Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Qupperneq 85

Fréttatíminn - 16.05.2014, Qupperneq 85
14. mars 2014 — 5 — Endurunnið blóð Þegar sjúklingar missa blóð í aðgerðum er betra að gefa þeim sitt eigið blóð aftur en blóð úr blóð- banka, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar hjá Johns Hopkins háskóla. Blóðið er hreinsað í vél sem skilur rauðu blóðkornin frá og eru þau svo gefin sjúklingum. Þá eru heilbrigðu blóðfrumurnar betur í stakk búnar til að bera súrefni þangað sem þörfin er mest en þegar blóðið kemur úr blóðbanka. Eldri rannsóknir hafa leitt í ljós að blóð- gjöf geti aukið líkur á spítalasýk- ingum, lengi dvöl á spítala og auki líkur á andláti. Þá er mun ódýrara að notast við blóð sem endurunnið er á þennan hátt en blóð úr blóð- banka. Ég æfi þríþraut með áherslu á hjólreiðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar að lengd og gæðum en lengstu æfingarnar eru 6 tímar. Ég prófaði Nutrilenk Gold fyrir rúmlega ári og fannst það hjálpa mér mikið. Ýmsar rannsóknir í ritrýndum alþjóðlegum timaritum hafa sýnt fram á jákvæða virkni innihalds- efna sem eru í Nutrilenk án þess að þau séu skráð sem lyf. Ég prófaði að hætta að taka inn Nutrilenk nokkrum mánuðum síðar en byrjaði aftur og hef tekið Nutrilenk núna í rúmlega hálft ár og ætla að halda því áfram enda hafa æfingar og keppnir gengið mjög vel. Nutrilenk er fáanlegt í estum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is P R E N T U N .IS NUTRILENK - hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina Nutrilenk Gold gerir gæfumuninn Hákon Hrafn Sigurðsson Hvað getur Nutrilenk gert fyrir þig? Heilbrigður liður Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamó- tum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin Nutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf - upplifið breytinguna! Liður með slitnum brjóskvef Hákon Hrafn er 39 ára fjölskyldumaður, Íslandsmeistari í þríþraut síðustu þrjú ár, þríþrautarmaður ársins og Íslandsmeistari í tímakeppnihjólreiðum. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og dr. Baldur Tumi Baldurs- son húðsjúkdómalæknir, einn stofnenda Kerecis. Vísindalega sannað að hlátur- inn bæti lífið Oft er sagt að hláturinn lengi lífið og nú hefur verið vísindalega sannað að hlátur geti minnkað líkur á elli - glöpum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á vegum Loma Linda háskóla í Kaliforníu getur kímnigáfa og hlátur minnkað skemmdir í heila af völdum streituhormónsins kortisól og þannig bætt minnið. Eldri rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að streita geti haft slæm áhrif á minni eldra fólks og getu til að læra. Ástæðan er sú að streita eykur framleiðslu á hormóninu kortisól sem getur haft skaðleg áhrif á taugafrumur. Við rannsókn Loma Linda háskólans var þátttakendum skipt í þrjá hópa. Í einum hópnum var fólk með sykursýki og í öðrum var heilbrigt fólk. Hóparnir tveir horfðu á 20 mínútna fyndið mynd- band og tóku síðan minnispróf sem þó var óskylt myndbandinu. Þriðji hópurinn tók minnisprófið án þess að horfa á myndbandið. Niður- stöðurnar sýndu að fólk í hópunum sem horfðu á myndbandið höfðu minna magn kortisóls í líkamanum miðað við hópinn sem ekki horfði á myndbandið. Að sögn dr. Lee Burk, eins vísinda- mannanna sem rannsóknina framkvæmdu, sýna niðurstöðurnar að því minni streitu sem fólk finnur fyrir, því betra sé minnið og að kímnigáfa geti verið lykillinn til að minnka streitu.  Kerecis semur við Icepharma Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur samið við Icepharma um markaðssetn- ingu, sölu og dreifingu á vörum fyrir- tækisins. Kerecis, sem er með höfuðstöðvar sínar á Ísafirði, framleiðir MariGen Omega3 stoðefni og MariCell Omega3 krem, en vörurnar byggja á fyrstu kyn- slóðar tækni Kerecis. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri í þróun á lækninga- vörum sem byggir á hagnýtingu á pró- teinum og fitusýrum úr fiski. Kerecis þróaði og framleiðir Mari- Gen Omega3, sem er stoðefni til með- höndlunar á þrálátum sárum. Slík sár eru víða alvarlegt heilbrigðisvandamál, en sem dæmi má nefna að árlega eru framkvæmdar yfir 100 þúsund aflimanir í Bandaríkjunum vegna sára sem ekki gróa, m.a. hjá sykursjúkum. Þá hefur fyrirtækið þróað og fram- leitt MariCell Omega3 sem eru sér- hönnuð rakakrem m.a. til meðhöndl- unar á þurri húð með einkennum húðbólgu þ.m.t. húð sykursjúkra, ásamt exemi og psóríasis. Kremin eru viður- kennd og þróuð af húðlæknum og eru seld í helstu apótekum landsins. Þróunaráætlun Kerecis er metnaðar- full og mun næstu kynslóðar tækni fyr- irtækisins m.a. innihalda lifandi frum- ur og er markmiðið að nota þá tækni til meðhöndlunar á þrálátum sárum en einnig til meðhöndlunar og jafnvel uppbyggingar á sködduðum líffærum. Þá er unnið að þróun á stoðefnum sem ætluð eru til viðgerðar á kviðsliti, endur- sköpun á brjóstum eftir brottnám vegna krabbameins og viðgerðar á heilabasti, en það er efnið á milli höfuðkúpu og heilans sem getur rofnað vegna slysa og krabbameins. Kerecis var stofnað árið 2007 af Guð- mundi Fertram Sigurjónssyni, lækn- unum dr. Baldri Tuma Baldurssyni og Hilmari Kjartanssyni ásamt Ernest Kenney. Guðmundur er jafnframt fram- kvæmdastjóri félagsins. „Við erum mjög ánægð með samn- inginn við Icepharma. Fyrirtækið er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á tækjum og rekstrarvöru á íslenskum heilbrigðismarkaði og mun sjá um þann þátt fyrir Kerecis þannig að við getum einbeitt okkur að rannsóknum og þróun,“ segir Guðmundur Fertram, framkvæmdastjóri Kerecis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.