Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 94
— 14 — 16. maí 2014
Tómu
rýmin
Eftir niðurskurð áranna eftir hrun hefur nokkrum
skurðstofum á landsbyggðinni verið lokað eða dregið
úr starfsemi innan þeirra. Á öðrum stöðum hefur hús-
næði staðið autt um tíma vegna breytinga, eins og á
Vífilsstöðum, í Holtsbúð í Garðabæ og á sjúkrahúsinu á
Keflavíkurflugvelli. Öll rými á Vífilsstöðum eru nú nýtt
fyrir fólk sem bíður varanlegrar vistunar á hjúkrunar-
heimili. Garðabær hefur fest kaup á húsnæði Holts-
búðar, þar sem áður var hjúkrunarheimili, og er verið
að kanna möguleika á að opna þar ungbarnaleikskóla.
1 Sankti Jósefsspítali
Allri starfsemi á Sankti Jósefsspítala
var hætt í ársbyrjun 2012. Síðan hefur
húsnæðið staðið autt sem og bygg-
ingin á móti sem í daglegu tali er nefnd
Kató. Á dögunum var ákveðið að hús-
næðið skyldi selt. Að sögn Guðrúnar
Ágústu Guðmundsdóttur, bæjarstjóra
Hafnarfjarðar, er jákvætt að hreyfing sé
komin á málefni Sankti Jósefsspítala.
„Núverandi staða, að húsnæðið standi
autt og grotni niður, er ekki ásættanleg.
Ríkið á 85 prósenta hlut í húsnæðinu
svo það er á ábyrgð þess. Ef kaupandi
fæst að húsunum þá er það jákvætt en
mikilvægast er þó að í húsnæðið öðlist
hlutverk að nýju og að í það komist
starfsemi sem skapar störf og þjónar
nærsamfélagi sínu.“
Sankti Jósefsspítali var vígður árið
1926 og rekinn af Sankti Jósefssystrum
til ársins 1978 er ríkið tók við rekstrinum.
Ásgeir Theodórs var síðasti yfirlæknir
spítalans og segir hann að undir það
síðasta hafi því verið velt upp að flytja
starfsemina í nútímalegra húsnæði.
Byggingin hafi verið barn síns tíma og
ekki hentug fyrir nútíma heilbrigðis-
starfsemi. „Kjörið væri að opna þarna
safn um heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði
og um hið góða starf Sankti Jósefssystra.
Með því væri sögu þeirra sýnd verð-
skulduð virðing. Mikið er til af tækjum
og tólum frá upphafsárum spítalans sem
myndu sóma sér vel á slíku safni.“
Nú í vikunni voru Hollvinasamtök
Sankti Jósefsspítala stofnuð í Hafnar-
fjarðarkirkju.
2 Holtsbúð Garðabæ
Húsnæðið að Holtsbúð 87 í Garðabæ
stóð um tíma autt eftir að starfsemi
hjúkrunarheimilis sem þar var fluttist í
nýtt húsnæði. Að sögn Gunnars Einars-
sonar, bæjarstjóra í Garðabæ, keypti
bæjarfélagið Holtsbúð í mars á um 200
milljónir. „Þetta eru yfir 2.000 fermetrar
og við höfum velt fyrir okkur ýmsum
hugmyndum að nýtingu hússins í fram-
tíðinni. Ein þeirra er ungbarnaleikskóli.“
Sinnum ehf. leigir hluta húsnæðisins, 16
einstaklings- og hjónaherbergi, og býður
upp á búsetu fyrir eldra fólk. Einnig er
boðið upp á búsetu fyrir yngra fólk og
pör sem þurfa sérhæfða heimaþjónustu
vegna veikinda eða annarra aðstæðna.
