Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Side 18
40 SVEITARSTJÓRNARMÁL eru á aðalatvinnutæki ibúanna? Lög- gjöi'in verður að tryggja hverju sveitar- i'élagi fyrst og fremst útsvör atvinnu- tækja heimilissveitar. Það þarf einnig að endurskoða kröfurétt atvinnusveitar til útsvara þeirra manna, er vinna utan heimilissveitar sinnar. Um það þurfa að vera skýr ákvæði, hver hluti atvinnu- sveitar af útsvari skal vera eftir tekju- liæð. Einnig virðist sanngjarnt að breyta lágmarksupphæð kaupgreiðslunnar, þar sem verðlag og kaup er stórum hærra en áður. Hefur þetta eflaust nokkuð að segja fyrir lcaupstaðina, og vil ég í því sam- handi benda á, að útgerðin á Norðfirði greiddi utansveitarmönnum á fjórða hundrað þúsund krónur í vinnulaun árið 1941. Iiinheimta útsvaranna hefur verið hið mesta vandamál, enda gengið treglega á stundum og því verið í hinu megnas'ta ólagi hjá mörgum sveitarfélögum og skuldir safnazt. Hafa skilamennirnir, hér sem annars staðar, horið skarðan hlut í'rá borði og greitt fyrir óreiðumennina. Það er ekkert höfuðatriði að leggja á há útsvör og gera það réttlátlega; það verður ;ið innheimta þau. Útsvörin eiga að vera sanngjörn og þeir, sem hreiðust hafa itökin, að hera þyngstu baggana, hinir þá minni, en ]>að á að tryggja in'nheimt- una. Þá fyrst ná heinu skattarnir tilgangi sinum, og fyrir þeim á alþýðan að berj- ast, en afnámi tollanna. — Það eru ströng lög um innheimtu tollanna. Við fáum ekki að klæðast nýju fötunum okkar, borða brauðið né drekka kaffið, fyrr en ríkissjóður helur trvggt, að tollurinn sé kominn i rikiskassann. Þannig trvggir Alþingi ríkinu alveg örugga innheimtu á miklum hluta tekna sinna, en þeir borga þár tiltölulega mest, sem l'lesta hafa að klæða og fæða. Tekjur sveitarfélaga voru ekki eins vel tryggðar, en úr þessu hefur nýlega verið l»ætt með nýjum innheimtuleiðum og' strangari ákvæðum. Má telja þá hreyt- ingu á útsvarslögunum eina þá l>eztu fyrir sveitarfélögin, þótt mikið megi hæta þau, þó sérstaklega hvað snertir útsvars- greiðslur alls konar atvinnurekstrar. Gagnkvæmu samstarfi á.innheimtu út- svara þurfa sveitarfélögin að koma á, en slíkt er að ég hygg óþekkt, að sveitarfé- lögin innheimti hvort fyrir annað. Mundi samvinna um innheimtuna gera hana ó- dýrari og léttari. La-t ég nú staðar numið við þessa hlið sveitarstjórnarmálanna, þótt þörf hei'ði verið á að minnast nokkuð á aðra tekju- stofna, t. d. fasteignaskatta, vatnsskatta o. fl. Lýðtryggingar og lýðhjálp. Löggjafinn hefur ekki ætíð sýnl sveit- arfél. mikinn skilning, og jafnvel oft selt lög, sem stórum hal'a aukið útgjöldin, án þess að hugsað væri fvrir auknum tekj- um. Hefur Alþingi oftast gætt hagsmuna ríkisins betur en hæjarfélaganna, sem yfirleitt hafa haft þröngan fjárhag. — - Því ber þó eigi að neita, að sumar gjalda- í'rekar lagasetningar eru hin mestu menn- ingar- og náuðsynjamál, en um það má deila, hver á að horga brúsann. Eitt þess- ara menningarmála eru alþýðutrygging- arlögin. Þau kosta, einkum bæjarfélögin, mikið fé, þvi þau hafa annazt trygging- arnar að -4 hlutuni gegn 30% framlagi Trvggingarstofnunar ríkisins til ellilauna og örorkubóta. Einnig greiða bæjarfél. sjúkrasamlögunum sem svarar 2ö% greiddra iðgjalda. Tryggingargjöldin eru nú orðin einn hæsti gjaldaliður kaupstað- anna, jafnvel hærri en framfærslumálin. Úthlutun ellilaunanna er í höndum framfærslunefndanna, en það er með þá niðurjöfnun eins og útsvörin, að hún er t-kki háð neinum föstum reglum né kerfi og fer því eftir mati og áliti nefndar- manna á efnum og ástæðum, en sínum augum lítur hver á silfrið. Þessi lýðhjálp er því mjög misjöfn hjá hinum ýmsu sveitarfélögum. Sums staðar er lítið tillit tekið til efna og ástæðna nákominna skyldmenna

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.