Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 51

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 51
SVEITARSTJÓRNARMÁL 47 þyrftu eða vildu losna A’ið, gegn árlegri meðgjöf. Mætti hi’m ekki vera hærri en svo, að samsvaraði dvöl t. d. á Kleppi, og minni, ef rekstrarköstnaður hælisins leyfði það. Ef um rekstrarhalla yrði að ræða, yrði ríkissjóður að greiða hann. Menn kunna nú að ætla,. að mikill rekstrarhalli hlyti að verða á slíku hæli sem þessu. En ekki er víst, að svo þyrfti að vera. Fyrst er að gæta þess, að af stofnkostnaði hefði hælið engar greiðsl- ur, hvorki til vaxta né afborgana. Sveit- arfélögin byggðu húsin og legðu hælinu öll áhöld, sem það þyrfti. Ef það yrði stækkað, væri farið að á sama hátt. Aliur þorri þess fólks, sem þarna yrði, er að miklu leyti vinnufært, ef því er séð fyrir hæfilegum verkefnum. Það gæti því ann- azt mest af þeirri vinnu, sein þarna færi fram, og ætti hún að sjálfsögðu að vera fyrst og fremst í því fólgin að framleiða matvæli fyrir hælið sjálft og til sölu, ef af gengi. Væri fyrir hælið valin kosta- jörð á Suðurlandsundirlendinu eða í Borgarfirði, mætti við því búast, að um- framframleiðsla á landbúnaðarvörum gæti orðið svo mikil, að andvirði hennar nægði fyrir aðkeyptum matvörum til hælisins. Viðhald eignanna ætti og að vera hægt að annast að mestu með vinnu- afli yistfólksins á hælinu. Meðlögin með vistmönnum gengju svo til að launa starfsfólk og lækni, sem þar þyrfti að vera eða alveg í næsta nágrenni, og til fatnaðar vistfólksins. Stjórn hælisins ættu sveitarfélögin að kjósa eða velja eftir ákveðnum reglum, og réði hún allt starfsfólk og sæi um yfir- stjórn hælisins að öllu leyti. y. Ég hef talið rétt að varpa þessari til- lögu fram hér og rökstyðja hana svo sem föng eru á, eins og nú standa sakir. Mun ég afla mér frekari gagna og vinna að málinu áfram eins og ástæður leyfa. Væri mér kært, að oddvitar og bæjar- stjórar og aðrir þeir sveitarstjórnarmenn, sem láta sig þessi mál nokkru skipta, sendu mér í fám línum álit sitt á þessum tillögum, og það jafnt, hvort sem þeir eru með þeim eða á móti. Enn fremur væri ég þakklátur hverjum þeim, sem gæti bent á einhverja aðra lausn þessa vanda- máls, og mun ég þá birta þær tillögur hér í ritinu eða skýra frá aðalefni þeirra. J. G. Framkvæmdir sveitarfélag'anna. Eitt af því, sem „Sveitarstjórnarmál“ ætla sér að fræða lesendur sína um, eru hinar árlegu framkvæmdir sveitarfélag- anna. Að þessu sinni er þess ekki kostur að birta skýrslu um þær framkvæmdir, sem gerðar hafa verið í ár, en reynt mun verða að birta í fyrsta hefti næsta ár- gangs yfirlit um helztu framkvæmdir þeirra á árinu 1941. Væri það mjög þakk- látlega þegið, ef oddvitar og bæjarstjórar, eða aðrir áhugamenn um þessi mál, vildu senda ritinu stutta greinargerð um helztu framkvæmdir i hreppnum eða kaupstaðn- u.m, sem gerðar hafa verið á þessu ári og sveitarfélagið hefur staðið að eitt sér eða með öðrum. Getur þar verið um að ræða byggingar skólahúsa, sjúkrahúsa og rafstöðva, hafnarmannvirki, meiri háttar vegagerðir, vatnsveitúr, skolpveil- ur, atvinnufyrirtæki o. m. fl. Þyrfti að fylgja stutt greinargerð eða lýsing á mannvirkjunum og að tilgreina kostnaðinn eða kostnaðaráætlunina, ef verkinu væri ekki að fullu lokið. Af meiri háttar mannvirkjum væri mjög æskilegt, að mynd eða myndir væru einnig sendar. Þá væri það og þegið með þökkum að fá myndir af þeim mannvirkjum sveitarfélaganna, se.m þegar hafa verið reist, og stutta greinargerð um rekstur þeirra eins og honum er nú fyrir komið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.