Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Side 11
SVEITARSTJÓRNARMÁL
7
Bcssastaðir.
Bústaður ríkisstjórans.
Þegar fullráðið var, að ríkisstjóri yrði
kosinn, fór ríkisstjórn og Alþingi að
svipast um eftir bústað, sem frambæri-
iegur væri til íbúðar æðsta manni ríkis-
ins.
Til greina virtist heizt koma Frí-
kirkjuvegur 11 í Reykjavík, áður fyrr
hús Thor Jensen, og er um það einn
fegursti trjágarður í Reykjavík.
En 14. júní skýrði forsætisráðherra
frá því, að ríkisstjórninni hefði borizt
bréf frá Sigurði Jónassyni, forstjóra
Tóbakseinkasölu ríkisins, þess efnis, að
bann gæfi ríkinu höfuðbólið Bessastaði
á Álftanesi með öllu tilheyrandi fyrir
ríkisstjórabústað.
Bessastaðir eru, svo sem kunnugt er,
einn hinn sögufrægasti staður á Islandi,
og sá staður, sem lengst af hefur verið að-
setursstaður æðstu valdsmanna á landi
hér, þó að þeir væru umboðsmenn
erlends konungsvalds.
Með gjöf þessari var til lykta ráðið í
einuni svip því vandamáli, hvar ríkis-
sljóri íslands skyldi sitja, að minnsta
kosti fyrst um sinn. En ekki er ólíklegt,
að sú skipun verði á því máli í fram-
tíðinni, að vegleg höll verði reist æðsta
manni ríkisins í Reykjavík, en Bessa-
staðir verði sumardvalarstaður eða land-
selur ríkisstjórans.
Gjöf þessi er svo einstæð, að hún mun
lengi í minnum höfð hér á landi.
Verðmætið, sem hér er um að ræða