Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 63
SVEITARSTJÓRNARMÁL
59
3. gr.
Þar, sem landnám samkvæmt lögum þessum er hafið við þorp og kaupstaði, sé
miðað við, að stærð ræktaðs lands fyrir hvert býli sé um 2 ha. auk nauðsynlegs beiti-
lands, ef til er. Ríkið skal láta girða og fullrækta land þetta og leggja um það nauð-
synlega vegi, vatns- og skólpæðar. í sveitum sé miðað við, að tún hvers býlis geti
orðið minnst 10 ha., auk nauðsynlegs beitilands,- Ríkið skal kosta girðingar og fram-
ræslu landsins og einnig láta fullrækta a. m. k. 4 ha. af því. Enn fremur láta leggja
nauðsynlega vegi um landið og sameiginlegar vatnsæðar, ef hagkvæmt þykir. Undir-
búningur landnáms í sveitum samkv. lögum þessum skal þvi aðeins hafinn, að skil-
yrði séu þar fyrir 5 samliggjandi býli hið minnsta.
4. gr.
Þegar lokið er framkvæmá ríkisins, sem um ræðir í 3. gr., skal fram fara fast-
eignamat á hverri einstakri jörð eða lóð. Lönd þessi skulu síðan leigð með erfðaleigu
samkvæmt lögum nr. 8 frá 1. febr. 1936, um erfðaábúð og óðalsrétt. Þó skal gefa ábú-
anda eða notanda sveitabýlis kost á að kaupa það við fasteignamatsverði og sömu
greiðsluskilmálum og ákveðnir voru í.lögum um sölu þjóð- og kirkjujarða.
5. gr.
Um nauðsynlega framhaldsræktun og byggingar á hinum einstöku býlum,
sem reist verða samkvæmt lögum þessum, njóta ábúendur fjárhagslegrar að-
stoðar eftir því, sem hér segir:
a. Ábúendur á býlum við þorp eða kaupstaði njóta lánskjara samkvæmt VI. kafla
laga nr. 31 14. júní 1929, um Búnaðarbanka íslands.
b. Ábúendur á sveitabýlum njóta láns og styrks samkvæmt 34. og 36. gr. laga
nr. 76 11. júní 1938, um byggingar- og landnámssjóð.
Um rétt ábúanda til að veðsetja landið vegna lántöku fer eftir 9. gr. laga nr.
8 frá 1. febr. 1936, um erfðaábúð og óðalsrétt.
6. gr.
Nýbýlastjórn hefur á hendi framkvæmd laga þessara og nýtur uin það að-
stoðar og ráðuneytis Búnaðarfélags íslands og skipulagsnefndar kauptúna.
Teiknistofa landbúnaðarins hefur á hendi aðstoð og eftirlit með bygginga-
framkvæmdum á býlum þeim, sem reist verða'samkvæmt lögum þessum, á sama
hátt og fyrir er mælt í V. kafla laga nr. 76 11. júní 1938, um byggingar- og land-
námssjóð.
7. gr.
Heiinilt er nýbýlastjórn, með samþykki landbúnaðarráðherra, að reisa í til-
raunaskyni nokkur býli í sveit, þar sem ríkið framkvæmir ræktun og byggingar að
fullu. Einnig er henni heimilt að láta þá menn ganga fyrir um kaup eða ábúð á býl-
um þessum, sem leggja vilja fram ókeypis vinnu við landnámið, enda fái þeir þá
vinnu sína endurgoldna með hæfilegri eign í mannvirkjum býlisins, þegar það er full-
gert til ábúðar.
8. gr.
Áður en landnámssvæði er ákveðið, skal nýbýlastjórn í hvert skipti leita um-
sagnar og tillagna sveitarstjórnar í hreppi þeim, er land það liggur, sem ætlað er tiJ
landnámsins. Ber hreppsnefnd að gera rökstudda grein fyrir því, hver áhrif hið fyrir-
hugaða landnám muni hafa á afkomuöryggi bújarða þeirra, sem fyrir eru í sveitinni,