Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 9
ur Vestmannaeyjabæ endurgjaldslaust afnot a£
Hafnarbúðum, svo lengi sem þörf væri á. Var
þar með lagður grundvöllurinn að þeirri starf-
serni, sem næstu daga og vikur átti eftir að vaxa
og eflast með ótrúlega skjótum hætti. Á Reykja-
víkurborg miklar þakkir skildar fyrir þessa ó-
metanlegu aðstoð.“
Síðar í skýrslunni segir:
„Hin eiginlega starfsemi í Hafnarbúðum
liófst svo að morgni fimmtudagsins 25. janúar.
Engin fastmótuð áætlun lá fyrir um það, hvernig
starfsemin skyldi skipulögð og til hvaða þátta hún
ætti að taka. Raunin varð líka sú, að aldrei gafst
tóm til slíkra áætlanagerða. Aðstæðurnar sköp-
uðu þarfirnar, oftast hraðar en hægt var að sjá
þær fyrir. Þær réðu ferðinni og voru hinn raun-
verulegi stjórnandi starfsins.
Þannig var það þennan fyrsta morgun. Sím-
arnir hringdu linnulaust og fyrr en varði dreif
að fjölda fólks. Einkum vantaði fólk upplýsingar
um ])að, hvar vinir og ættingjar væru niður
komnir og margir inntu eftir upplýsingum um
það, hvort og þá hvenær þeim væri mögulegt að
komast út til Eyja aftur til þess að sækja föt og
aðrar brýnustu lífsnauðsynjar sínar. Varðandi
fyrra atriðið var haft samband við starfsfólk
Rauða krossins. Kom þá í ljós, að þar höfðu
menn ekki setið auðurn höndum, þótt móttaka
fólksins væri um garð gengin og búið að koma
þvf öllu fyrir til bráðabirgða. Strax þennan morg-
un var tilbúin tölvuunnin skrá um dvalarstaði
og símanúmer 4442 Vestmannaeyinga. Var þetta
hvorki í fyrsta né síðasta skipti, sem skjót og
skipuleg störf þess fólks, sem vann undir merki
Rauða kross íslands, komu okkur gjörsamlega á
óvart. Ákveðið var þarna á staðnum, að öll sú
starfsemi, sem hafin var eða í undirbúningi hjá
Rauða krossinum í þágu Vestmannaeyinga, yrði
flutt í Hafnarbúðir. Slrax kom til starfa með
okkar fólki.hópur sjálfboðaliða frá Rauða kross-
inum. Mikið fjölgaði í þesstim Iiópi næstu daga,
og vann þetta fólk síðan við nánast alla þætti
starfseminnar í Hafnarbúðum við hlið okkar
fólks, sumt hvert vikum saman, og lagði ótrúlega
mikið af mörkum til hjálparstarfsins."
Því má svo bæta við, að mikill fjöldi annarra
Vesturbrún eldfjallsins hrundí fram og gróf með sér tugi íbúðarhúsa.
Bærinn hafði breytt gömlu rafstöðinni og lagt húsnæðið undir starf-
semi Vélskólans í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum.
sjálfboðaliða kom einnig til starfa, t.d. vann á
3. hundrað manns við eina saman flutninga,
enda óhemju mikil vinna við að skipuleggja og
taka á móti öllum þeirn ókjörum af varningi,
sem fluttur var frá Eyjum.
Mötuneyti var fljótlega komið á fót, og unnu
í byrjun við það margir sjálfboðaliðar. Mötu-
neytið liefir gefið Vestmannaeyingum tækifæri
til að hittast, auk þess að selja mat langt undir
kostnaðarverði, einkum í byrjun.
Vinnumiðlun hefur verið starfrækt svo til frá
byrjun. Hún hefur útvegað um 200 manns vinnu
og hefur ávallt haft fleiri laus störf á hendinni
en um hefir verið sótt.
Hiísnæðismiðlun var strax komið á fót, og var
hún í fyrstu til húsa í Hafnarbúðum, en fluttist
síðan í Tollstöðvarbygginguna. Eftir að hún flutti
í Tollstöðvarbygginguna, hefir hún aðstoðað 600
SVEITARSTJÓRNARMÁL