Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Page 6

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Page 6
Það var einstök heppni, að svo til allir bátar Vestmannaeyinga voru í höfn þessa nótt vegna illviðris daginn áður, á mánudeginum. Þegar gos- ið hófst, var veðrið aftur á móti gott. Auk heimabátanna dreif að báta, sem voru á veiðum í grennd við Eyjar, og báta frá nærliggj- andi höfnum. Þessir bátar fluttu íbúana til lands. Dærni er um, að einn Vestmannaeyjabátur tæki 430 manns til lands, og er af því ljóst, að þröngt liafa sáttir mátt sitja. Þótt veðrið væri gott, var sjógangur talsverður, og hefur mörgum því liðið illa á leiðinni. Þyrlur frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli fluttu sjúklinga af Sjúkrahúsinu til lands, og margar aðrar flugvélar voru notaðar til mann- flutninga þessa nótt. Skip voru og send af stað frá Reykjavík til björgunar fólki, en flestum þeirra var snúið við, þar eð fólkið var flest farið áleiðis til lands með fiskibátaflotanum, en önnur skip kornu til Eyja til öryggis, ef svo færi, að allir þyrftu að yfirgefa Heimaey. Margir, ekki sízt erlendir sérfræðingar, lelja, að það liafi gengið kraftaverki næst, hve fljótt mannflutningarnir gengu fyrir sig, og að ekkert slys skyldi verða á fólki. Fjölmargir unnu að þessu, bæði í Vestmannaeyjum og við móttöku fólksins í landi, auk sjómannanna, og eiga þeir allir þakkir skildar fyrir störf sín. Jafnhliða fólksflutningunum var strax hafizt handa um björgun verðmæta, fyrst í stað skipu- lagslítið, en íljótlega komst þessi starfsemi í fast- ar skorður. Það háði starfseminni nokkuð fyrst í stað, að bæjarstjórnin hafði ekki skipað al- mannavarnanefnd. Eigi að síður tók hún fljót- lega til starfa sem slík, enda ákveðið í lögum, hverjir skidi skipa hana. Einkabifreiðar voru fluttar til lands, búslóð íbúanna á mesta hættusvæðinu bjargað og flutt á öruggari staði og síðan til lands. Síðan var innbú flutt úr svo til öllum húsum og til lands. Og þar á eftir var hafizt handa um björgun hvers konar verðmæta úr atvinnuhúsnæði, svo sem á vélum fiskvinnslustöðvanna. Eins og áður segir, var veðrið gott, þegar eld- gosið byrjaði, og vikurfall í kaupstaðnum lítið. Nær allar fjölskyldur í Eyjum fluttu búslóð sína til lands fljótlega eftir að gosið hófst. Kirkjubæjahverfið austast í kaupstaðnum að brenna. Ljósmyndirnar með greinínni eru valdar úr myndasafni því, sem Sigurgeir Jónsson, Ijósmyndari í Vestmannaeyjum, hefur tekið, frá því að eldgosið hófst. Bifreiðar Vestmannaeyinga voru fluttar til lands með skipum á nokkr- um dögum, eftir að gosið hófst. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.