Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 48
44
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Vinnuhæli fyrir vandræðamenn.
I.
Hver sá, sem að nokkru ráði kemur
nálægt fátækra- og sveitarstjórnarmál-
um, hvort heldur er í sveit eða kaupstað,
hefur tæplega gegnt því starfi lengi,
þar til hann rekst á sérstaka tegund
framfærsluþurfa, sem á máli sveitar-
stjórnarmanna er nefnt „vandræðafólk“.
Orðið lætur að vísu ekki vel í eyrum, en
vandfundið mun lietra orð yfir fólk þetta,
því að „vandráðið“ er fram úr fyrir því
og „vandráðið“ mun að jafnaði fyrir það.
Verður því við það orð notazt hér. Ýmsir
hafa að vísu viljað hafa í þess stað „fá-
vita“, en það'er sízt hetra orð né meira
réttnefni.
Þetta fólk, sem vandræðafólk er kall-
að, er einkennilegasti flokkur alls hins
mikla þurfamannahóps. Það er tiltölu-
lega fátt. Oft er enginn vandræðamaður i
hreppi og óvíða nema einn eða tveir,
nema í Reykjavík eru þeir að jafnaði
nokkrir. En þó að vandræðamennirnir
séu fáir, er ssunt að öllum jafnaði marg-
faldur kostnaðurinn af þeim, samanhorið
við venjulegan framfærsluþurfa í svip-
uðum kringumstæðum, og aama er um
óþægindin af þeim, bæði fyrir sveitar-
stjórnina eða framfærslunefndina og
íbúa sveitarfélagsins.
Þessi tegund framfærsluþurfa er alveg
sérstök í sinni röð og hefur lent fyrir
utan allar opinberar ráðstafanir, sem
gerðar hafa verið til fyrirgreiðslu sjúku
og fátæku fólki. Vandræðafólkið er því
að kalla „utangarðs“ í þjóðfélaginu að
öllu leyti. Stafar þetta af því sennilega,
live erfitt er að koma því undir nokkurn
sérstakan flokk og ástæðurnar fyrir
vandræðamennskunni svo margar og
misjafnar.
Við höfum hér á landi hæli fyrir geð-
veikt og brjálað fólk, en ekki heyrir nema
mjög lítill hluti vandræðafólksins þeim
flokki til. Sama er að segja um aðrar
greinar sjúkrahúsvistar. Elliheimilin
hafa helzt verið neydd til að taka við
vandræðafólki, en hvort tveggja er, að
ekki er það nema sáralítill hluti gamal-
menna, sem er vandræðafólk, og þó eink-
um hitt, að ekki á vandræðafólk frekar
heiina á elliheimili, jafnvel þó að gam-
alt sé, en t. d. á geðveikrahæli, vinnu-
hæli eða öðrum slíkum stofnunum. Ber
allt að sama brunni, hvert sem litið er,
að þetta veslings fólk verður alls staðar
utangarðs. Það er svo vandráðið fram
úr fyrir því, að ekki er nema eðlilegt, að
vort alvitra móðurmál hafi gefið því
þeíta „vandræða“nafn.
II.
Af því að svo erfitt er að koma þessu
fólki á einhvern hás í okkar skipulagi,
þar sem það á rétt til að vera og skylt er
að hafa .það, þá á það oftast hvað versta
daga og líður oft einna verst af öllum
þeim, sem hið opinhera hefur afskipti af.
Einn vandræðamaður er oft hrein
plága, jafnvel fyrir heilan hrepp eða
kaupstað. Enginn fæst til að taka slíkt
fólk á heimili sín, nema þá fyrir of fjár
og alls ekki nema um stuttan tíma. Sveit-
arstjórnirnar verða að ganga að hverju,
sem upp er sett, því að þær eiga einskis
annars úrkosta. í fangelsi, þó að til séu,
má ekki láta slíka menn, nema þá ör-
stutta stund, og oft verður svo, þegar
vandræðin keyra orðið fram úr öllu hófi,
að af verða misþyrmingar, sem leiða þá
til enn meiri vandræða fyrir sveitar-
stjórnirnar. Reyna þær þá að koma fólk-
inu í aðrar sveitir með enn hærri með-
gjöf en áður, og er þá horfið það aðhald,
sem fyrir er heima í sveitarfélaginu,
(bæði um að misþyrma ekki vandræða-
manninum og halda kostnaðinum innan
hæfilegra takmarka.
Enginn veit í raun og veru, hvílík
hörmung líf þessara auðnuleysingja er,