Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 76
Í takt við tÍmann martin Hermannsson
Kann ekki að dánlóda
Staðalbúnaður
Ég er rosa mikið fyrir að vera í skyrtum
og lituðum bolum undir. Ég fíla Nike-
strigaskó mjög vel, til dæmis Roshe-
skóna. Svo er ég líka svolítið veikur fyrir
Old School Jordan-skóm. Ég keypti mér
eina slíka í New York um daginn. Ég
kaupi mest af fötum úti í búðum eins og
Urban Outfitters en svo er pabbi að vinna
í Hugo Boss-búðinni þannig að maður er
svolítið í fötum þaðan.
Hugbúnaður
Ég er rosa lítið fyrir sjónvarpsþætti og
hef aldrei dottið inn í seríur. Það hjálpar
reyndar ekki til að ég er minnst tækni-
væddi maður sem fyrir finnst. Ég þurfti
meira að segja hjálp við að dánlóda ein-
hverju um daginn. Þetta er kannski af
því ég hef alltaf verið úti í körfu eða inni
í íþróttahúsi. Annars finnst mér fínt að
fara í sund og ég er alger pottasjúklingur.
Verst hvað er mikið af fólki í Vesturbæjar-
lauginni eftir að þessir nýju pottar komu.
Svo kíki ég af og til út með strákunum en
það er allt innan marka því ég drekk ekki
áfengi.
Vélbúnaður
Tölvur eru alls ekki mín sterkasta hlið.
En ég er orðinn þokkalega góður á iP-
hone-inn. Þetta er allt að koma hjá mér.
Ég nota Instagram og Snapchat mest en
er aðeins byrjaður að skoða fleiri öpp. Til
dæmis Twitter, það eru náttúrlega allir
íþróttamenn þar.
Aukabúnaður
Ég er mikill humarmaður, humar er
svona „guilty pleasure“ hjá mér. Svo
finnst mér sushi líka mjög gott. Ég get
mælt með kjúklingasushi-inu í Hagkaup,
það eru ekki margir sem vita af því. Ég er
líka hrifinn af sætum kartöflum, það er
eitthvað við þær. Þetta þrennt er skrítin
blanda en það virkar... ekki saman þó.
Ég spila golf á sumrin og fylgist með
fótbolta. Liverpool er mitt lið í enska. Svo
hef ég mikinn áhuga á tísku og fötum, ég
er eiginlega fatasjúklingur. Ég fór til New
York um jólin með kærustunni og í sumar
er ég að fara í útskriftarferð til Mallorca.
Eftir það taka við landsliðsferðir til Bos-
níu, Bretlands og Helsinki. Það verður því
nóg að gera en ég ætla að reyna að njóta
lífsins hér heima þegar ég get. Annars
bið ég ekki um mikið, ef ég kemst í sund-
laug í góðum hita þá er ég „golden“.
Ljósmynd/Hari
Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar
rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum
gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega.
Sölustaðir Bambo Nature
Umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar bleiur
Bambo Nature
Bambo Nature – er annt um barnið þitt.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
33
14
6
Martin Hermannsson er 19 ára Vesturbæingur sem sló í gegn
með Íslandsmeisturum KR í körfubolta í vetur. Martin var bæði
valinn besti leikmaður deildarinnar og besti ungi leikmaðurinn.
Hann er í stúdentsprófum í Versló en í haust er stefnan sett á
háskóla í Bandaríkjunum.
76 dægurmál Helgin 16.-18. maí 2014