3 Skurðstofur á
Suðurnesjum
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í
Reykjanesbæ var tveimur skurðstofum
lokað árið 2010 svo í dag er engin slík
starfsemi á svæðinu. Halldór Jónsson,
forstjóri HSS, segir mikið hafa verið
reynt að finna verkefni og leigja stof-
urnar út en án árangurs. „Þessi þróun á
sér stað um allt land og um allan heim
af ýmsum ástæðum. Erfitt er í ýmsum
tilvikum að fá sérhæft starfsfólk, sem
nauðsynlegt er fyrir slíka starfsemi,
til að búa úti á landi og sömuleiðis
er heilbrigðisstarfsfólk almennt með
sérhæfðari menntun en á árum áður
og leitar því frekar eftir því að starfa
á stærri og sérhæfðari einingum. Það
var slæmt að missa þessa þjónustu úr
nærsamfélaginu en við reynum að bæta
þetta upp, til dæmis með starfsemi
göngudeilda og komum sérfræðinga.“
4 Vífilsstaðir fullnýttir
að nýju
Um tíma var engin starfsemi í húsnæði
Vífilsstaða í Garðabæ en nú er búið
að taka það allt í notkun og eru þar
42 rými á þremur hæðum. Vistmenn
þar bíða allir eftir varanlegri vistun á
hjúkrunarheimili.
5 Skurðstofa á Húsavík
Eftir niðurskurð árið 2010 var skurð-
stofustarfsemi hætt hjá Heilbrigðis-
stofnun Þingeyinga á Húsavík. Að sögn
Jóns Helga Björnssonar, framkvæmda-
stjóra stofnunarinnar, er verið að skoða
hvernig nýta eigi rýmið í framtíðinni.
Íbúar sækja nú alla skurðstofuþjónustu,
eins og fæðingarþjónustu, sem áður var
veitt á Húsavík, til Akureyrar.
6 Hjúkrunarheimilið
Garðvangur í Garði
Allir íbúar Garðvangs fluttu um
miðjan mars á Nesvelli, nýtt hjúkr-
unarheimili í Reykjanesbæ. Húsnæði
Garðvangs stendur því autt. Að sögn
Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra
í Garði, er það stefna bæjarstjórnar-
innar að þar verði aftur rekin
hjúkrunarþjónusta við aldraða.
„Það byggist á því að fjármagn fáist
til nauðsynlegra endurbóta á hús-
næðinu. Hugmyndir eru um að þar
verði rekin 15 til 20 hjúkrunarrými
og verður unnið í því að ná samningi
við heilbrigðisráðuneyti um þann
rekstur,“ segir Magnús. Húsnæðið
Garðvangur er í eigu Dvalarheim-
ilis aldraðra á Suðurnesjum, sem
er samstarfsvettvangur sveitar-
félaganna Garðs, Sandgerðisbæjar,
Sveitarfélagsins Voga og Reykjanes-
bæjar.
7 Sjúkrahús
Keflavíkurflugvelli
Síðan Bandaríkjaher yfirgaf
Keflavíkurflugvöll árið 2006 hefur
sjúkrahúsið þar staðið autt og er
í umsjón Kadeco, Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar. Að sögn
Kjartans Þórs Eiríkssonar, fram-
kvæmdastjóra Kadeco, er búið að
hreinsa allt út úr húsinu og endur-
hanna það. Framkvæmdir eru þó
ekki hafnar. „Við horfum til þess að
útlendingum verði veitt heilsutengd
þjónusta í húsnæðinu því tækifærin
eru svo sannarlega til staðar og
markaðurinn erlendis fyrir slíkt fer
vaxandi.“ Bæði innlendir og erlendir
aðilar hafa lýst yfir áhuga á að
hefja starfsemi í sjúkrahúsinu og er
Kjartan bjartsýnn á að af því verði
fyrr en síðar.
8 Skurðstofur í
Vestmannaeyjum
Vegna niðurskurðar er skurðstofan
á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
aðeins opin á dagvinnutíma. Þar eru
framkvæmdar minni háttar aðgerðir
en enginn svæfingarlæknir starfar við
stofnunina. „Um leið og fjármagn fæst
getum við aftur boðið upp á skurðstofu-
þjónustu utan dagvinnutíma,“ sagði
Gunnar K. Gunnarsson.
1 2
3 4
5 6
7
8