Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 36
32
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Ili’crfísijalan mcd landsbókasafnimi og þjóðlcikhiisinu.
settar, einkum sérleyfisbílum, verði
koniið fyrir undir eitt þak, þar sem
kolabingirnir eru nú við Kalkofnsvcg
og Sölvhólsgötu. Ég hef áður bent á það
lauslega, að e. t. v. væri mögulegt að
leysa það vandamál með tvílyftri bygg-
ingu á umræddum stað, þar sem um-
ferðin frá Kalkofnsvegi liggur um neðri
hæðina (bílar sem koma), en ferðbúnir
bílar fari frá efri hæð um Ingólfsstræti
í Skúlagötu. Er á þann hátt hallamunur-
inn milli þessara gatna notaður sem
bezt má.
Þessi tillaga um fyrirkomulag sér-
leyfisumferðarinnar, svo og umferð
strætisvagna og stöðvabíla, krefst veru-
legrar og skjótrar endurskoðunar gatna-
kerfisins í bænum og breytingar á kjarna
miðbæjarins, þaðan sem umferðin bein-
ist í allar áttir. Til verulegra bóta hefur
einstefnuakstur um aðalgötur bæjarins
reynzt, en fullnægir þó engan veginn
hinni hraðvaxandi umferð síðustu ára.
I kjarna miðbæjarins, við Lækjartorg,
greiðist talsvert úr, þegar skv. tillög-
um bæjarverkfræðings verður numinn
í brottu byggingarreitur sá, sem liggur
milli torgsins og Hafnarstrætis, eða þar
sem nú er Hótel Hekla og tvær aðrar
byggingar. Verður þá sá bæjarhluti til
muna álitlegri og frjálsari.
Það er nauðsynlegt, að einmitt á þess-
um stað, neðan til við brekkurnar, þar
sem þegar hefur myndazt vísir til torga,
verði krossgötur umferðarinnar. Tillaga
sú, sem nýlega kom fram í dagblöðum
um lokun Bankastrætis frá allri umferð
vagna, er fásinna, því einmitt Banka-
stræti er lífæðin úr miðbænum í Þing-
holtin, Skólavörðuholt og mikinn hluta
austurbæjar eftir Laugavegi, og hefur all-
góð skilyrði til þess að verða svo áfram.
Umferðin til suð-austurliluta bæjar-
ins færi að sjálfsögðu mestmegnis um
framlengingu Laufásvegar í Lækjargötu
á móts við Skólabrú.