Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 9

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 9
SVEITARSTJÓRNARMÁL hverfis og á Austurvöll. Var gjallar- liornum frá þinghússölunum komið fyr- ir utan á húsinu, svo allt heyrðist, sem fram fór. Forseti sameinaðs Alþingis, Haraldur Guðmundsson, setti fundinn og lýsti því, að á dagskrá fundarins væru tvö mál: 1. Kosning ríkisstjóra íslahds. 2. Ríkisstjórinn vinnur eið eða dreng- skaparheit að stjórnarskránni. Fór kosning því næst fram, og hlaut Sveinn Björnsson, sendiherra, 37 at- kvæði. Að því loknu mælti forseti: ,,Nú mun forsætisráðherra ganga á fund hins nýkjörna ríkisstjóra og kveðja hann til að taka við embætti sínu. Vil ég biðja háttvirta þingmenn að bíða í sætum sínum á meðan.“ Gekk forsætisráðherra þá af fundi, en kom að nokkurri stund liðinni aftur, og var þá' hinn nýkjörni ríkisstjóri i fylgd með honum. Er þeir gengu í salinn, risu þingmenn úr sætum sínum. Gekk ríkis- stjóri þá fram fyrir sæti forseta, en for- setinn mælti: „Herra Sveinn Björnsson. Þér hafið verið kosinn rikisstjóri íslands á fundi Alþingis í dag til jafnlengdar næsta árs, og ber yður nú að undirrita eið eða drengskaparheit um að halda stjórnar- skrá ríkisins.“ Tók ríkisstjóri sér þá sæti við borð, er sett hafði verið gegnt stóli forseta, en skrifstofustjóri Alþingis, Jón Sigurðsson, gckk í þingsalinn og lagði skjöl á borðið fyrir framan ríkisstjórann. Var það yfir- lýsing sú, sem hann skyldi undirrita. Fór athöfn þessi fram í viðurvist alls þing- heims. Drengskaparyfirlýsing ríkisstjóra er svo hljóðandi: „Ég undirritaður, sem kosinn er ríkis- stjóri íslands, heiti því, að viðlögðum drengskap og mannorði, að halda stjórn- arskrá ríkisins.“ Að þessu loknu mælti forseti: „Hinn kjörni ríkisstjóri hefur nú und- irritað drengskaparheit um að halda stjórnarskrá ríkisins. Hæstvirtur for- sætisráðherra tekur nú til máls.“ Þá mælti forsætisráðherra, Hermann Jónasson: Fyrsli rikisráðsfundurinn undir forsæti ríkissíjúra 27. júní 19'tl.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.