Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 8
eyjum. Margir fréttamenn segja, að þetta hefði livergi getað gerzt, nema á íslandi. Þá hefur og verið reynt af fremsta megni að verja hús skemmdum t.d. af völdurn raka og frosta, jafnframt því sem áfram var haklið björg- un og flutningi lrvers konar verðmæta úr einka- heimilum og atvinnufyrirtækjum og stöðugt hreinsað gjall af þökum, auk þess sem þau lrafa verið styrkt innan frá. Nú er einnig hafin hreins- un af götum kaupstaðarins og fara afköstin stöð- ugt vaxandi með auknum og bættum tækjakosti. Fyrst í stað var þessi starfsemi á vegurn bæjar- stjórnar, Almannavarnaráðs ríkisins og Almanna- varnanefndar Vestmannaeyja, en síðar meir tók Viðlagasjóður við þessari starfsemi, samkvæmt lögum, sem Alþingi setti um starfsemi þessa. Fyrstu vikurnar voru björgunarstörfin lang flest unnin í sjálfboðavinnu, og satt að segja undr- aðist ég mjög, hve afkastamiklir menn voru, þótt unnið væri hvíldarlítið sólarhringum saman. Um jarðeldana er það að segja, að flestir vís- indamenn eru sammála um, að þeir séu mjög í rénum, og að sáralítil hætta sé á því, að nýjar jarðsprungur myndist. Þegar flestallir íbúar kaupstaðarins voru konin- ir til lands, flestir til Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á suð- vesturhorni landsins, var ljóst, að þar biði bæj- arstjórnarinnar ærinn vandi og vandasöm verk- efni varðandi aðbx'mað bæjarbúa, einkum er snerti húsaskjól, skólavist nemenda á öllum skólastigum, velferð ungra og aldraðra, atvinnu- mál og þá einkurn útgerðaraðstöðu Eyjabáta á vetrarvertíð, sem var rétt að hefjast, þegar jarð- eldarnir brutust út. Varðandi starfsemina í Reykjavík leyfi ég mér fyrst að vitna í skýrslu bæjarlögfræðings. „Það var strax ljóst þann 24. janúar, að Vest- mannaeyjakaupstaður yrði að flytja til bráða- birgða eitthvað af starfsemi sinni til Reykja- víkur. Auk þess var svo fyrirsjáanlegt, að strax yrði að snúast gegn margs konar vandamálum, sem þessar einstæðu aðstæður sköpuðu, og ekk- ert sveitarfélag hafði nokkru sinni þurft að glíma við. Strax þennan dag bauð borgarráð Reykjavík- Á húsmæni við áður fjölfarna götu. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja verður hraunflóðinu að bráð og stendur f Ijósum logum. Ein af götum kaupstaðarins grafin út. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.