Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 30
26
SVEITARSTJÓRNAUMÁL
í ö.ðru lagi: Leit að ákveðnu skipulags-
kerfi eða „beinagrind“, sem leggja megi
til grundvallar, en veiti þó möguleika til
eðlilegrar útþenslu liyggðarinnar.
f þriðja lagi: Framkvæmdir sjálfs
skipulagsins og eftirlit með því, sem
gert er.
— Um fyrsta atriðið, athugun þess,
sem fyrir er, má segja, að það sé venju-
lega auðveldasti hluti verkefnisins, en þó
er það að athuga, að hér kemur ekki ein-
göngu til greina að mæla upp landið og
það, sem byggt hefur verið, heldur þarf
einnig jafnhliða að athuga afkomu-
möguleika og athafnalíf hvers staðar
og miða hið nýja kerfi við þarfir og
getu hinnar uppvaxandi liyggðar.
Sögulegar og hagfræðilegar staðreyndir
eru þar meginatriðin, en alltaf hljóta þó
að vera nokkrir erfiðleikar á því að sjá
fyrir, í hvaða áttir athafnalífið beinist
og hvaða stækkunarmöguleikum þurfi
að lialda opnum.
En þetta er mikilvægt atriði, og án
þess að hafa nokkra yfirsýn yfir það, er
ekkert skipulagsverkefni fullleyst.
Tækni nútímans auðveldir uppmælingu
þess, sem fyrir er, og má jafnvel leggja
til grundvallar myndir teknar úr lofti.
Heildaruppdráttur skipulags eða yfir-
litsuppdráttar þess svæðis, sem skipu-
leggja skal, er fyrsta verkefnið. Þegar
honum er lokið í aðalatriðum, er upp-
drátturinn lagður fraui almenningi til
sýnis um nokkurn tíma, og er þá öllum
heimilt að gera við hann athugasemdir
og óska breytinga, ef þær eru á rökum
byggðar, en síðan skal uppdrátturinn
fullgerður með á orðnum breytingum og
staðfestur af stjórnarráðinu, eftir að
hann hefur lilotið samþykki hlutaðeig-
andi bæjaryfirvalda.
Mœlingaruppdráttur Reykjavíkurbœjar frá árinu 1801, er sýnir kjarna bœjarins, miðbœinn milli
Tjarnarinnar og liafnar. Lengst til hœgri sést móta fgrir þáverandi þjódbraut lil Regkjavikur, cn
ummerki hennar sjást enn í dag á Arnarhótstúninu, sunnan Ingólfsstyttunnar. — Um þetta legti
voru íbúar bœjarins 307 að tölu.
7*9*« T V
Baijer
OpmAxll i (IctoW l*oi
•I
i,irul(auuitrrnr OHím ^ Aaiiuih