Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 25
SVEITARSTJÓRNARMÁL
21
Reykjavík Fram- færendur .. 1 385 Fram- færöir 3 175
Hafnarfjörður ... 203 425
ísafjörður 129 310
Akureyri 142 284
Siglufjörður 119 258
Vestmannaeyjar . 99 252
Seyðisfjörður .... 52 114
Neskaupstaður .. 42 133
Af kauptúnuniun er Eskifjörður að
vonum langhæstur, með 60 framfær-
endur og 185 á framfæri.
Af sýslunum er Eyjafjarðarsýsla hæst,
með 90 framfærendur og 200 á fram-
færi, og Norður-ísafjarðarsýsla með 77
framfærendur og 219 á framfæri.
Ein sýslan hefur enga framfærslu, og
er það Austur-Skaftafellssýsla.
Hér yrði of langt mál að fara ýtarlega
út í það annað af þessu, sem húið er að
vinna úr, enda verður það vafalaust gert
síðar, þegar skýrslurnar hafa að fullu
verið athugaðar.
Ein er þó sú tegund framfærslunnar,
sem rétt er að drepa lítillega á, en það
eru barnsmeðlögin.
Eru það miklar fjárhæðir, sem sveitar-
félögin verða árlega að greiða vegna
feðra óskilgetinna barna, og gengur mis-
jafnlega að ná inn meðlögunum aftur.
Til þess að gefa dálitla hugmynd um
þessa grein framfærslunnar má geta þess,
að aðeins í 8 kaupstöðum voru á árinu
1939 greidd meðlög úr bæjarsjóðunum
vegna 360 barnsfeðra, sem höfðu fyrir að
sjá 436 óskilgetnum börnum.
Eins og vænta má, er þessi tegund fram-
færslunnar mest í Reykjavík. Þar voru
barnsfeðurnir, sem greitt var fyrir, 263
og börn þeirra 325. Næstur Reykjavík er
Siglufjörður ineð 37 barnsfeður og 53
óskilgetin börn, þá Akureyri með 24
barnsfeður og 36 börn, Hafnarfjörður
með 20 barnsfeður og 21 barn, ísafjörður
með 9 barnsfeður og 19 börn og Vest-
mannaeyjar með 7 barnsfeður og 9 börn.
Seyðisfjörður og Neskaupstaður eru á
því ári lausir við framfærslu óskilgetinna
barna.
Mjög væri æskilegt að geta gert
nákvæman samanburð á framfærslunni
nú og framfærslunni eins og hún var
1901. En það er talsverðum erfiðleikum
bundið af mörgum ástæðum.
Er það fyrst, að það, sem þá var kallað
einu nal'ni fátækraframfærsla, hefur síð-
an verið greint allmjög í sundur. Ríkið
hefur, tekið á sig ýmsar byrðar, sem
sveitarfélögin báru þá, og tryggingarnar
tekið við verulegum hluta þess, sem þá
var talið með fátækraframfærslunni.
Má þar t. d. nefna kostnaðinn við
berklasjúklinga, kynsjúkdóma og ýmsa
aðra langvarandi sjúkdóma.
Er þeim sjúklingum öllum sleppt hér
nema að því leyti, sem sá hluti þess
kostnaðar, sem sjúklingunum ber sjálf-
um að greiða, er greiddur af sveitarfélag-
inu og kemur fram í útgjöldum þess.
Sama er um þann kostnað, sem fellur á
sjúkrasamlögin og er geysimikill.
Það, sem því eiginlega verður talin fá-
tækraframfærsla hér nú, er allur styrk-
urinn, sem sveitarfélögin sjálf veita, og
sá ellistyrkur, scm • Tryggingarstofnun
ríkisins veitir til II. flokks ellistyrkþeg-
anna, enda greiða sveitarfélögin bróður-
partinn af því, sem þar er úthlutað, eða
1939 rúmlega 900 þúsund krónur af
þeirri 1,2 millj. króna, sem tryggingin
úthlutar til gamalmenna í þessunj flokki.
Eins og áður er sagt, eru hér á fram-
færi árið 1939 samtals 10246 framfærslu-
þurfar. Við þá tölu er þá rétt að bæta
þeim gamalmennum í 2. flokki, sem ekki
þiggja af sveit með ellistyrknum, og eru
þau 1881.
Samtals telst mér því þiggja styrk þann,
sem svarar til þess, er áður fyrr var tal-
inn framfærslustyrkur, alls 12 127 manns
á öllu landinu.
Samkvæmt manntalinu árið 1939 voru
það ár hér á landi 120 264 menn. Svarar
það þá til þess, að framfærslustyrks og
ellilauna úr sveitarsjóðum hafi notið