Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 21
SVEITARSTJÓRNARMÁL
17
Hins vegar fá þau sveitarfélög, sem hafa
meira en meÖaltalsframfærsluþunga, end-
urgreidda % af því, sem umfram er
meðaltalið.
Sem dæmi um þetta má taka, að hafi
einhver hreppur t. d. 25 þús. kr. í fram-
færslukostnað, en eigi aðeins að hafa,
samkv. meðaltalsreikningnu.m, 10 þús.
kr., er „umframbyrði" þessa hrepps 15
þús. kr. Af þeirri upphæð fær hann end-
urgreiddar sem „jöfnun“ 10 þús. kr„ svo
raunverulega her sá hreppur 5 þús. kr.
umfram meðallalsframfærslu á öllu land-
inu, sem hann hvergi frá fær endur-
greiddar. Um fullkomna jöfnun á fá-
tækrabyrðinni er því ekki að ræða
enn þá.
Fram til ársins 1940 giltu um Reykja-
vík nokkuð aðrar útreikningsreglur en
önnur sveitarfélög, en þessu var hrevtt
í árslokin 1939, svo Ihún er nú í sama
flokki og önnur sveitarfélög og því ekki
á neinn hátt verr sett en þau. Hún fær nú
fulla jöfnun fátækrabyrði sinnar á sama
hátt og önnur sveitarfélög landsins.
Á árinu 1938 nam fátækraframfærslan
á öllu landinu kr. 3 278 962.00 og var þá
kr. 87 576.00 hærri en 1937. En á árinu
1939 nam framfærslan 2 millj. 970 þús.
487 kr„ eða var rúmlega 300 þús. kr.
minni en 1938. Stafar þetta nokkuð af
því, að hagur almennings fór að batna
síðari hluta ársins 1939, en einkum mun
þessi lækkun þó stafa af því, að eftir
því sem tryggingarnar koma meira til
sögunnar, færist yfir á þær, bæði sjúkra-
og ellitrygginguna, nokkur hluti þess
kostnaðar, sem áður var talinn til fá-
tækraframfærslunnar.
Árið 1938 voru hér í landinu 214 sveit-
arfélög, þ. e. 8 kaupstaðir, 12 kauptún
með yfir 500 íbúa og 194 hreppsfélög og
smærri þorp.
Á árinu 1939 var tveim stórum hrepp-
um skipt, svo hreppunum fjölgaði um 3.
Voru það Vindhælishreppur í Austur-
Húnavatnssýslu, sem skipt var í 3
hreppa: Vindhælishrepp, Höfðahrepp og
Skagahrepp, og Kirkjuhvammshreppur í
Vestur-Húnavatnssýslu, sem skipt var í
Kirkjuhvamms- og Hvammstangahrepp.
Eru þannig í árslokin 1939 alls í land-
inu 217 sveitarfélög.
Kaupstaðirnir 8 bera vitanlega eins og
áður allan meginþunga framfærslunnar,
en hún skiptist í aðaldráttum þannig
1939:
Reykjavík ......-..... kr. 1 584 059.00
Aðrir kaupstaðir (7) .. — 675 727.00
Kauptúnin (12) ...... —- 271 870.00
Kaupstaðir og kauptún
samtals ............. kr. 2 531 656.00
Önnur sveitarfél. (197) — 438 831.00
Samtals kr. 2 970 487.00
AIJ þessu sést, að Reykjavíkurkaup-
staður einn hefur þetta ár borið rúm-
lega helming allrar fátækraframfærslu
landsins, eða um 53%.
Kaupstaðirnir allir, þar með talin
Reykjavík og stóru kauptúnin, bera °A
allrar fátækrabyrðarinnar, en hin sveit-
arfélögin, 197 að tölu, bera Vi hluta
hennar.
Við útreikning jöfnunarfjárins er
farið að % hluta eftir fólksfjölda, og
þá aðeins miðað við fólk á aldrinum 18
—60 ára, eða það, sem kalla má vinnu-
fært fólk.
Samkvæmt skýrslunum, sem um þetta
bárust, var fólk á þeim aldri hér á landi
á árinu 1938 samtals 62 402, en á árinu
1939 samtals 63 480, svo fólki á þessum
aldri virðist hafa fjölgað á árinu um
1 078.
Skiptist mannfjöldi þessi þannig, að í
kaupstöðum og kauptúnum eru 37 312,
eða 473 fleira en 1938, en í hreppunum
26 168, eða 605 manns fleira en 1938.
Virðist því fólki á þessum aldri hafa
fjölgað mun meira í sveitunum en í
kaupstöðunum árið 1939. Er þó þess að
gæta, að þar eru með smákauptúnin —-
upp að 500 íbúum —, svo vel má vera,
að meginhluti þessarar fjölgunar sé þar.
Auk þess eru skýrslur hreppstjóranna
um þennan mannfjölda ekki nákvæmar,
3