Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Side 56

Fréttatíminn - 28.02.2014, Side 56
F ramkvæmdum er að ljúka og við brestum í taumlausa gleði,“ segir Jón Halldór Jónas- son, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Hverfisgatan hefur fengið hressilega andlitslyftingu á svæðinu milli Klappar- stígs og Vitastígs undan- farna mánuði og á morgun, laugardag, verður endur- bótunum fagnað. Allt yfirborð götu og gangstétta hefur verið end- urnýjað ásamt lögnum. Nú eru malbikaðar hjólareinar beggja vegna götunnar og gatnamót hafa verið stein- lögð og upphækkuð. Snjó- bræðsla er undir hellulögn á gatnamótum og í göngu- leiðum og á hjólareinum. Formleg opnun Hverfis- götunnar verður klukkan 14 á laugardag. Hún hefst með skrúðgöngu frá Bíó Paradís þar sem sirkusfólk verður með í för. Lúðra- sveit Samma heldur uppi karnivalstemningu og fólki er frjálst að viðra öskudags- búningana kjósi það svo. Klukkan 14.30 heldur Jón Gnarr borgarstjóri ávarp og dregið verður úr lukku- potti sem fólk getur skráð sig í. Boðið verður upp á veitingar frá Austur Indí- afjelaginu og verða þær veittar utandyra ef veður leyfir, en annars inni í Bíó Paradís. Allir eru velkomn- ir á hátíðahöldin. Í næsta áfanga endurnýj- unar Hverfisgötunnar verð- ur endurnýjaður kaflinn frá Vitastíg að Snorrabraut. Útlit þessa kafla verður með svipuðu sniði og fyrir neðan Vitastíg. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í mars og þeim ljúki í ágúst.  Miðborgin EndurbótuM á HvErFisgötu Fagnað á laugardag Heljarinnar húllumhæ á Hverfisgötu Það verður mikið um að vera í miðborginni um helgina. Matarhátíðin Food & Fun stendur nú sem hæst og á laugardag verður endur- bótum á Hverfisgötunni fagnað. Opnunarhátíð Hverfisgötunnar hefst klukkan 14 og má búast við miklu fjöri. Þennan sama dag verður langur laugardagur í miðbænum og kaupmenn verða í góðu skapi eins og aðrir. – S k ó l a v ö r ð u s t í g 1 6 , 101 R e y k j a v í k . w w w. g e y s i r. c o m – M á nud a g a t i l L au g a r d a g a , 10 : 0 0 – 19 : 0 0 S u n nud a g a , 1 1 : 0 0 – 17: 0 0 REYKJAVÍK AKUREYRI www.ullarkistan.is NÝJAR VÖRUR á börn og fullorðna Sælkerasamlokur, djúsar, kaffi og miklu meira. HreinSun og endurnýjun í 55 ár Laugavegi 86 sími 511-2004 Hjá okkur er mikið úrval af fallegu íslensku handverki Laugavegi 8, sími 552-2412Laugavegi 24 Full búð aF Fallegum vörum Hverfisgötu 105, sími 551-6688 Hverfisgatan milli Klapparstígs og Vitastígs hefur fengið andlitslyftingu. Malbikaðar hjólareinar eru nú beggja vegna götunnar og snjóbræðsla hefur verið sett undir. Opnunarhátíð götunnar verður á laugardag klukkan 14. Ljósmyndir/Hari 56 miðborgin Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.