Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 26
22 SVEITARSTJÓRNARMÁL 10,1% af allri þjóðinni, en 1901 var talið, að styrk þægju 7,8%, svo það er aðeins um 2,3% að ræða í viðbót, miðað við fólksfjöldann eins og hann var 1901 og eins og hann var 1939, eða 38 árum síð- ar. Hafði landsfólkinu þó fjölgað um 41 794 menn og kaupstaðirnir og kaup- túnin myndazt að mestu leyti á þessu tímabili og náð miklum vexti. Sést af þessu, að uin verulega fjölgun fólks á opinberu framfæri er ekki að ræða á þessum langa tíma, sízt þegar tekið er tillit til þeirrar þróunar, sem orðið hefur, og breytinganna á atvinnuháttum þjóðar- innar þessi ár. Sé þetta hins vegar borið saman við fjárhæð þá, sem bæði árin er varið til þessara mála, kemur annað í ljós. Árið 1901 er öll framfærslan rúmar 167 þús. krónur, eða 2 krónur og 13 aur- ar á hvert mannsbarn á landinu. Árið 1939 er hún hins vegar með ellilaunun- um 4 millj. 64 þúsund 912 krónur, eða tæpar 34 krónur á hvert mannsbarn á landinu. Nemur aukningin því, í krónum talið, sem næst 1500%, eða hefur 16- faldazt síðan 1901. Þegar menn hugleiða þennan mikla mun, má ekki gleyma því, að síðan 1901 hefur orðið geysileg breyting á verðgildi peninganna. Þeir hafa fallið stórkostlega í verði, og mun láta nærri, að margar nauðsynjar innlendar og erlendar séu nú 600 til 1000% dýrari en þær voru þá. Má þar t. d. benda á eina aðalneyzluvöru ahnennings þá og nú, fiskinn, sem þá var í sáralágu verði og viðast tæplega reikn- aður, en er nú á innlenda markaðinum, a. m. k. hér í Reykjavík, ein dýrasta mat- artegundin. Hér skal ekki lengra farið út í þetta. En þessi ófullkomni samanburður sýnir þó það, að fátækraframfærslanhefur ekki vaxið raunverulega nærri eins mikið og menn almennt ætla frá því um aldamót, þó allar tölur séu miklu hærri nú en þá. Hinu má ekki heldur gleyma, að fyrir og eftir aldamótin síðustu sendu hrepps- nefndirnar þyngstu þurfamenn sína af landi burt — til Vesturheims — og losuðu landið þannig bæði við fólkið og framfærslu þess, en nú verða þær að láta sér nægja að senda það í kaupstaði og kauptún, sem annast framfærsluna. Það er því í þessum efnum eins og fleirum, sem eru mjög lítið rannsökuð, en allir jiykjast samt hafa gott vit á, að dómum manna verður að taka með var- færni, þar til fullnaðarupplýsingar liggja fyrir. Á sviði fátækra- og sveitarstjórnarmál- anna er svo margt, sem er algerlega órannsakað og menn hafa því allrangar hugmyndir um, enda hefur þessari grein opinberra mála verið alll of lítill sómi sýndur á undanförnum árum. Þarf á þe§su að verða breyting, því einmitt það, að sveitarmálefnin séu vel rækt og skyn- samlega með þau farið, er hvað mikil- vægast fyrir þjóðfélagið. Sveitarfélögin eru næst á eftir heimilunuin undirstaða þjóðfélagsins, og séu þau sjúk og sundur- tætt, er hætt við, að fleira fari á ringul- reið hjá þjóðinni. ★ Ég get ekki skilizt svo við þetta mál að minnast ekki á eitt atriði, sem ég hefði þó helzt viljað komast hjá að nefna, en er svo. mikilsvert, að ég tel mér það beinlínis skylt. Það hefur komið fyrir hjá nokkrum oddvitum og bæjarstjórum, að skýrslur þeirra til Jöfnunarsjóðs voru rangar um veruleg atriði. Ávallt er þetta á þann veg, að kostnað- urinn, bæði við framfærslu, tryggingar og kennaralaun, er talinn mun hærri en hann raunverulega er, þegar reikningar sveitarfélaganna eru athugaðir og þetta er borið saman. Þetta þýðir það, að ef skýrsla slíks sveitarfélags er tekin trúanleg, fær sveit- arfélagið hærra jöfnunargjald en því raunverulega her og hagnast þannig á þessu um ein'hverja upphæð. Ég vil nú fyrst benda á, að við þessu liggur hegning samkvæmt framfærslu- lögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.