Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 28

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 28
24 SVEITARST.J ÓRNARMÁL Skýrslumar til Jöfnunarsjóðs eiga að vera réttar. Það á að vera metnaður hvers oddvita og bæjarstjóra, að við samanburð verði ekkert að þeim fundið. Auk þess er rétt að benda á, að slíkt framferði sem þetta munar sveitarfélagið svo að kalla engu fjárhagslega, nema um stórkostlega fölsun sé að i-æða. En þá verður skýrslan ávallt grunsamleg og mundi verða athuguð, eða frestað greiðslu vegna hennar, þar til samanhurður hefur verið gerður. Það horgar sig því ekki undir nokkrum kringumstæðum fyrir oddvita eða bæjarstjóra að reyna nein „klókindi“ eða „búhnykki" í þessum' efnum, og rnestu klókindin og hezti búhnykkurinn fyrir sveitarfélagið verður sá að gera skýrslurnar svo réttar, að aldrei verði með rökum að þeirn fundið. Að endingu vil ég benda sveitarstjórn- um landsins á það, að nú, þegar atvinna hefur aukizt svo mjög sem raun er á og afurðir seljast góðu verði, er bezta tækifærið fyrir sveitarfélögin til þess að taka skulda- og fátækramál sin til yfir- vegunar. Nú her sveitarstjórnunum að gera allt, sem þær geta, til þess að lækka skuldahyrðar sínar og helzt að losa sig við þær að jniklu leyti og taka frani- færslumál sín föstum tökum, Hafa sumir kaupstaðirnir og kauptúnin gert myndar- legar tilraunir til þess, én það ættu öll þau sveitarfélög að gera, sem skuldir hafa, er þau inega greiða upp eða lækka til muna. Það er ekki víst, að „góðærið“, sem við köllum, standi svo lengi, og þá er betra, að sveitarfélögin standi föstum fótum, skuldlítil eða skuldlaus, þegar aftur sækir í sama horfið og áður var og fólkið, sem nú lifir hjálparlaust af vinnu sinni og framleiðslu, leitar aftur á náðir sveit- arfélaganna. J. G. Breyting á sveitarstj órnarlögunum. Á Alþingi því, sem lauk störfum 17. júní s. 1., var ein breyting samþykkt á sveitarstjórnarlögunum. Var hún um launakjör oddvita. Er 23. gr. sveitar- stjórnarlaganna frá 31. maí 1927 felld úr gildi, en i hennar stað samþykkt ný grein, svo hljóðandi: „Oddviti skal hafa að launum um árið 10 kr. lyrir hvern fullan tug hreppsbúa, og auk jiess minnst 2% — tvo af hundr- aði — af innheimtum útsvörum. Þóknun þessi greiðist úr sveitarsjóði". Þá er og ákveðið, að hreppsnefndar- oddvitar taki laun samkvæmt ákvæðum þessuin frá 1. janúar 1941, þ. e. fyrir yfirstandandi ár. Launakjör oddvitanna munu vera þau verstu, er nokkur stétt manna býr við á landi hér. Hafa þau til þessa verið 5 kr. á hvern fullan tug hreppsbúa. Hefur þannig oddviti í hreppi ineð 400 íbúa haft einar 200 krónur fyrir starf sitt og um- stang allt. Er þéssu nú hreytt dálítið til hatnaðar, þar sem 10 krónur koma á livern tug hreppsbúa, eða 1 króna á mann í hreppnum. Enn fremur ber nú að greiða oddvitunum ekki minna en 2% af þeim útsvörum, sem þeir innheimta, þ. e. sem þeim tekst að fá greidd á reikningsári hreppsins. Hreppsnefnd er heimilt, með samþykki sýslunefndar, að hækka hundraðsgjaldið, ef hún vill eða telur þess þörf. Endurskoðun sveitarstjórnarlaganna er orðin næsta nauðsynleg, og margt er þar, sem færa þyrfti meir til samræmis við það, sem nú er orðið á öðrum svið- um þjóðfélagsins og í liliðstæðri löggjöf. Á þetta einkum við um hin stóru kaup- tún, sem sveitarstjórnarlögin eru í sum- um greinum orðin of þröng.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.