Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 20
lf)
SVEITARST JÓRN ARM ÁL
Mér er ljóst, að yfirlit þetta er næsta
ófullkomið. Verst er þó, að ekki hefur
nú verið hægt að gefa fullnaðarsvör við
ýmsum þeim spurningum, þessi mál
snertandi, sem margir myndu óska eftir,
en cg mun reyna að bæta úr því í fram-
líðinni eins og föng verða á, og vona ég
að geta þar til notið stuðnings allra odd-
vita og bæjarstjóra í landinu.
Sveitarstjórnarmálin hafa því miður
verið vanrækt allt of lengi, en þau eru í
engu ómerkari þáttur í þjóðfélagsmálun-
um en liin svokölluðu almennu stjórn-
mál, og sú þjóð, sem á fjárhagslega sterk,
frjáls og heilbrigð sveitarfélög, stjórnað
af mönnum með fullkominni ábyrgðar-
tilfinningu og þekkingu og skilningi á
starfi sínu, henni mun vegna vel í fleiru
tilliti og hafa möguleika til þess að vaxa
og el'last í bezta skilningi þeirra orða.
1939
Laust eftir áramótin 1940 flutti ég
i útvarpið yfirlit inn fátækraframfærsl-
una 1938, liyggða á skýrslum þeim til
Jöfnunarsjóðs hæjar- og sveitarfélaga,
sem gefnar eru ár hvert, og með hliðsjón
af reikningum hreppa og kaupstaða.
Verður nú hér gefið svipað yfirlit fyrir
árið 1939. Ástæðan fyrir því, að það er
ekki fvrr gert en nú, er sú, að svo seint
hafa borizt ýmsar skýrslur og reikningar
varðandi árið 1939, sem nauðsynlegt var,
að fengjust áður en yfirlitið var gefið,
til þess að sein réttust mynd gæti orðið
dregin upp af framfærslumálunum í
landinu eins og þau voru það ár.
Svo sem kunnugt er, er skipun fram-
færslumála hér á landi nú með allmikið
öðrum hætti en hjá nokkurri þeirri þjóð,
er við höfum sæmilega náin kynni af.
Svo má kalla, að landið allt sé eitt fram-
færsluhérað, þar sem það eru nú lög hér,
að hver maður, sem ekki hefur áður
þegið af sveit, á þar framfærslurétt, sem
hann tekur sér hólfestu, og fátækra-
byrðin er jöfnuð milli sveitarfélaganna
af ríkissjóði, þannig að mjög nálgast, að
ekkert sveitarfélag beri meiri byrðar í
þessu skyni en meðaltalsbyrðar, þegar
miðað er við landið allt.
Þetta fyrirkomulag á framfærslumál-
um hér á sér langa þróunarsögu og að
ýmsu mjög merkilega. Skipun fram-
færslumálanna er eitt af þeim fáu mál-
um, sem hafa sloppið við það á Alþingi
að verða að flokksmálum, og svo ein-
dreginn var vilji Alþingis til að reyna
þetta fyrirkomulag 1935, er framfærslu-
lögin voru sett, að þau máttu heita af-
greidd frá þinginu með öllum atkvæð-
um.
En þar sem hér er um að ræða löggjöf,
sem ekki er til annars staðar og því ekki
hægt að sækja annað reynsluna af henni,
og er hér á landi nýmæli á löggjafar-
sviðinu, er nauðsynlegt, að allir geri sér
það Ijóst, að smátt og smátt verður að
lagfæra það, sem sýnilega á ekki við eða
reynist verr en ætlað var í öndverðu.
Þetta hefur nú orðið að gera um nokk-
ur atriði framfærslulaganna frá 1935.
1 höfuðdráttunum er skipun fram-
færslumálanna nú þessi hér á landi:
Hver maður, sem ekki hefur þegið af
sveit, á framfærslurétt í þeirri sveit, er
hann á lögheimili í, og eignast það þegar
i stað í liverri annarri sveit, er hann flyzt
til, án þess sérstaks dvalartíma þar sé
krafizt.
Hvert bæjar- og hreppsfélag er fram-
færslusveit fyrir sig að því leyti, að þeim
ber að leggja lit til framfærslumála það
fé, sem til þeirra þarf á hverjum tíma í
sveitarfélaginu.
Ríkissjóður veitir árlega 700 þús. kr.
lil þess að jafna með framfærslubyrð-
arnar á sveitarfélögunum, og er því ár-
lega fundið út, hver er meðaltalsfram-
færsluþun ú á öllu landinu og hver hann
ætti, samkvæmt því, að vera í hverjum
einstökum hreppi og kaupstað.
Nái eitthvert sveitarfélag ekki að hafa
meðaltalsframfærslukostnað, fær það
ekki jöfnun frá ríkissjóði og sleppur,
hvort sem það er nærri eða fjarri meðal-
tali, með þá framfærslu, er það hefur.