Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 41

Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 41
Umhirða húðar Kynningarblað Helgin 16.-18. maí 2014 G eislar sólarinnar geta valdið sólbruna, húðkrabbamein-um og hrukkum og því er mikilvægt að verja húðina vel. Frá sólinni berast útfjólubláir geislar og þeir sem ná yfirborði jarðar- innar eru flokkaðir í útfjólubláa A (UVA) og útfjólubláa B geisla (UVB). Bæði UVA og UVB eiga þátt í því að húðin verði brún og myndun húð- krabbameina. Að sögn Elísabetar Reykdal Jóhannesdóttur, húð- og kyn- sjúkdómalæknis, eiga UVA geislarnir sem komast í gegnum gler mestan þátt í öldrun húðarinnar en UVB geisl- arnir mestan þátt í sólbruna. Hvernig á að verjast sólinni? Ef húðin er illa varin gegn A geisl- unum en með góða B vörn brennur hún ekki en verður hins vegar fyr- ir skaðlegum áhrifum A geislanna sem geta verið húðkrabbamein, litabreytingar á húð og öldrun. Elísabet segir sólarvarnir þurfa að verja húðina fyrir bæði A og B geislum sólarinnar og þær eru svokallaðar breiðvirkar sólar- varnir. „SPF stuðulinn segir ein- göngu til um það hversu mikið sólar- vörnin verndar gegn UVB geislum sólarinnar. Sólarvarnir sem vernda einnig gegn UVA eru sérstaklega merktar, oft með stöfunum „UVA“ eða „broad band“. Mælt er með því að nota breiðvirka, vatnshelda sólarvörn með SPF að minnsta kosti 30.“ Mikilvægt er að smyrja ríkulega á sig og segir Elísabet algengt að fólk noti of þunnt lag og þá sé stuðulinn miklu lægri. „Mælt er með því að smyrja húðina að minnsta kosti 20 mínútum áður en farið er út í sól og endurtaka á tveggja klukkustunda fresti og eins eftir sund eða mikinn svita. Mikilvægt er að muna eftir því að varirnar geta líka brunnið og fá sér vörn sem sérstaklega er ætluð á þær.“ Húðkrabbamein meðal algengustu krabbameina Húðkrabbamein, með og án sortu- æxla, eru meðal algengustu krabba- meina á Íslandi. Elísabet segir beint samband á milli húðkrabbameina, annarra en sortuæxla, við það hversu mikið húðin hefur verið útsett fyrir sólargeislum. „Notkun sólarvarna dregur klárlega úr tíðni þeirra. Sam- bandið milli útfjólublárra geisla og sortuæxla er flóknara. Ekki hefur tek- ist að sanna gagnsemi sólarvarna en þó ekki annað hægt en að mæla með notkun þeirra,“ segir hún. Hvenær á að nota sólarvörn? Magn útfjólublárrar geislunar í Reykjavík og á Egilsstöðum er mælt í svokölluðum UV stuðli sem Geisla- varnir ríkisins birta daglega. Elísabet segir gott að miða við að ef UV stuðull- inn er undir tveimur séu litlar líkur á sólbruna nema fyrir þá sem eru sér- staklega viðkvæmir og með ljósa húð. Hins vegar ef stuðullinn er tveir eða hærri sé æskilegt að nota sólarvörn. „Mikilvægt er að hafa í huga að UV geislunin getur verið töluverð þrátt fyrir að það sé skýjað. Snjór, sandur og vatn endurkasta geislunum og þá getur þurft sólarvörn þrátt fyrir að UV stuðullinn sé undir tveimur.“ Hverjir eiga að nota sólarvörn? Að sögn Elísabetar eiga allir að nota sólarvörn nema börn undir 6 til 12 mánaða aldri því ung börn eiga ekki að vera í beinu sólarljósi, heldur á að verja þau með fatnaði og halda þeim í skugga. „Þegar útivera er lítil og ein- ungis verið að fara á milli staða dugar að nota dagkrem með sólarvörn en við útiveru þarf að nota sólarvarnir.“ Í sólarvörn er blanda efna í kremi, vökva, froðu eða stifti sem annars vegar endurkasta sólargeislunum frá húðinni og hins vegar efna sem breyta útfjólubláum geislum í hita og koma þannig í veg fyrir skemmdir. Hvað er SPF? SPF er mælikvarði á það hversu mikið sólaráburðurinn kemur í veg fyrir skemmdir í húðinni af völdum UVB geislunar. „SPF mælikvarðinn virkar þannig að ef það tekur 20 mínútur fyrir óvarða húð að verða rauð í sólinni tæki það 15 sinnum lengri tíma með vörn sem hefur stuðulinn 15 eða um 5 klukkutíma að því undanskildu að borið sé nægjanlega mikið af sólar- vörninni á húðina.“ Sólarvarnir draga úr framleiðslu D-vítamíns en auðvelt er að bæta sér það upp með inntöku þess eða með því að taka inn lýsi. Ekki má gleyma því að fatnaður, hattar og sólgleraugu eru mikilvægur þáttur í því að verjast sólinni. Einnig er gott að vera í skugga og forðast sólina þann hluta dagsins sem geislunin er mest. Verjum húðina í sumar Geislar sólarinnar geta valdið sólbruna, húðkrabbameinum og hrukkumyndun og því er mikilvægt að verja húðina vel í sól- inni. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir, húð- og kynsjúkdóma- læknir, gefur góð ráð um hvernig best er að verja húðina þegar sól hækkar á lofti. Elísabet Reykdal er húð- og kyn- sjúkdómalæknir. Magn útfjólublárrar geislunar í Reykjavík og á Egilsstöðum er mælt í svokölluðum UV stuðli sem Geislavarnir ríkisins birta daglega. Gott er að miða við að ef UV stuðullinn er undir tveimur séu litlar líkur á sólbruna nema fyrir þá sem eru sér- staklega viðkvæmir og með ljósa húð. Sé stuð- ullinn tveir eða hærri er æskilegt að nota sólarvörn. Geislunin getur þó verið töluverð þrátt fyrir að skýjað sé. Snjór, sandur og vatn endurkasta geislunum og þá getur þurft sólarvörn þrátt fyrir að UV stuðull- inn sé undir tveimur. Ljósmynd/GettyImages/ NordicPhotos.  Börn á aldrinum 6 til 12 mánaða skulu ekki dvelja í beinu sólarljósi, heldur í skugga og í hlífðarfatnaði.  Notkun sólarvarna dregur úr líkum á húðkrabbameini.  Nota skal breiðvirkar sólarvarnir sem vernda bæði gegn A og B geislum sólarinnar.  Mælt er með því að smyrja húðina að minnsta kosti 20 mínútum áður en farið er út í sól og endurtaka á tveggja klukkustunda fresti.  Mikilvægt er setja sérstaka vörn á var- irnar því þær geta brunnið.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.