Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 62
58 SVEITARSTJÓRNARMÁL Lög um landnám ríkisins. 1. gr. Heimilt er ríkisstjórninni að láta framkvæma landnám við þorp og kaupstaði og í sveitum, eftir því sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, og greiðir ríkissjóður til þessara framkvæmda a. m. k. 250 þús. kr. á ári. Heimilt er og að verja í sama skyni allt að helmingi þeirrar fjárhæðar, sem árlega kann að verða ákveðin í fjárlög- um ríkisins til framleiðslubóta og atvinnuaukningar. 2. gr. Landnám þetta sé í því fólgið, að ríkið lætur á sinn kostnað undirbúa til ræktunar og rækta land þar, sem skilyrði eru góð til samfelldrar ræktunar og góðrar lífsafkomu. Landnámið skal fara fram á því landi, sem ríkið er eigandi að. Heimilt er og að kaupa land í þessu skyni, Frh. af 54. síðu. mönnum úr Reykjavík og nágrenni hennar, þ. e. af Suður- og Suðvestur- landi. Mætti viðhafa hlutfallskosningu í stjórnina, ef svo sýndist. Stjórn félags- ins yrði valin til eins árs í senn, og færi hún með málefni félagsins milli funda. Á fundi félagsins, sem halda yrði í Reykjavik á hentugum tíma fyrir sem flesta félagsmenn, skyldi auk venjulegra félagsmála ræða hvert það mál, sem menn hefðu þar að flytja, og gera álykt- anir um þau þeirra, sem þess þættu verð. Þá mætti og hugsa sér, að fundurinn setti nefndir, er störfuðu milli funda að ákveðnum málum, svo sem endurskoðun ýmissar löggjafar, er sveitarfélögin varð- ar, og legðu tillögur sínar svo fyrir næsta fund í félaginu til afgreiðslu. Liggur mi t. d. fyrir að endurskoða sveitarstjórnar- og bæjarstjórnarlöggjöfina, útsvarslögin og fleiri lög, er sveitarfélögin varðar miklu, að á hverjuni tíma séu í sem fyllstu samræmi við þarfir þeirra. Eins og sést af þessum frumdráttum, yrði hér ekki um að ræða annan félags- skap en þann, sem tengdi sveitarstjórn- armenn alla saman vegna áhuga þeirra á sveitarmálefnum og því starfi, sem þeir hafa að sér tekið í þágu almennings. Sums staðar hefur ekki tekizt að hafa ef það telst nauðsynlegt. alla í einum slíkum félagsskap, heldur hafa verið mynduð jafnmörg félög og pólitískir flokkar hafa verið, og hver flokkur þannig verið sér í félagi. Er það á allan hátt verra, og ná þá félög sem þessi alls ekki tilgangi sínum. Þau missa þá þann styrk, sem þau annars eiga í því, að allir leggist á eitt um að knýja málin fram. Ég vil nú mælast til þess, að þeir bæjarfulltrúar og hreppsnefndar- og sýslunefndarmenn, sem þátt vildu taka í félagsstofnun sem þeirri, er ég hef hér minnzt á, láti mig vita það bréflega fyrir 1. desember n. k., hvort þeir mundu vilja gerast félagar í slíku félagi íslenzkra sveitarstjórnarmanna, ef unnt yrði að koma því á fót nú í vetur. Geta menn vel gerzt stofnfélagar, þó að þeir eigi þess ekki kost að koma á stofnfundinn, en reynt mundi verða, ef. undirtektir reyndust sæmilegar, að ihafa fundinn á sem heppilegustum tíma í vetur, t. d. um líkt leyti og Alþingi kemur saman. Yrði reynt að greiða svo fyrir för þeirra og dvöl hér sem tök yrðu á, þó að nú sé það af ýmsum ástæðum örðugra en á venjulegum tímum. Jónas Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.