Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 5
SVEITARSTJORNARMAL
Tímarit um málefni íslenzkra sveitarfélaga.
i. árgangur Útgefandi og ritstjóri:
19 41 JÓNAS GUÐMUNDSSON, eftirlitsmaáur sveitarstjórnarmálefna.
1. HEFTI Utanáskrift: „Sveitarstjórnarmál11, Alþýðuhúsiá, Reykjavík.
Sveitarstjórnarmálin era hvort tveggja í senn, einn fjölbreyttasti og yfir-
gripsmesti þátturinn í opinberum málum hverrar menningarþjóðar.
Valcl það og starfræksla sú, sem að lögum er lagt í hendnr sveitarstjórn-
anna, er mikið og vandmeðfarið.
Með öðrum menningarþjóðum er fyrir löngu vaknaður skitningur manna
á mikilvægi þess, hve sveitarstjórnarmálin eru þjóðfélagslega þýðingarmikil.
Má í því sambandi geta þess, að á öllum Norðurlöndum hafa verið gefin út
tímarit um málefni sveitarfélaganna. Víða er og til félagsskapur með þeim
mönnum, sem gegna störfum í hreppsnefndum og bæjarstjórnum, og nám-
skeið haldin og skólar reknir fyrir unga menn, sem ætla sér að gefa sig að
þeim málum. Hér á landi hefur enn ekkert verið gert í þessa átt.
Ég hef ráðizt í útgáfu þessa rits í því skyni, að það geti orðið fyrsti vísir
að meira samstarfi milli þeirra manna, sem sveitarstjórnarmál láta sig nokkru
skipta, og i'il þess að auka þekkingu þeirra í þessum efnum.
Von mín er sú, að innan skamms megi takast að koma á fót félagi íslenzkra
sveitarstjórnarmanna, sem þá að sjálfsögðu tæki við úlgáfu ritsins og setli því
ritstjórn, en sú er venjan um svipuð rit annars staðar, þar sem ég hef haft
spurnir af.
Störfum gegna nú hér á landi í bæjarstjórnum, sýslunefndum og lxrepps-
nefndum nokkuð á annað þúsund manns, svo að ekki ætii það að vera ókleift
að láta ritið bera sig f járhagslega, ef allir legðust á eitt.
Allmargir áhrifamenn á sviði sveitarstjórnarmála og sérfræðingar í ýms-
um þeim greinum, er sveitarfélögin varðar mestu, hafa þegar heitið ritinu
stuðningi sínum. ,
Ég l'egg svo framtíð þessa rits í hendur íslenzkra sveitarstjórnarmanna
i hreppum og kaupstöðum landsins. Ég er í engum efa um, að þeim muni tak-
ast að gera það að tengilið sín í milli í öllu því, sem mestu máli skiptir í liinu
þýðingarmikla starfi þeirra.
Reykjavík, 1. sejit. 1941.
JÓNAS GUÐMUNDSSON