Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 12
SVEITARSTJÓRNARMÁL
8
að gjöf, er a. m. k. 150 þúsundir króna,
og gerir það eitt fyrir sig gjöf þessa
alleinstæða, þvi slíkar stórgjafir munu
fáar eða engar hafa verið gefnar áður
hér á landi. Hitt er þó einstæðara, að á
sama tíma og íslenzka þjóðin tekur
formlega í sínar hendur öll sín mál
skuli henni áskotnast að gjöf sá staður í
' landinu, sem lengst af hefur verið að-
setursstaður þeirra manna, er hér réðu
fyrrum mestu, og eftir það að liafa
verið það menntasetur á íslandi, sem
vakti islenzku þjóðina til lifs að nýju,
skuli það nú verða aðsetursstaður æðsta
manns íslenzka ríkisins.
Mun þessi höfðinglega gjöf Sigurðar
Jónassonar áreiðanlega verða lengi í
minnum höfð og vart skemur en sú gjöf,
sem henni er likust, en það er gjöf
Ísleifs biskups Gissurarsonar, er hann
gaf íslenzku kirkjunni Skálholt til
biskupsseturs.
r
Lög um ríkisstjóra Islands.
1. gr. — Alþingi kýs ríkisstjóra til eins
árs í senn, og fer hann með vald það,
sem konungi er falið í stjórnarskránni.
2. gr. — Kosning ríkisstjóra fer fram
í sameinuðu Alþingi.
Rétt kjörinn ríkisstjóri er sá, er hefur
meiri hluta greiddra atkvæða við ó-
bundna kosningu, enda séu að minnsta
kosti % hlutar þingmanna á fundi og eigi
jiátl í atkvæðagreiðslu. Hljóti enginn
þann atkvæðafjölda við fyrstu kosningu,
skal kosið óbundinni kosningu að nýju.
Nú verður kosning þá eigi lögmæt, og
skal þá kjósa um þá tvo menn, er flest
fengu atkvæði við þá kosningu; en hafi
við þá kosningu fleiri fengið jafnmörg
atkvæði, ræður hlutkesti, um hverja tvo
skuli kjósa. Ef þeir fá báðir jafnmörg
atkvæði við hundnu kosninguna, ræður
hiutkesti, hvor þeirra verður ríkisstjóri.
Kosning skal vera skrifleg, og telst
auður seðill greitt atkvæði.
3. gr. — Kjörgengur til ríkisstjóra er
hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir
skilyrðum kosningarréttar til Alþingis,
að fráskildu búsetuskilyrðinu.
4. gr. — Nú deyr ríkisstjóri eða lætur
.af störfum áður en kjörtíma hans er
lokið, og skal Alþingi þá kjósa nýjan
ríkisstjóra, svo fljótt sem kostur er.
Ákveða má þá, að sú kosning gildi ein-
ungis til næsta reglulegs Alþingis.
5. gr. — Nú verður sæti ríkisstjóra
laust eða hann getur ekki gegnt störfum
uin sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika
eða af öðrum ástæðum, og skal þá ráðu-
neyti íslands fara með vald ríkisstjóra.
6. gr. — Ríkisstjóri má eigi vera
alþingismaður né gegna öðrum opinber-
um störfum en rikisstjórastarfinu. Eigi
má hann heldur gegna störfum fyrir
félög, stofnanir eða fyrirtæki einstakra
manna eða félaga.
7. gr. — Ríkisstjóra skulu greiddar af
ríkisfé þrjátíu þúsundir króna í laun á
ári, auk útlagðs kostpaðar. Hann hefur
ókcypis bústað, ljós og hita, og er undan-
þeginn öllum opinberum gjöldum og
sköttum.
8. gr. — Ríkisstjóri vinnur eið eða
drengskaparheit að stjórnarskránni, er
hann tekur við störfum. Af eiðstaf þess-
um eða heiti skal gera tvö samhljóða
frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóð-
skjalasafnið hitt.
9. gr. — Ríkisstjóri ber eigi ábyrgð á
stjórnarathöfnum. Hann verður eigi sótt-
ur til refsingar nema með samþykki Al-
þingis.
10. gr. — Rikisstjóri hefur aðsetur í
Reykjavík eða næsta nágrenni.
11. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi.