Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Page 9

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Page 9
SVEITARSTJÓRNARMÁL 31 afrétt að smala. I’essi iimdæmi hafa svo i samræmi við venjurnar í víkinganý- lcnduin verið nefnd hreppar. Nöfnin virðast. mér stvrkja ]>essa tilgátu. Hraun- gerðingahreppur heitir t. d. eftir þeim hændum, sem ln'ia umhverfis Hraungerði, (ig hafa hændur þeir eða feður þeirra verið menn höfðingjans og Hraungerði verið höfuðhól hans. Þessir hændur, „Hraungerðingar“, hafa sent ákveðna tölu inanna til fjallgangna á því svæði, sem þeim var ætlað, og var það fé, sem þeir fundu á fjöllunum, hreppur, fengur Hraungerðinga. Allt þetta svæði milli Þjórsár og Ölfusár er líka samfellt undir- lendi, og eru engar torfærur á milli, svo að féð hefur allt gengið saman lrá önd- verðu á afréttunum. Má ætla, að hænd- urnir á þessu svæði hafi fvrr en aðrir landsmenn lekið upp hreppaskipulagið, og það áður en nokkur önnur nöfn fest- usl við hvggðarlög þau, sem enn þann dag í dag kallast Hreppar. Það virðist mega ráða af Landnámu, að Hrepparnir hafi byggzt seint, því að um tvo af land- námsmönnunum er þar sagt, að þeir hafi komið til íslands i tíð landnámstíðar. Það hefur þegar verið tekið fram, að fjallgöngur og fjallskil liafa þegar á land- námsöld verið skipulagðar, og enn frem- ur hefur allt, sem að göngum og fjall- skiluin lýtur, heyrt undir lireppana. Hvergi er þess getið, að goðarnir sem slíkir hafi haft neitt vald á þessum mál- efnum. Bendir þetta til þess, að hreppa- skipulagið sé eldra en skipun goðorða og myndun allsherjarrikis. Hreppstjórn öll hefur verið injög demokratisk, og er það eðlilegt. Það var engin ástæða fyrir höfð- ingja að seilast til valda í hreppamálun- um á þjóðveldistimanum. Þeir gátu ekk- ert grætt á þvi. Og mál eins og fjallskil voru þess eðlis, að bændurnir hlutu að ákveða um þau sjálfir. Samkvæint Grágásarlögum er það eitt al aðalstörfum hreppsstjórnarmanna að sækja þá, sem óskil gera í hreppnum. L'liprunalega mun hér aðallega átt við 1 járskil. Hafa hreppsstjórnarmennirnir átt að vaka yfir því, að ákvæðin um fjár- skilin væru haldin, enda liggur það i aug- um uppi, hvað mikilvægt það hefur verið, þar sem húpcningurinn var aðaleign og lífshjörg landsmanna. Það hefur upp- runalega verið erfitt starf að fá hina rán- gjörnu forleður vora til að virða eignar- rétlinn á fénaði, sem gekk saman, og enn erfiðara hefur verið að venja ])á við að smala fénaði náungans eins og sínu eigin lé og skila því af sér til réttra eigenda, sem auðvitað oft voru svarnir óvinir Jieirra, sein áttu að gera skil. Orðið skila- íiiaður hefur frá því við fvrst vitum þýtt heiðarlegur inaður. Upprunalega mun ]>að vera maður, sem gerir samvizkusam- lega fjárskil, eins og honum her að lög- um. Einn hreppur á landinu heitir Skil- mannahreppur. Orsökin til þessa nafns er ókunn, en mun standa i sambandiviðfjár- skil, sein hreppsmenn hafa þurft að gera. Hreppsstjórnarmennirnir eru í raun og veru fyrstu embættismenn i landinu og hafa í öndverðu haft það hlutverk að sjá um, að eignarrétturinn á fénaðinum væri virtur og að menn skiluðu af sér fé því, er aðrir mcnn áttu í landi þeirra. III. Það er alleinkennilegt, hve lítið er skráð í fornum lögum um þjófa eða mál- sóknir gegn þjófum og refsingu þeirra. Engin nauðsvn var þó hrýnni en sú, að eignarrétturinn væri virtur, og það er hafið vfir allan cfa, að lög voru lil á því sviði eigi síður en öðrum. Hér á íslandi var það meira að segja sérstaklega mikil- vægt, að menn hæru mikla virðingu fyrir eignarréttinum, þar sem kvikfé manna gekk saman á sumrum í höguni og á af- réttum, og það var tiltölulega auðvelt að slela því. Það hefur því óefað þegar á landnámsöld orðið að koma upp ströngu eftirliti með því, að eignarrétturinn á fén- aðinum yrði virtur. En hér gat hver mað- ur ekki verið sinn eiginn löggæzlumaður, heldur varð að skipuleggja löggæzluna.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.