Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Side 22
18
SVEITARSTJÓRNARMÁL
og frá sumum vantar þær, og verður þá
að reyna að fá manntal þetta eftir öðr-
um leiðum.
Fátækrabyrði kaupstaðanna var 1939
eins og hér segir, talið í þús. króna:
Reykjavík 1584 þúsund
Hafnarfjörður ... 168 —
Vestmannaeyjar .. .. — 153 —
ísafjörður .. — 118 —
Akurevri .. — 103 —
Siglufjörður 68 —
Seyðisfjörður .... .. — 35 —
Neskaupstaður ... 27 —
Af kauptúnunum er Eskifjörður iang-
hæstur, með 51 þúsund króna fram-
færslu. Næst er Keflavík með 40 þúsund
krónur, þá Stykkishólmur, Akranes,
Sauðárkrókur og Húsavík með 30 þús-
und krónur hvert.
Borgarnes er enn sem fyrr lægst allra
kauptúnanna, með aðeins 1 600 króna
fátækraframfærslu.
Af hreppunum hafa þessir þyngstar
framfærslubyrðar 1939:
Glæsibæjarhr. í Eyjafirði kr. 21 600.00
Gerðahr. í Gullbr.sýslu .. — 16 700.00
Miðneshr. í Gullbr.sýslu — 13 100.00
Fáskrúðsfjarðarhreppur í
S.-Múlasýslu ............ — 12 500.00
Vopnafjarðarheppur í N.-
Múlasýslu ............... — 11 200.00
Stokkseyrarhr. í Árness. — 10 300.00
Aðrir hreppar allir hafa undir 10 þús.
króna framfærslu.
Samanlögð framfærsla þessara 6
hreppa nemur kr. 85 600.00, eða % hluta
allrar framfærslunnar, sem hvílir á hin-
um 197 lireppsfélögum, er tilheyra 2.
jöfnunarflokki.
Á árinu 1939 eru 40 sveitarfélög, sem
enga fátækraframfærslu hafa, og 7 þar
sem styrkveitingarnar nerna um 100
krónum.
Þau sveitarfélög, sem enga framfærslu
liöfðu 1938, voru 35 að tölu.
Engin elli- og örorkulaun eru greidd
í 11 hreppum og aðrir 11 eru með slíkar
greiðslur undir 100 krónum.
En sveitarfélög, þar sem hvorki er
greiddur framfærslustyrkm- né ellilaun,
eru þó ekki nema 4 alls á landinu, en
þau voru 7 árið áður.
Eins og áður er sagt, hefur fátækra-
byrðin minnkað um rúmlega 300 þúsund
krónur frá því 1938.
Hlutfallslega mest er lækkunin hjá
hreppsfélögunum, eða 98 þúsund krónur.
Reykjavík hefur lækkað um 92 þúsund
krónur, kaunstaðirnir hinir um 80 þús-
und krónur og kauptúnin um 30 þúsund
krónur.
Með lögunum um Jöfnunarsjóðinn frá
1937 var ákveðið, að jöfnunin milli sveit-
arfélaganna skyldi ekki einungis taka
tillit til fátækraframfærslunnar einnar,
heldur og til þess, hvað sveitarfélögin
legðu fram til ellilauna og örorkubóta
og til kennaralauna, og að því fé, sem
eftir yrði, þegar allt þetta hefði verið
jafnað eftir reglum framfærslulaganna,
skyldi skipt upp milli sveitarfélaganna i
réttu hlutfalli við framlög hvers og eins
til þessara mála.
Til ellilauna og örorkubóta telja
sveitarfélög landsins öll sig hafa varið
kr. 1 094 425.00, og er það kr. 242 663.00
meira en árið áður.
Af þessu framlagi greiðir Reykjavík
um 50%, eins og af framfærslukostnað-
inum.
Aðrir kaupstaðir greiða til þessa kr.
221 538.00, kauptún með yfir 500 íbúum
greiða kr. 78 755.00, en hreppar og
smærri kauptún kr. 222 876.00.
Hefur framlagið til ellilauna og ör-
orkubóta alls staðar vaxið frá því árið
áður.
Til kennaralaunanna er varið samtals
úr sveitarsjóðum öllum kr. 714 938.00, og
er það 86 þúsund krónum meira en árið
áður.
Hlutfall Reykjavíkur er þar lægra en
í báðum 'hinum flokkunum, en blutfall
hinna kaupstaðanna tiltölulega langhæst.