Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 78

Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 78
„Það var mjög skemmtilegt að taka þessa mynd upp og gaman að vinna með þessum hópi. Baldvin Z leysti þetta verkefni allt saman mjög vel,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari. Þorvaldur Davíð leikur í kvikmynd- inni Vonarstræti sem fer í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, föstudag. Auk Þorvaldar fara þau Þor- steinn Bachmann og Hera Hilmars- dóttir með stór hlutverk. Leikstjóri er Baldvin Zóphoníasson. Myndin hefur verið í forsýningum undanfarna daga. Í gærkvöldi var leik- stjórinn til að mynda með sérstaka for- sýningu í heimabæ sínum, Akureyri, fyrir vini, vanda- og velgjörðarmenn. Ef marka má viðbrögð á samfélags- miðlum er myndin einstaklega vel heppnuð. „Viðbrögðin hafa verið rosalega jákvæð,“ segir Þorvaldur Davíð. „Ég held að Baldvin komi með eitthvað nýtt „touch“ í íslenska kvikmynda- gerð. Ætli hann sé ekki nær dönskum gæðum en við eigum að venjast? Með þennan realisma og mannlega nálgun í myndum sínum,“ segir leikarinn. Þorvaldur Davíð leikur Sölva sem var atvinnumaður í knattspyrnu í Belgíu. Þegar hann meiðist flytur hann heim og fer að vinna í banka. Þetta er árið 2007. „Þetta er góður strákur en siðferðisþröskuldurinn hverfur jafnt og þétt. Til að lifa af í þessum heimi þurfti að hugsa upp á nýtt og vera til- búinn að fórna ýmsu til að ná árangri. Ég myndi segja að þetta endurspegli svolítið Íslendinginn á þessum tíma. Siðferði og áherslur í lífinu breyttust hjá svo rosalega mörgum, ekki bara hjá þeim sem voru beint að vinna í þessum heimi. Það snerist allt um að kaupa sér hamingjuna.“ -hdm  Bíó Þorvaldur davíð Kristjánsson leiKur í vonarstræti sem frumsýnd er í dag Myndir Baldvins í dönskum gæðum Þorvaldur Davíð Kristjánsson er ánægður með við- tökurnar sem Vonarstræti hefur fengið. Ljósmynd/Hari Fyrsta kvikmynd Guð- mundar Arnar Guð- mundssonar í fullri lengd, Hjartasteinn, verður kynnt á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næstu viku ásamt fimm öðrum alþjóðlegum verkefnum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var Guðmundur valinn til þátttöku í Cannes Resi- dence þetta árið og vinnur þar að þróun myndarinnar þar til í júlí. Guðmundur frumsýndi margverð- launaða stuttmynd sína, Hvalfjörð, á hátíðinni í fyrra og vann hún til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni hátíðarinnar. Stefnt er að því að tökur á Hjartasteini hefjist á næsta ári. Í myndinni segir frá hinum þrettán ára Þór sem er að uppgötva kynhvötina og yfirstíga óttann gagn- vart stelpum með aðstoð besta vinar síns, Kristjáns. Á meðan er Kristján að uppgötva leyndarmál sem enginn strákur vill eiga í litlu sjávarþorpi. REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð! EX PO - w w w .ex po .is Sími: 535 9000 BÓNORÐIN7 „Fyrir hönd hirðarinnar óska ég lands- mönnum öllum gleðilegs sumars,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, maðurinn á bak við hina stórskemmtilegu hljómsveit Prins Póló. Þriðja plata sveitarinnar er komin út og kallast hún Sorrí. Á plötunni er að finna tólf lög, sum ný en önnur eldri. Má þar nefna lög eins og Bragðarefi, Tipp Topp, og Landspítalann. Ný lög eins og Hamstra sjarma, Ég kem með kremið og Kosmós hafa ekki áður litið dagsins ljós. Platan fæst í gegnum heimasíðuna www. prinspolo.com en þar er jafnframt hægt er að streyma henni