Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Qupperneq 55
SVEITARSTJÓRNARMÁL
51
Fjárhagsafkoma sveitarfélaganna 1938.
Einn örðugleikinn, sem menn mæta,
er þeir vilja kynna sér málefni sveitar-
félaganna í landinu, er sá, að hvergi er
að fá, nema með mikilli fyrirhöfn, upp-
lýsingar um sveitarfélögin, hvorki ein-
staka hreppa eða kaupstaði né heldur
þau ÖIl í einni heild. Hefur þetta komið
sér mjög illa oft og tíðum bæði við um-
ræður og afgreiðslu mála á Alþingi,
þegar um málefni einstakra sveitarfélaga
og þeirra allra i heild hefur verið að
ræða, og eins ef menn hafa viljað skrifa
eða ræða um mál þessi opinberlega.
Hefur nú síðustu tvö árin verið reynt
að ráða hót á þessu með því að vinna
upp úr reikningum sveitarfélaganna
helztu upplýsingar, sem þar er hægt að
fá, og draga saman i eina heild.
Liggja nú fyrir upplýsingar um fjár-
hag sveitarfélaganna fyrir árin 1906, 1937
og 1938, og árið 1939 er að mestu einnig
tilbúið. Vantar þó þar enn lögskipaðar
greinargerðir frá tveim af kaupstöðum
landsins. Er því ekki hægt að birta
skýrslu um fjárhagsafkomu sveitarfélag-
anna fyrir árið 1939 i þessu hefti, eins
og ætlað var, en verður vonandi hægt á
næstunni.
Fjárhagsyfirlit þetta er gert með þeim
hætti, að upp eru teknar allar tekjur og
gjöld hvers einstaks sveitarfélags og það
síðan lagt saman fvrir allt landið. Fæst
með því yfirlit yfir, hversu miklir skatt-
arnir eru til sveitarfélaganna á öllu land-
inu, og einnig, hvað hver útgjaldaliður
er hár samtals á öllu landinu.
Fer hér á eftir yfirlit þetta fyrir árið
1938.
T e k j u r :
1. Tekjur af atvinnu-
fyrirtækjum sveitar-
félaganna kr. 5 996 831
2. Skattar:
a. Útsvör — 7 899 236
b. Fasteignaskattur —- 967 160
c. Hreppavegagjöld — 53 931
d. Hundaskattur ... — 13 264
vinnuskilyrði eru fyrir hendi, að lífvæn-
legt geti talizt að styðjast við smábú-
skap. Einnig má lána til mannvirkja í
sambandi við ræktúnarlönd, þótt lántak-
andi sé búsettur í kaupstað eða kaup-
túni. Að jafnaði er það skilyrði fyrir
láni, að ræktunarland hvers býlis sé
minnst 1 ha. að stærð. Þó er lánveiting
heimil, þótt landið sé eigi meira en hálfur
ha., ef hægt er að sýna fram á, að lán-
taki hal’i þrátt fyrir það verulegan stuðn-
ing af landbúnaði á því.
Lán má veita gegn hverju því fast-
eignaveði, er bankastjórnin tekur gilt.
Má það nema allt að % af fasteignamats-
verði húseigna, mannvirkja og lands,
jió eigi yfir kr. 6000,00 til hvers einstaks
lántakanda. Lánstími má vera allt að 40
árum. Um vexti og annað, er lýtur að
starfsemi deildarinnar, verður ákveðið
með reglugerð.
Lög þessi eru líkleg til þess að hafa
mikla jiýðingu, einkum fyrir fólkið við
sjávarsíðuna, sem til jiessa hefur að
mestu verið útilokað frá öllum fast-
eignaveðslánum, nema að því leyti, sein
það hefur getað fullnægt lántökuskilyrð-
um veðdeildar Landshankans. Er jiess því
að vænta, að á næstu árum fjölgi mjög
sinábýlum í kauptúnum og sjávarþorp-
um og í grennd við þau. Afkoma fólks-
ins Jiar verður bezt tryggð með því, að
það styðjist bæði við land og sjó. Lána-
deildin stefnir að því að gera slíka at-
vinnuhætti inögulega.
Telja má líklegt, að lánadeildin taki
til starfa seint á jjessu ári eða í byrjun
næsta árs.