Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 50
alveg prýðilega. Tilkoma hennar
hefur reynzt byggðarlaginu ómet-
anleg samgöngubót. Flugfélag Is-
lands og Flugfélagið Vængir fljúga
hingað reglulega.
Læknisleysi
Erfitt liefur verið að halda
lækni á Þingeyri upp á síðkastið.
Hér hefur ekki verið læknir nema
mánuð og mánuð í senn. í vetur
var hér óviðunandi ástand í þess-
um efnum, er lækuir á Flateyri
átti að gegna störfum hér. Slíkt er
með öllu ófullnægjandi fyrir þorps-
búa og skólastaðinn að Núpi. Inn-
an skamms er væntanlegur hingað
læknir, sem á jöfnum höndum að
þjóna Flateyrarlæknishéraði.
Nokkur hús í smíðum
Á Þingeyri eru nú fimm íbúðar-
hús í smíðum. Hreppsnefndin hef-
ur sótt til Húsnæðismálastjórnar
um framkvæmdalán til smíði á 6
íbúðum í raðhúsi, en ekki fengið
fyrirgreiðslu, enn sem komið er.
Póstur og sími er langt kominn með
að reisa nýtt póst- og símstöðvar-
hús, og verður þá tekið í notkun
sjálfvirkt símakerfi í þorpinu, um
leið og lokið er smíði hússins, sem
búizt er við, að verði fyrir haustið.
Vinnuafl skortir
Þegar framkvæmdir hefjast að
ráði við Mjólkárvirkjun, draga
þær vinnuafl frá þorpinu, þannig,
að fyrirsjáanlegur er enn meiri
skortur á vinnuafli en verið hefur.
Hingað vantar bæði verkamenn og
iðnaðarmenn, og tefur það fram-
kvæmdir á öllum sviðum. Skráðir
íbúar í Þingeyrarhreppi eru 427.
Hefur þeim heldur farið fækkandi.
„Við gerum okkur vonir um, að nýi
skuttogarinn efli atvinnulífið og
glæði framtíðarvonir manna," sagði
Jónas Ólafsson, sveitarstjóri, í þessu
spjalli okkar. „Afkoma fólks er
góð, tekjur sæmilega liáar og svo
góðar framtíðarhorfur, að við er-
um að vona, að fólk fari heldur að
setjast hér að. Þess vegna er til-
finnanlegt, live mikill skortur er
hér á nýju íbúðarliúsnæði lianda
þeim, sem hingað vildu koma."
Missa spón úr askinum
vegna landhelgisdeilunnar
Þingeyri liefur löngum verið að-
alþjónustumiðstöðin í landi fyrir
brezka togara. Seinasta árið voru
hér 158 togarakomur og oftast
koma hingað 150 til 160 togarar á
ári. Þeir hafa sótt viðgerðarþjón-
ustu i Vélsmiðju Matthíasar Guð-
mundssonar, sem haft hefur 8—10
manns í föstu starfi, að miklu leyti
við þessar viðgerðir. Þá hafa brezk-
ir togarasjómenn mikið notað
sjúkraskýlið, og má því segja, að
rekstrargrundvellinum hafi verið
kippt undan því. Einnig verður
erfiðara en áður að fá lækni og
hjúkrunarkonu á staðinn, er um-
svif þess minnka. Þá hefur liöfn-
in misst gríðarlegar tekjur, þannig
að rekstur hennar lendir með meiri
þunga á sveitarsjóði heldur en
ella hefði orðið, því að hafnar-
gjöld togaranna hafa verið umtals-
verð. Þá hafa togararnir keypt liér
meiri og minni þjónustu, sem
byggðarlagið missir af, meðan land-
helgisdeilan við Breta dregst á lang-
inn.
LAUNIN
í UNGLINGAVINNUNNI
í SUMAR
Launin í unglingavinnunni í
sumar hafa verið ákveðin sem hér
segir:
Unglingar fæddir 1958 fái kr.
50.00 á klukkustund, unglingar
fæddir árið 1959 fái kr. 43.00 á
klukkustund, unglingar fæddir ár-
ið 1960 fái kr. 36.00 á klukkustund.
Unglingar 15 og 16 ára gamlir fá
laun sem nemur 80% af verka-
mannakaupi. Orlof reiknast ekki á
laun þessi.
í Vinnuskóla Reykjavíkurborgar
vinnur elzti aldursflokkurinn í 8
stundir á dag, en hinir yngri í 4
klst.
Nokkur ibúðarhús i smíðum. Ljósm.: U. Stel.
SVEITARSTJÓRNARMÁL