex ára og tilkynnti að ég ætlaði að verða kokkur þegar ég yrði stór,“ segir Þórir sem hefur alla tíð verið haldinn matarástríðu og alltaf liðið best í hlut- verki gestgjafans. Það er eiginlega ótrúlegt að hlusta á hann telja upp alla staðina sem hann hefur komið að, stofnað eða rekið í gegnum tíðina. Eftir að hafa verið í læri á Matstofu Austur- bæjar og Hótel Loftleiðum, fluttist hann til Bandaríkjanna og kokkaði víðs- vegar um þau. Kom svo heim og opnaði Trilluna í Ármúla. Eftir það ævintýri opnaði hann fyrsta íslenska hamborg- arastaðinn í Reykjavík, Winnys, en keypti svo Matstofuna sem hann rak i nokkur ár og loks rak hann veislu- þjónustu og mötuneyti í Ártúni. „Það var ansi skemmtilegt tímabil og mjög góð afkoma af þeim stað. Það komu um 150 manns þangað í hverju hádegi. En með tímanum fór þetta að verða frekar tilbreytingarlaust starf. Maður þekkti orðið alla sem komu þar inn og maturinn var meira og minna alltaf sá sami, þetta var orðin of mikil rútína og mig farið að langa til að takast á við nýtt verkefni.“ Gat ekki unnið í „kommúnista- landi“ Hluti af kúnnunum í veisluþjónust- unni voru sendiráðin, þar á meðal það tékkneska og það kom að því að þeim hjónum bauðst íbúð í vikutíma í Prag. Þetta var árið 1989, sumarið fyrir byltinguna. „Okkur fannst þetta algjört snjallræði og ákváðum að drífa okkur. Meðan á þessari dvöl okkar stóð röltum við nokkrum sinnum inn á veitingastað sem kallaðist „Gullna sverðið“. Í þá daga voru allir veitingastaðir reknir af yfirvöldum og hvert hverfi í Prag hafði sinn stað sem rekinn var af bæjarfélög- unum. Ég fer eitthvað að spjalla við þann sem rak staðinn, segi honum að ég hafi hátt í 30 ára reynslu í bransan- um og að mér finnist hann nú geta gert ýmislegt betur á staðnum. Hann biður mig um aðstoð en ég segist ekkert geta gert fyrir hann meðan aðstæður eru svona í landinu og bið bara guð um að geyma hann í sínu kommúnistalandi. En ég skil samt eftir nafnspjald hjá honum.“ Þórir kom heim eftir sína fyrstu viku í Tékklandi og fylgdist auðvitað með falli kommúnismans í gegnum fjöl- miðla hér heima, löngu búin að gleyma nafnspjaldinu. „Byltingin hefst þann 17. nóvember en á aðfangadag heldur svo Vaclav Havel, nýkjörinn forsetinn, ræðu þar sem hann segir að nú þurfi landinn að nýta sér alla þá hjálp sem gæfist, að fólk skuli ekki að hika við að leita sér hjálpar hvert sem er. Stuttu síðar hring- ir síminn og á bjagaðri ensku segir sá sem ég hafði skilið nafnspjaldið eftir hjá; „You promise help me?“ Fyrst til að stofna veitingahús í Prag eftir fall kommúnismans Stuttu síðar fer Þórir út, kaupir veit- ingastaðinn og þau hjónin, Þórir og Ingibjörg Jóhannsdóttir, Ía, gerast þar með fyrstu útlendingarnir til að kaupa veitingarekstur í nýstofnuðu tékk- neska lýðveldinu. Staðurinn varð einn sá vinsælasti í Prag um leið og hann opnaði. Þetta var fyrsti staðurinn í Prag til að vera með úrval af fiski, en ég flutti hann beint inn frá Íslandi. Þetta var svona „fine dining“ staður, staðsettur í miðju sendiráðshverfinu svo kúnn- arnir voru oft þekktir pólitíkusar. Ég var með nokkra þekkta fastakúnna, þar á meðal Vaclav Havel og Shirley Temple Black, fyrrum kvikmyndastjörnu og þá sendiherra Bandaríkjanna í Tékklandi. Hún kom alltaf á laugardögum klukkan fimm ásamt manni sínum og borðaði hjá mér. Við urðum ágætis félagar.