ókeypis. Platan mun svo innan skamms fást á geisladiski í öllum betri hljómplötuverslunum. Ný plata frá Prinsinum Hjartasteinn kynntur í Cannes m ig langaði alltaf að skrifa í menntaskóla en svo fór ég í læknis- fræði,“ segir Ari Jóhannesson, rithöfundur og læknir, sem í vik- unni gaf út sína fyrstu skáldsögu, Lífsmörk. „Þetta hélt samt áfram að blunda í mér og upp úr 2000 fór ég svo að skrifa ljóð og gaf út mína fyrstu ljóðabók árið 2007,“ segir Ari en sú bók, Öskudagar, hlaut Bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar. „Fljótlega eftir það fann ég að það sem mig langaði til að koma til skila í skapandi skrifum komst ekki almennilega fyrir í ljóðum. Ég fór því að fikra mig yfir í prósa, skrifaði senur af sjúkrahúsi, svona eins og löng prósaljóð, en þær fóru svo að skjóta út sprotum sem fóru ósjálfrátt að tengjast. Áður en ég vissi af var kominn söguþráður.“ Hetja með brotalöm Margar persónur koma við sögu í Lífsmörkum, en í forgrunni er Sölvi Oddsson, svæfinga-og gjör- gæslulæknir á Landspítalanum. „Hann er að mörgu leyti eins og klipptur úr Íslendingasögum, er gömul íþróttahetja og ákaflega vel af guði gerður og forkur til vinnu. Hann helgar sig starfinu en á sína fjölskyldu en saman hafa þau byggt sér hús Garðabæ. En hetjur eru ekki áhugaverðar nema í þeim sér einhver brota- löm,“ segir Ari. „Dramatískir atburðir eru skammt undan sem breyta lífi Sölva, fjölskyldu hans og annara sem við sögu koma.“ „Ég segi nú oft að þessi saga mín sé mín eigin óhefðbundna útgáfa af læknarómans. Þessi, að mörgu leyti myndræna veröld bráðalækninga, sem slíkur læknir hrærist í, finnst mér henta afar vel til að koma til skila þemum eins og fórnfýsi og fíkn, bæði vinnufíkn og annarskonar fíkn. Sársauka og togstreitu milli krefjandi starfs og einka- lífs, og fallvaltleika lífsins yfir höfðu. Gjörgæslan er freistandi sviðsmynd því hún er svo mynd- rænn staður og snýst alfarið um lífsmörk. En sögusviðið er langt í frá einskorðað við Landspítal- ann. Lífsmörk leiða lesandann austur á Laugarvatn, vestur um haf, til Rómar og Austurlanda svo nokkrir staðir séu nefndir.“ Sagan var fimm ár í smíðum Ari segist nú ekki hafa mikinn tíma til skrifta þar sem hann sé í fullu starfi sem læknir en það geti þó haft sína kosti. „Ég hef nú því miður ekki mikinn tíma til að skrifa þar sem ég er í fullu starfi hér á Landspítalanum. Þetta er aðallega kvöld-og helgarvinna. Í lít þó á það sem ákveðinn kost, því þannig fær sagan ákveðið tóm til að þroskast. Í mínu tilviki voru það fimm ár. Ef ég hefði sest niður í þrjá til fjóra mánuði og skrifað samfleytt þá er ég viss um að útkoman væri mun lakari.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  BæKur fyrsta sKáldsaga ara jóhannessonar læKnis Komin út Gjörgæslan er freistandi sviðsmynd Ari Jóhannesson, læknir og rithöfundur, hefur gefið út sina fyrstu skáldsögu, Lífsmörk, en ljóðabók hans, Öskudagar, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2007. Sagan fjallar um ungan svæfinga-og gjörgæslulækni, Sölva Oddsson, sem Ari segir að mörgu leyti vera eins og klipptan úr Íslendingasögum. Hann segir hina myndrænu veröld bráðalækninga vera heillandi sögusvið sem lýsi vel fallvaltleika lífsins, enda staður sem snýst alfarið um lífsmörk. Ari Jóhannesson, læknir og rithöfundur, hefur gefið út sína fyrstu skáldsögu, Lífsmörk. Ljósmynd/Hari 78 dægurmál Helgin 16.-18. maí 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.