Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Side 14

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Side 14
8 SVEITARST JÓRNARMÁL Náttúrufegurð er viða mikil á Ströndum. Hér sér út Ingólfsfjörð. svo aíkoma fólks er traust og sæmilega góð.“ — Hvað viltu segja um íélagslíf? „Félagslíf er lítið að vetri til, enda fara þá unglingar að heiman í skóla. Að Finn- bogastöðum í Trékyllisvík er elzti heima- vistarbarnaskóli landsins, stofnsettur á ár- inu 1929, og er barnafræðsla í góðu horfi, nemendur eru 28 í vetur. Félagsheimili er að prestssetrinu á Árnesi. Það rúmar hundr- að manns í sæti, og þar eru haldnar sam- komur hálfsmánaðarlega á sumrum, enda er unga fólkið þá heima við sumarstörf. Byggðin í hreppnum er þéttust á Gjögri, í Trékyllisvík og í Djúpuvík og þar er raf- stöð, en á flestum býlum sveitarinnar eru ljósavélar til heimilisnota." — Telur Jjú þá ekki ástæðu til að óttast ílótta úr sveitinni? „Nei, ég vil eindregið telja aðstæður í Árneshreppi allt aðrar og ólíkar Jjví, sem er í Grunnavíkurhreppi." „Um kosti þess að búa á slíkum stað, jú, einstaklingarnir eru lausir við taugatrufl- andi áhrif umhverfisins í þéttbýli, og hafa ríflegan tima til andlegra þenkinga, fólkið fylgist vel með málum, og er víðsýnna heldur en í þéttbýlinu. Þetta finnst mér einn höfuðkostur dreifbýlisins, maðurinn er þar frjáls, mér finnst ég verða meira ég sjálfur, þegar ég kem heim. Þessa tilfinn- ingu munu fleiri skynja, og ef til vill Jaess vegna er ég svo bjartsýnn á framtíð byggð- arinnar í Árneshreppi." U. Stef.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.