Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 37
Þ að eru tilteknir aðilar sem hafa mikinn áhuga á að líf-rænn eldhúsúrgangur verði flokkaður og honum safnað sér- staklega. Við teljum hins vegar ekki skynsamlegt að fara í slíka flokkun að svo komnu máli,“seg- ir Björn H. Halldórsson, forstjóri SORPU. Hann segir lífrænan heimilisúr- gang einnig vera notaðar bleyjur, kattasand, bein og afskurð og fleira. „Allt eru þetta efni sem þarf að vinna og þess vegna væri mjög óhagkvæmt að koma með sérstaka lausn fyrir lífrænan eldhúsúrgang eingöngu. Gas- og jarðgerðastöðin er sú lausn sem við teljum að best mæti þessu verkefni í heild sinni. Hún kemur hins vegar ekki í veg fyrir að flokkun á lífrænum heimil- isúrgangi verði tekin upp þótt síðar verði,“ segir Björn. Merkir áfangar í umhverfismálum Umhverfisvitund Íslendinga hefur aukist verulega á síðustu árum og áratugum. Stór framfara- skref hafa verið stigin til þess að draga úr áhrifum íbúðabyggðar á náttúruna, ekki aðeins á sviðum sorphreinsunar og endurvinnslu heldur einnig með verulegum umbótum í frárennslismálum. Með rafvæðingu og síðar með því að beisla jarðhita til húshitunar dró jafnframt verulega úr notkun jarð- efnaeldsneytis. Sérsöfnun eldhússúrgangs er óþörf Árlega eru um 30.000 tonn af hvers kyns heimilisúrgangi urðuð í Álfsnesi. Um 70% þessa magns úrgangs eru lífræn. Með gas- og jarðgerðarstöðinni verður þessi úrgangur unninn og honum breytt í metangas og jarðvegsbæti. Fyrsta virkjun landsins, Reykdalsvirkjun, tekur til starfa í Hafnarfirði. 1904 1909 TÍMAMÓT Vatnsveita Reykjavíkur tekur til starfa. Drykkjarvatni miðlað til bæjarins um leiðslu frá Gvendarbrunnum. Elliðaárstöð tekin í notkun. Raforkan flutt eftir háspennuraflínu að aðveitustöð á Skólavörðuholti. 1921 Upphaf hitaveitu Reykjaví ur. Heitu vatni er veitt frá Þvottalaugunum í Laugardal að Austurbæjarskóla. 1930 1980 Hreinsun strandlengjunnar á höfuðborgar - svæðinu hefst 1980 og stendur í 25 ár. Til að draga úr urðun úrgangs og nýta betur þau verðmæti sem felast í úrgangsefnunum hafa sveitarfélögin sem standa að SORPU ákveðið að reisa gas- og jarðgerðarstöð í Álfs- nesi. Með henni skapast loks ásættanlegur farvegur fyrir lífrænan úrgang á höfuðborgar- svæðinu. Um leið er dregið úr lyktarmengun frá urðunarsvæðinu og til verður innlend orka sem hægt er að nota í stað innflutts eldsneytis. Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í Álfs- nesi er næsta stóra skrefið í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún er í samræmi við stefnu sem sveitarfélögin hafa mótað í sam- eiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úr- gangs 2009-2020. Eftir að gas- og jarðgerðar- stöðin hefur starfsemi verður allur úrgangur sem safnað er frá heimilum á samlagssvæði SORPU unninn í stöðinni. Lífrænu efnin verða nýtt til gas- og jarðgerðar, en málmar og önnur ólífræn efni verða flokkuð frá. Gas- og jarðgerðarstöðin greiðir fyrir því að urðun lífræns úrgangs verði alveg hætt árið 2021. Einnig mun endurvinnsla annars úr- gangs aukast þannig að markmiðum lands- áætlunar verði náð árið 2025. Árlega eru um 100.000 tonn af úrgangi urðuð í Álfsnesi. Þar af koma 30.000 tonn úr orku- tunnu heimilanna á samlagssvæði SORPU. Um 70% af þessum 30.000 tonnum eru líf- ræn. Í stað þess að urða þennan úrgang verður honum breytt í metangas og jarðvegsbæti í gas- og jarðgerðarstöðinni. Í dag er úrgangur frá heimilum á höfuð- borgarsvæðinu pressaður í 34.000 bagga á ári. Eftir 2016 fer allt þetta magn gegnum gas- og jarðgerðarstöðina og urðun heimilis úrgangs verður hætt. Með gas- og jarðgerðarstöðinni mun núver- andi metangasframleiðsla SORPU í Álfsnesi tvöfaldast og nægja til að knýja 8.000 fólks- bíla árlega. Áætlaður kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar er um 2,7 milljarðar króna. ÁFANGAR Í 100 ÁR ENDURVINNSLUFERLIÐ Í DAG ENDURVINNSLUFERLIÐ EFTIR 2016 ENDURVINNSLA FRÁ 2016 BAGGAR Á ÁRI URÐAÐIR – VERÐA AÐ METANI 2 SORPA SORPA 3 1904 – 1909 – 1921 – 1930 – 1980 – 1989 – 1989 – 1990 – 1991 – 1996 – 2001 – 2006 – 2008 – 2012 – 2016 – Hér eru nokkrir áfangar sem varðað hafa leiðina í til aukinnar umhverfis- verndar á höfuðborgarsvæðinu í rúm- lega eina öld: Innleiðing blátunnu hefst á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta virkjun landsins, Reykdalsvirkjun, tekur til starfa í Hafnarfirði. Vatnsveita Reykjavíkur tekur til starfa. Drykkjarvatni miðlað til bæjarins um leiðslu frá Gvendarbrunnum. Elliðaárstöð tekin í notkun. Raforkan flutt eftir háspennu- raflínu að aðveitustöð á Skólavörðuholti. Upphaf Hitaveitu Reykjavíkur. Heitu vatni er veitt frá þvottalaugunum í Laugardal að Austurbæjarskóla. Hreinsun strandlengjunnar á höfuðborgarsvæðinu hefst og stendur í 25 ár. Byggðasamlagið Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins, SORPA bs., stofnað af sjö samstarfssveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Móttaka á skilagjaldsskyldum umbúðum hefst á vegum Endurvinnslunnar hf. SORPA opnar spilliefnamóttöku í bráðabirgðahúsnæði að Dalvegi 7 í Kópavogi. Rekstur SORPU hefst formlega 26. apríl þegar móttöku- stöðin í Gufunesi og ný r urðunarstaður í Álfsnesi eru tekin í notkun. SORPA hefur söfnun á hauggasi á urðunarstaðnum í Álfsnesi. Vinnsla metans úr hauggasi hefst og 20 fyrstu tvíorkubíl- arnir sem ganga bæði fyrir metani og bensíni koma á götuna. Ný hreinsistöð sem skilur metan frá hauggasinu í Álfsnesi tekin í notkun. 10 km gasleiðsla frá urðunarstað SORPU í Álfsnesi að metanafgreiðslu N1 á Bíldshöfða tekin í notkun. Gas- og jarðgerðarstöð SORPU tekin í notkun. KYNNING grænn lífsstíll 37Helgin 16.-18. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.