Sveitarstjórnarmál

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 15

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 15
SVEITAHSTJÓRNARMÁL 11 landinu. Var málinu þá komið í það horf, að við var unandi. Á árinu 1938 fékk þessi sjóður tekjur í fyrsta sinn, og var það ár jöfnuð til fulls fátækraframfærslan eins og fram- færslulögin ákváðu fyrir bæði árin 1936 og 1937, en þangað tií hafði jöfnun alltaf farið franr tveim árum eftir að reikning- ar voru gerðir, svo það jók enn erfið- leika sveitarfélaganna. Annars er það of langt mál hér að gefa fullkomna lýs- ingu og útskýringu á jöfnunarfyrir- komulaginu. En það er eitt af þeim mál- um, þar sem við Islendingar erum á undan öllum þeim þjóðum, sem ég hef spufnir af, og fullkomlega þess vert, að menn kynnist því til fullrar hlítar. Það er fyrst á síðastliðnu ári, sem telja má, að því markmiði sé að fullu náð, að fullkomin fátækrajöfnun geti frarn farið eftir ákvæðum framfærslu- laganna, þannig að eins árs framfærsla yrði jöfnuð þegar að því ári liðnu, er hún féll til á. Má líka telja, að nú sé sæmilegt lag koinið á útfyllingu og send- ingu skýrslna frá hreppsnefndum og bæjarstjórnum. Þó var á síðasta ári — 1939 — þar tvennt við að athuga, sem endilega þarf að komast í lag. Annað er það, að skýrslurnar koma of seint frá sveitarstjórnum, svo útreikningur jöfn- unarfjárins dregst fyrir það of lengi. Hitt er, að þau hreppsfélög, sem enga eða litla framfærslu hafa og vita því, að þau fá ekkert fé frá Jöfnunarsjóði, senda engar skýrslur né tilkynningar, lieldur svara alls engu. Er þetta ótækt, því enginn getur vitað, hvort ástæðan er sú, að engin framfærsla var, eða hún er sú, að skýrsla hafi misfarizt, reikningar séu í ólestri eða einhver önnur gild or- sök liggi til vöntunarinnar. Við það, að sýslumenn hafa gengizt í málið, hefur tekizt að fá þetta upplýst víðast hvar, en slíks ætti ekki að þurfa og kemur von- andi ekki fyrir i framtíðinni. Því miður er það svo, að ýmsar mikilsverðar upplýsingar vantar í skýrslur þær, sem berast frá hrepps- nefndum og hæjarstjórnum um þessi mál, til þess að fullkomið yfirlit fáist. Er það að verulegu leyti sök oddvitanna og bæjarstjórnanna, því þeir láta undir höfuð leggjast að fylla út sumar skýrsl- urnar í hreppsreikningunum, og sumir gera það skakkt, en auk þess hafa eyðu- blöðin, sem þeim hafa verið send vegna jöfnunarsjóðsins, ekki dálka fyrir ýmsar nauðsynlegar upplýsingar. Þetta stafar af því fyrst og fremst, að annarra upp- lýsinga hefur ekki verið leitað en þeirra, sem nauðsynlegar voru til þess að lit- reikningur jöfnunargjaldsins gæti orðið sem réttastur. Þannig liggja til dæmis enn ekki full- nægjandi skýrslur fyrir um það, hve margir menn hafa notið framfærslu- stvrks í landinu 1938. Það eru heldur ekki fullnaðarskýrslur til um, af hvaða orsökum framfærslustyrkurinn er veitt- ur, og fleira, sem nauðsynlegt er, að upp- lýst sé, til þess að rétt mynd fáist af fátækraframfærslunni í landinu. Úr þessu mun nú reynt að bæta eftirleiðis, og er þess að vænta, að oddvitarnir og bæjarstjórarnir bregðist vel við um að senda útfylltar, rétt og vel, skýrslur þær og eyðublöð, er þeim verða send nú í vet- ur. Mun þá fást rétt mynd af heildar- framfærslunni i landinu. Hreppsnefndir og bæjarstjórnir verða að hafa það hug- fast, að þær eru opinber stjórnarvöld, sem falið er af ríkisvaldinu að fara með tiltekin mál á ákveðnum svæðum, og að störf þeirra eru einn þýðingarmesti þátt- L urinn i opinberu lifi þióðarinnar. Þeirra metnaður á því fyrst og fremst að vera sá, að þær sýni í öllu, að þær séu hlut- verki sínu vaxnar og vilji rækja það sem bezt. Ég mun þá vikja að því, sem sjá má af skýrslum þeim, er fyrir liggja nú um fálækraframfærsluna 1938. Það fé, sem á árinu 1938 var hér á landi varið til fátækraframfærslu, nam samtals 3 millj. 278 þúsund og 962 krón- um, og er það 87 þúsund 576 krónum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.