“ Eftir að hafa rekið „Gullna sverðið“ í rúmt ár kom upp ágreiningur á milli Þóris og meðeigandans sem varð til þess að Þórir dró sig úr rekstrinum. Þau hjónin ákváðu að fara í langt ferðalag, fara heim til Íslands en slaka á í leiðinni og skoða Evrópu. „Svo erum við eitthvað að dóla okkur á Ítalíu þegar ég hugsa, „Nei andskotinn, þetta gengur ekki. Ég verð að prófa að gera þetta sjálfur áður en ég fer heim.“ Við tökum U-beygju, keyrum aftur til baka og nokkrum mánuðum síðar eigum við veitingastaðinn Restuarant Reykjavík, á besta stað í Prag.“ Restaurant Reykjavík „Þetta var svakalegt ævintýri en líka ofsalega erfitt. Kerfið var ennþá svo gamaldags og seint í svifum og ennþá fullt af hlutum sem ekki mátti gera. Enn var við lýði að fylgja opinberri kokkabók eftir í uppskriftum en við vorum til dæmis með carpaccio á mat- seðlinum sem var ekki í þessari biblíu þeirra. Þar að auki var bannað að selja hrátt kjöt. Svo komu reglulega eftir- litsmenn að fylgjast með öllu sem við gerðum. En staðurinn gekk eiginlega bara eins og í lygasögu. Fyrsta dag- inn myndaðist röð fyrir utan staðinn sem hélst þar í tvö ár. Það var fullt alla daga.“ Fyrsta árið ráku Þórir og Ía heimili á tveimur stöðum. „Við vorum mikið að fara á milli Íslands og Tékklands en börnin okkar, Soffía og Gunnar Egill, voru þá í menntaskóla. Á endanum fluttum við alveg yfir en börnin kláruðu menntaskóla hér heima. Við áttum þarna ótrúlegan gæðatíma saman, fjöl- skyldan, því börnin okkar höfðu alltaf áhuga á því sem við vorum að gera. Þó að þau væru í skóla hér heima voru þau alveg jafn mikill hluti af þessu ævintýri. Þau voru hjá okkur í öllum fríum og á endanum hugsa ég að við höfum átt fleiri samverustundir en margar aðrar fjölskyldur. Þetta var dásamlegur tími sem efldi okkur og gerði að sterkari fjölskyldu fyrir vikið.“ Heimilið varð hálfgert sendiráð Árið 1992 var Þórir svo skipaður ræðis- maður Íslands í Tékklandi og því fylgdu fleiri ævintýri. „Við hjónin höfðum alltaf notið þess að vera gestgjafar þannig að þegar ég verð ræðismaður þá eiginlega breytist heimilið í hálfgert sendiráð. Ég held ég hafi nú gert þetta öðruvísi en venjan er í dag. Það komu svo margir og við tókum á móti svo mörgum. Ef það komu hópferðir frá Ís- landi þá buðum við fólkinu heim til að bjóða það velkomið. Við höfum örugg- lega boðið um þúsund manns heim á ári hverju en ég held að fólk hafi ekkert gert sér grein fyrir því að þetta var ólaunað starf,“ segir Þórir sem hlær og hugsar greinilega með mikilli hlýju til þessa tíma. Hann skapaði ýmsar hefðir sem enn haldast í Prag. Til að mynda kom hann því tl leiðar að öll Norður- löndin, ásamt Eystarsaltslöndunum, héldu saman upp á þjóðhátíðir sínar ár hvert. Sá siður er enn við lýði í Prag. „Þar sem ég skipulegði þetta oftast þá lentu