Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 86

Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 86
— 6 — 16. maí 2014 Tæknivæddur tannlæknir Með nýjustu tækni eru tannlækningar sársaukaminni og þægilegri en áður fyrir sjúklinga. Elva Björk Sigurðardóttir tann- læknir hefur mikinn áhuga á nýjustu tækni í faginu og, eins og meirihluti íslenskra tannlækna, sækir reglulega ráðstefnur og kynnir sér nýjungar. Fyllingarvinnan tengist ekki bara Karíusi og Baktusi því með nýjum fyllingarefnum er hægt að breyta útliti tanna mikið. Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir Elva Björk Sigurðardóttir er tannlæknir og með brennandi áhuga á nýjustu tækni. Hún sækir ráðstefnur og þing reglulega og kynnir sér það nýjasta í fagtímaritum. „Maður er alltaf með hugann við tannlækn- ingar enda horfum við tannlæknar mikið á tennurnar í fólki. Það eru ótrúlegir mögu- leikar í dag með nýjum efnum og tækjum, sem tengjast fyllingarefnum og tannsmíði. Í dag eru miklu betri efni en voru í boði fyrir tíu til fimmtán árum, bæði eru þau sterkari og ná lit náttúrulegra tanna betur.“ Elva segir íslenska tannlækna almennt áhugasama um að sækja sér endurmennt- un, bæði innanlands sem utan og að kynna sér nýjustu tækni. Hér á landi eru í boði ýmsir viðburðir tengdir endurmenntun yfir árið. „Við tannlæknar kynnumst nýrri tækni á ráðstefnum og fyrirlestrum og sækjum ráðstefnur hér heima og erlend- is.“ Elva stundar allar almennar tann- lækningar og fer því gjarnan á ráðstefnur tengdar þeim. „Í mínu starfi er ég mikið í tannsmíði, heilkrónum, brúm, skeljum og tannfyllingum. Fyllingarvinnan tengist ekki bara Karíusi og Baktusi því með fyll- ingarefnum sem eru í boði í dag er hægt að breyta formi tannar heilmikið til dæmis síkka, breikka, loka „frekjuskörðum“ og bæta fyrir slit tanna. Elva er félagi í Bandaríska útlitstann- læknafélaginu, AACD. Einu sinni á ári er haldin stór ráðstefna í Bandaríkjunum þar sem nýjungar, ný tæki og efni eru kynnt. Þeir tannlæknar sem eru félagar fá nokkr- um sinnum á ári sent tímarit með umfjöllun um fyrir og eftir meðferðir, nýjar rannsókn- ir og annað er viðkemur faginu. „Nýjustu tækin sem við höfum hér á tannlæknastof- unni eru meðal annars hitari fyrir fyllingar- efni, vél sem auðveldar okkur rótarvinnslu rótarganga, mjúkvefja-laser og „spoolhand- stykki“.“ Elva notar alltaf hitara fyrir fyllingar- efnin. Hann mýkir þau svo mun auðveldara er að koma þeim fyrir í tönninni og forma þau til. „Þetta er ekki bráðnauðsynlegt tæki en þegar maður er búinn að kynnast því getur maður ekki án þess verið.“ Mjúkvefja-laserinn er notaður til að lagfæra útlínur tannholds, til dæmis að stækka krónuhluta tannar þannig tönnin verði „stærri” eða jafna tannholdsbrúnir. „Hann nýtist líka vel við ofholdgun tann- holds og til að stöðva blæðingu í tann- holdi. Áður fyrr þurfti að oft skera þegar verið var að jafna tannholdsbrúnir. Núna nota ég laserinn og sjúklingurinn finnur ekkert fyrir aðgerðinni og er fljótur að ná sér.“ „Spoolið“ er í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum stofunnar og er notað til að gera tannhreinsun árangursríkari. Að sögn Elvu virkar „spoolið“ eins og léttur háþrýstiþvottur og nær að fjarlægja yfir- borðslit tanna. „Þetta er punkturinn yfir i-ið í tannhreinsun og mjög gaman að sjá muninn fyrir og eftir og eru tennurnar af- skaplega sléttar og fínar á eftir.“ Tannlæknar og tannsmiðir nýta sér tölvutæknina og er nú er hægt að hanna og smíða tennur í tölvum og tækjum tengdum þeim. „Nokkur tannsmíðaverkstæði hér á landi eru þegar komin með þessa tækni. Eftir að tanngervið hefur verið „millað“ þá fullklárar tannsmiðurinn útlit þess.“ Það tæki sem Elva bíður nú eftir að komi á markaðinn er „skanni“ sem skann- ar tennur sem undirbúnar hafa verið fyrir tanngervi. Þá þarf ekki lengur að taka mát með hefðbundnum hætti og segir Elva kostina fyrst og fremst aukin þæg- indi fyrir sjúklinginn. „Þessi tæki eru enn í þróun og mjög dýr en verða örugglega komin á markaðinn og á tannlæknastofur hér á landi innan fimm ára. Hver væri svo ekki til í hljóðlausan bor?“ Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI Elva Björk fylgist grannt með helstu nýjungum í tannlækningum og er félagi í Bandaríska útlits- tannlæknafélaginu. Með Elvu á myndinni er Hjördís Sævarsdóttir, tanntæknir. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.