Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Page 39

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Page 39
hafi og varðveizlu þeirra ekki nægur gaumur gefinn. Þá var bent á það óhagræði, sem af því stafaði, að ekkert sameiginlegt hæðarkerfi er til. Meira að segja væru allt að þrjú kerfi í notkun í sama sveitarfélagi. Var talið æskilegt að geta tengt kerfi þessi í eina heild. Þá var rætt um gerð eignauppdrátta og skrásetn- ingu lóða. Sums staðar liefir verið hafin gerð mæli- blaða við gerð hins nýja fasteignamats, en framhald hefir ekki orðið á slíku. Víðast annaðist byggingar- fulltrúi skrásetningu lóða. F.n vöntun væri á reglum um lóðaskrá og hvernig hún skyldi upp byggð. Óvissa um eignamörk torveldaði víða framkvæmdir. Þá var rætt um niðurröðun veitna í götusnið. Virð- Hluti þátttakenda á hafnargarðinum i Grindavík. ist nú verða aigengara, að sarna orkuveita nái til fleiri svc-itarfélaga, og er af þeint sökum meiri liætta á sambandstregðu milli hönnuða gatna og veitustofn- ana. Álitið var, að Jseir, sem götu hanna, yrðu sjálfir í slíkum tilfellum að ákveða legu leiðslna í götu- Jtversniði. Þá var rætt ttokkuð um skrásetningarkerfi eigna og uppdrátta. Þ.á.m. hvort staðgreinikerfi það, sem tekið var upp í Reykjavík og notað víðar af Fast- eignamati, væri hentugt eða að hnitbundin skrá- setning væri hentugri. I Jrví santbandi kom fram, að hnitbundin skrásetning væri ekki framkvæmanleg, meðan ekki væri til hnitkerfi, landskerfi, sem al- mennt væri 'notað af sveitarfélögum. Einnig kom fram, að hvorki staðgreinikerfi né hnitskiptikerfi hent- aði vel til skrásetningar á uppdráttum gatna. Þá var rætt um nauðsyn samvinnu sveitarfélaga í skipulagsmálum, þar sem þéttbýlissvæði næðu sam- an, eins og t.d. í Reykjavík og umhverfi. Virtist skipu- lagsjtróun hinna einstöku sveitarfélaga ganga mjög sjálfstæðar leiðir án tillits til sjónarmiða heildarhags. STARFSHÓPUR V: Slitlög gatna (olíumöl, malbik, steypa) og viðhald þeirra f hópnum störfuðu: Hákon Torfason, bæjarstj., Sauðárkróki, Sigfús Örn Sigfússon, deidarverkfr., Vegagerð ríkisins, Áki Gránz, hreppsnefndarfulltr., Njarðvíkurhr., Bjarni Kristmundsson, verkfræðingur, Hag- verk s.f., Rvík, Gunnar Jóhannesson, verkfr., Akureyri, Sveinn Eiðsson, verkstjóri, Búðahreppi. Knútur Jónsson, tæknifræðingur, Rvík, Njörður Tryggvason, verkfr., Akranesi, Ólafur G. Einarsson, oddviti, Garðahreppi, Páll Jónsson, form. gatnagerðarnefndar, Kefla- vík. Talsmaður hópsins var Hákon Torfason, bæjarstjóri. 1. Almennt má, að okkar áliti, halda fram, að innan 10 ára verði að vera búið að leggja varanlegt slitlag á allar götur í öllum Jiéttbýlisstöðum á landinu. Þeir staðir, sem ekki leysa þetta vandamál á sóma- samlegan hátt, munu án efa dragast aftur úr og ekki verða taldir æskilegir dvalar- eða búsetustaðir. Þétt- býlisstaðirnir á Suð-Vesturlandi ásamt höfuðborginni eru langt komnir að leysa Jretta og Jtar af leiðandi verður krafa íbúa annarra staða úti um hinar dreifðu byggðir landsins sú, að þessi mál verði leyst innan fárra ára. Þótt vel gerðar götur með varanlegu slitlagi séu óhemjudýrar og í dag vart hægt að sjá, hvernig fjár- hagslega hliðin verði leyst, er þó staðreynd, að hvert byggt ból, hvort heldur smátt eða stórt, er metið með tilliti til ástands Jtessara mála. Gott ástand gatna getur Jjví orðið viðkomandi byggðarlagi óbeint eða beint til framdráttar. 2. Lauslegur kostnaðarsamanburður. Utlagt efni incl. jöfnunarlag G cm. Olíumöl þykkt 5 cm ............. 160 kr/m2 Malbik Jtykkt 6 cm ............. 370 kr/m2 Steypa Jtykkt 12—15 cm ......... 500 kr/m2 Verð miðað við engan flutning (Reykjavikur- svæðisverð). 3. Eins og nú stendur, hafa hinir ýmsu þéttbýlis- staðir landsins mismunandi aðstöðu til þess að kaupa eða framleiða slitlagarefni á götur. Hér kemur til skortur á hæfum steinefnum til frarn- leiðslu á olíumöl eða malbiki. Smæð staðanna til þess SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.