Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 6

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 6
2 SVEITARSTJÓRNARMÁL r Fyrsti ríkisstjóri Islands. Hinn 17. júní s. 1. gerðist á Alþingi Islendinga annar merkasti atburður, sem gerzt hefur í sögu íslenzku þjóðarinn- ar allt frá þvi bygging landsins hófst. Sá atburður var, er Alþingi kaus Svein Björnsson, sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn, sem fyrsta ríkisstjóra ís- lands. Sá atburður í sögunni, sem merk- ari verður að teljast, enda nauðsyn- legur undanfari þessa, var stofnun Al- þingis árið 930, er íslendingar komu hér á stofn því þjóðskipulagi, sem á þeim tímum mun liafa verið fremra skipu- lagi flestra þ.jóða annarra á þeim tím- um, og íbúar íslands urðu að einni, sam- einaðri þjóð. Yfir athöfn þeirri, er fram fór á Al- þingi þriðjudaginn 17. júni 1941, hvildi sá hátíða- og alvörublær, að allir við- staddir fundu, að óvenjulegt augnablik í sögu íslands var að líða bjá. Riti þessu, sem að vísu er ætlað að fjalla um málefni sveitarfélaganna ein- göngu, þykir hlýða að geta hér að nokkru þessa inerkisatburðar og birta nokkrar myndir, sem honum eru tengd- ar. Sýnist ekki óviðeigandi, þó nokkuð sé umliðið siðan atburður þessi gerðist, að frásögnin um hann geymist í „Sveitar- stjórnarmálum“, þar sem þau hefja göngu sína á hinu sama ári. Aðdragandi ríkisstjórakjörsins er nokkur, og er rétt að rifja helztu atriðin hér unp, þó að þau séu éflaust flestum enn í fersku minni. Með hernámi Danmerkur, sem fram fór 10. apríl 1940, rofnaði allt samband milli íslands og Danmerkur af orsök- um, sem báðum þjóðum, Dönum og ís- lendingum, voru óviðráðanlegar. Gerði Alþingi þá sama dag eftirfarandi álykt- anir um meðferð hins æðsta valds í málefnum ríkisins og meðferð utanrílds- mála og landhelgisgæzlu. 1. Þingsályktun um æðsta vald í málefnum ríkisins. „Með því að ástand það, sein nú hefur skapazt, hefur gert konungi íslands ó- kleift að fara með vald það, sem hon- um er fengið í stjórnarskránni, lýsir Alþingi yfir þvi, að það felur ráðuneyti íslands að svo stöddu meðferð þessa valds.“ 2. Þingsályktun um meðferð utanríkismála og landhelgisgæzlu. „Vegna þess ástands, sem nú hefur skapazt, getur Danmörk ekki rækt um- boð til meðferðar utanríkismála íslands samkvæmt 7. gr. dansk-íslenzkra sam- bandslaga né landhelgisgæzlu sam- kvæmt 8. gr. téðra laga, og lýsir Aljiingi þess vegna yfir því, að ísland tekur að svo stöddu meðferð mála þessara að öllu leyti í sínar hendur.“ Á þennan hátt fluttist hið æðsta vald inn í landið 10. april 1940 og var ráð- slafað til bráðabirgða eins og að fram- an segir. En augljóst var, að sú skipun gæti >ekki haldizt lil Iangframa, svo erfið sem hún var í framkvæmd, er fimm ráð- lierrar skyldu í sameiningu fara með hið æðsta vald í landinu, og gat fyrr eða síðar leilt til ýmissa árekstra og vand- ræða. Ákvað Alþingi því nú i vor að gera á þessu þá breytingu að fela liið æðsta vald einum manni, ríkisstjóra, þar lil fullur aðskilnaður hefði farið fram milli Danmerkur og íslands, er bæði löndin hefðu aftur endurbeimt frelsi silt. Jafnframt því gerði Alþingi tva>r aðrar þingsályktanir sama dag, þar sem það lýsir yfir vilja sinum um fram-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.