hátíðarhöldin nú oftast í byrjun á 17. júní,“ segi Þórir og hlær. Þar að auki bauð hann alltaf öllum norrænu sendiherrunum auk Eystra- saltslandanna í kvöldmat fyrir jólin. „Þarna var bara verið að fara yfir stöð- una og þetta voru sko alvöru matarboð, Lífið fer í hringi Eftir að hafa rekið nokkra veitingastaði á Íslandi flutti Þórir Gunn- arsson til Prag þar sem hann rak hinn margfræga Restaurant Reykjavík og var ræðismaður Íslands. Þegar Ía, lífsförunautur hans og samstarfskona í einu og öllu, féll frá, ákvað hann að flytja heim. Það kom ekki mörgum á óvart, sem til hans þekkja, að stuttu síðar var hann kominn á fullt í veitingahúsareksturinn aftur. Nú hefur hann opnað Jörund, öl og matstofu í Austurstræti. Þórir Gunnarsson veitingamaður er kominn heim frá Prag og hefur opnað nýjan veitingastað í Austurstræti, Jörund. Ljósmynd/Teitur í svona „Babetts Gestebud“ fíling. Ég sá alltaf um matinn og Ía puntaði og sá stundum um desertinn. Ég var góður í öllu þessu grófa en svo kom Ía alltaf eftir á og setti punktinn yfir i-ið. Við pössuðum bara svo vel saman og höfðum svo gaman af því að vera gest- gjafar.“ Fluttu í Paradís Eftir að veitingareksturinn var kominn á skrið fór Þórir að svipast um eftir næsta verkefni. „Alltaf verð ég að leita mér að einhverju aðeins meira. Mér finnst bara svo gaman að framkvæma, að byggja eitthvað upp frá grunni og sjá það vaxa. Svo er mér eiginlega alveg sama hvað verður um það í framhaldinu, þegar ég er búinn að sleppa tökunum.“ Þau hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að flytja út fyrir borgina og það kom að því að þau keyptu sér búgarð með gömlum rústum á, af greifa sem hafði nýlega endurheimt eignir fjölskyldunnar eftir fall komm- únismans. „Þá héldu vinir okkar að við værum endanlega orðin galin. Á landinu voru rústir nokkurra gamalla húsa og upphaflega hugmyndin var að endurgera öll húsin og gera hótel á svæðinu. Tveimur árum eftir að við keyptum og höfðum endurgert fyrsta húsið, fluttum við inn. Ég man þegar við vöknuðum fyrsta morguninn okkar þarna og hugsuðum, „Nei, hér getum við ekki gert fleiri breytingar, því það væri ómögulegt að skemma þessa kyrrð.“ Þá tókum við enn eina U-beygjuna og ákváðum hætta við hótelið og eiga þessa paradís út af fyrir fjölskylduna og nánustu vini.“ Veikindin sem breyttu öllu „Maður stjórnar ekki alltaf lífinu,“ segir Þórir þegar ég spyr hann út í heimkomuna. „Eftir að konan mín lést langaði mig ekki að vera einn með hundinum í 900 fermetrum. Ég þurfti að finna mér eitthvað nýtt að gera. Eitthvern nýjan tilgang sem gæfi mér ástæðu til að vakna á morgnana. Ég valdi ekki að vera einn eftir hér en ég ákvað á ákveðnum tímapunkti að reyna að gera mitt besta úr því. Þetta er ekki alltaf auðvelt en það verða bara allir að vinna í sínum málum.“ Ía veiktist af krabbameini árið 2008 Hann biður mig um að- stoð en ég segist ekkert geta gert fyrir hann meðan aðstæður eru svona í landinu og bið bara guð um að geyma hann í sínu kommún- istalandi. 32 viðtal Helgin 16.-18. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.