Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Side 13

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Side 13
SVEITARST J ÓRNARMÁL 7 ijarðar og Óieigsijarðar, sem er mjög að- kallandi að gera, þá erum við all vel settir með samgöngur á landi. Mestu umbætur á sviði samgöngumála hafa þó komið með fluginu. Á Gjögri er ágæt 600 m löng flugbraut og þangað er flogið eftir þörfum að vetrinum og oft tvisvar í viku á sumrunr á flugvélum, sem taka 3 til 6 farþega. Þurfi tveir menn eða fleiri að komast til Reykjavíkur þá þarf ekki annað en að hringja eftir ílugvél og fargjaldið kostar 500 krónur. Með þessu er einangrunin rolin og aðstæður allt aðrar en áður var. Þá er þess að geta, að ágætar hafnir eru á Ingólfsfirði og í Djúpuvík með hafskipa- bryggjum. Á Ingólfsfirði hefur verið sett á fót rækjuverksmiðja í eigu innansveitar- manna, og eru bundnar góðar vonir við þá atvinnugrein. Rækjuveiðar eru stundað- ar frá september til aprílloka, og frá Gjögri ganga nokkrar trillur og einn dekkbátur allt árið, en útræði fer minnkandi." — Og búskapurinn? „Landbúnaður fer vaxandi með aukinni ræktun og stækkun túna. Við fengum skurðgröfu fyrir nokkrum árum til l'ram- ræslu og til vinnslu lands eigum við tvær jarðýtur. Bústærð er frá 100 til 250 ær, en mjólkurframleiðsla er aðeins til heimilis- nota. Dráttarvélar eru komnar á flest býli. Kaupfélag Strandamanna í Norðurlirði, sem rekur einnig útibú á Djúpuvík, hefur nýlega reist kjötfrystihús þar, en hlutafé- Iag, h.f. Djúpavík, annast um fiskverkun. Hlunnindi eru mikil á býlum í Árnes- hreppi, rekaviður á flestum jörðum, og dúntekja á nokkrum og auk þess selskinn, Kjörvogur, þar sem Guðjón Magnússon oddviti býr. Tryggvi Samúelsson hefur tekið Ijósmyndirnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.