Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 23
SVEITARSTJÓRNARMÁL 19 Til kennaralaunanna greiðir: 1. Reykjavík ........... kr. 288 180.00 2. Aðrir kaupstaðir .... — 221 809.00 (eða 31 þúsund krón- ur að nieðaltali á hvern þeirra) 3. Kauptún með 500 í- búa o. fl........... — 51 937.00 (eða 4 300 krónur á hvern hrepp að með- altali) 4. Hreppsfélögin (197) . — 153 012.00 (eða ,770 krónur á hvern hrepp að með- altali) Samanlagður kostnaður sveitarfélaga landsins af fátækraframfærslu, ellilaun- um, örorkubótum og kennaralaunum var árið 1939: 4 milljónir 779 þúsund 850 krónur, og er það sú upphæð, sem lögð er til grundvallar við útreikning jöfnunarfjár- ins. Er hún aðeins kr. 33 800.00 lægri en heildartalan fyrir 1938. Við útreikning jöfnunarfjárins er land- inu skipt í 2 jöfnunarsvæði, eða jöfn- unarflokka, sem við nefnum 1. og 2. flokk. í fyrsta flokki eru kaupstaðirnir allir og kauptún með yfir 500 íbúum, en í öðrum flokki eru öll önnur sveitarfc- lög. í 1. flokki eru alls 20 sveitarfélög, en í 2. flokki eru þau 197. Skiptingin fer fram á þann hátt, að meðaltalsvísitala er fundin fyrir hvorn þessara flokka fyrir sig og eftir henni reiknað út, hver ætti að vera framfærsla hvers einstaks sveitarfélags, jiegar til grundvallar er lagður mannfjöldi þess, milli 18 og 60 ára, skattskyldar tekjur íbúanna, skuldlausar eignir og fasteigna- mat í sveitarfélaginu. Hafi sveitarfélag hærri útgjöld til fálækramála, elli- og örorkutrygginga og kennaralauna en nemur meðaltalsfram- færslutölu þess, fær það endurgreidda % af umframhyrðinni. Á ári hverju greiðir Tíkissjóður 700 þúsund krónur til þess að jafna fram- færslukostnaðinn. Fer þessi fjárhæð í svonefndan „Jöfnunarsjóð bæjar- og sveitarfélaga“ og er skipt þaðan til sveit- arfélaganna, þegar útreikningum er lokið. Árið 1938 þurfti kr. 490 806.00 til að jafna að fullu framfærslukostnaðinn, en þá var Reykjavik sér í flokki og náði ekki „jöfnun“. Hins vegar er hún nú í sama flokki og hinir kaupstaðirnir og fékk því jöfnunarfé eins og önnur sveit- arfélög fyrir árið 1939. Það ár þurfti kr. 527 270.00 til að jafna framfærslu- kostnaðinn, eða kr. 36 364.00 meira en árið áður. Jöfnunarféð skiptist þannig, að kaup- staðirnir 8 (þar í Reykjavík) fá kr. 285 189.00, kauptúnin (12) kr. 65 513.00 og hrepparnir (197) kr. 176 568.00. Tveir kaupstaðir, Akureyri og Siglufjörður, ná því ekki aði hafa meðalframfærsluþunga. Hafa þeir því léttastar fátækrabyrðar allra kaupstaðanna. Af kauptúnunum 12 með yfir 500 íbúa eru það 7, sem ekki ná því að hafa með- alframfærsluþunga. Þessi kauptún eru: Keflavík, Akranes, Borgarnes, Patreks- fjörður, Bolungavík, Ólafsfjörður og Eyrarbakki. Af hreppunum 197 að tölu eru 123, sem ekki ná því að hafa meðalfram- færslukostnað, en 74, sem fara yfir mark- ið. Hér yrði of langt að telja þau sveitar- félög öll upp, og sleppi ég því þess vegna. Sýnir þetta vel, hve ákaflega misþungt framfærslan hvilir á sveitarfélögunum, þegar sami mælikvarði er lagður á getu þeirra allra til þess að bera byrðarnar. Meðan svona er ástatt, er því fullkomin þörf jöfnunar, ef ekki á illa að fara. Þegar framfærslulögunum var breytt, um áramótin 1939 og 1940, var það bráða- birgðaákvæði samþykkt með þeim, að ráðherra væri heimilt að ákveða, að á árinu 1940 mætti verja allt að 100 þúsund krónum af tekjum Jöfnunarsjóðsins „til þess að greiða fram úr fjárhagsvandræð- um illa stæðra bæjarfélaga, hreppsfélaga, sýslufélaga og læknishéraða“, og ákveð-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.