Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Side 47

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Side 47
AGREIIMIIMGUR UM IMIÐURSTÖÐU ATKVÆÐA- GREIÐSLU í HREPPSIMEFIMD Ingólfur Aðalsteinsson, lirepps- nefndarfulltrúi í Njarðvíkurhreppi skrifar eftirfarandi: Getur orðið ágreiningur um niður- stöður atkvœðagreiðslu i hrepps- nefnd? Flestir sveitarstjórnarmenn munu svara ofanritaðri spurningu neit- andi, en svo ólíklega vill til, að í Njarðvíkurlnjéppi liefir risið á- greiningur um niðurstöður ákveð- innar atkvæðagreiðslu, og þykir mór vel við hæfi að kynna þetta tilfelli sérstaklega á þessum vett- vangi, þar sem ætla má, að lilið- stæður ágreiningur gæti komið upp víðar. Tildrög að framangreindum á- greiningi voru sem nú skal greina: Á fundi hreppsnefndar Njarðvík- urhrepps 19. des. 1972 kom frani tillaga, borin fram af 3 fulltrúum minnihluta hreppsnefndar, en hreppsnefndin er skipuð 7 fulltrú- um og sátu peir allir fundinn. Við atkvæðagreiðslu um tillöguna greiddu flutningsmenn hennar at- kvæði með henni, en hinir 4 sátu hjá. Oddviti hreppsnefndar leit svo á, að tillagan hefði verið felld vegna ónógrar þátttöku. Þessu mót- mæltu þeir fulltrúar, sem greitt höfðu atkvæði með henni. í fundarsköpum f)vir hrepps- nefnd Njarðvíkurhrepps, sem sam- þykkt voru 21. júní 1966 og síðar staðfest af félagsmálaráðuneyti, eins og lög gera ráð fyrir, segir svo í 15. grein: „Afl atkvæða ræður úrslitum mála. Verði atkvæði jöfn, telst ályktun fallin, en um kosningu ræður hlutkesti. Skylt er hverj- um hreppsnefndurmanni að vera viðstaddur atkvæðagreiðslu og taka þátt i henni, nema hann hafi lögmæt forföll, hafi hann verið á fundi, þegar á- lyktunin var rædd.“ Og í 16. grein: „Nú er mál útrætt, og skal þá gengið til atkvæða. Atkvæða- greiðsla fer venjulega þannig fram, að hver hreppsnefndar- maður réttir upp aðra hönd sína. Nafnakall skal viðhaft, ef einn hreppsnefndarmanna ósk- ar þess, áður en til atkvæða kemur, svo og ef atkvæðagreiðsla þykir óglögg. Við nafnakall greiðir oddviti síðastur atkvæði." Með hliðsjón af framanrituðu taldi minnihluti hreppsnefndar sig ekki geta unað úrskurði oddvita, og samþykkti hreppsnefndin að vísa málinu til félagsmálaráðuneyt- isins til úrskurðar. Félagsmálaráðuneytið hefir kos- ið að fara í kringum málið og segir m.a. i svarbréfi þess til hrepps- nefndar: „Ráðuneytinu er ekki kunn- ugt um, hvort leitað hafi verið nafnakalls við afgreiðslu máls- ins í hreppsnefnd, en vill geta þess, að ef svo hefði verið gert, hefði ekki getað orkað tvímæl- is um afdrif málsins. Þegar nafnakall er viðhaft, teljast þeir, sem hjá silja, liafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni." Við þessa afgreiðslu félagsmála- ráðuneytis vil ég gera þessa at- hugasemd: Samkvæmt fundarsköp- um voru fundarmenn skyldir til að vera þátttakendur i atkvæða- greiðslunni sbr. 15. grein hér að framan. Ósk um nafnakall hafði ekki komið fram fyrir atkvæða- greiðslu, og alls engin ástæða til þess að ætla, að afstaða þeirra hefði verið önnur, þótt það hefði verið við haft. Fundarmenn stað- festu fundargerðina með því að undirrita hana athugasemdalaust —, og komu engar athugasemdir fram um það, að meirihluti hreppsnefnd- ar hefði ekki ætlað að vera hlut- laus. Tillagan hlýtur pví að teljast samþykkt. A það skal bent til glöggvunar, að hefði einn maður eða tveir úr meirihluta greitt atkvæði á móti tillögunni, þá var hún, skv. skiln- ingi oddvitans, samjiykkt, en Jtar sem enginn greiddi atkvæði gegn itenni var hún felld! — Þvilik rök- leysa getur ekki staðizt fyrir nein- um dómstóli. SVEITAIÍSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.